Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 19:40 Átta hús hafa nú verið rýmd á Patreksfirði. Mynd úr safni. VÍSIR/GÚSTAF GÚSTAFSSON Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. „Veðrið á Patreksfirði hefur versnað mikið, vindur er kominn í austan rúmlega 20 m/s á Brellum, það snjóar töluvert og skefur. Veðurspáin fyrir nóttina gerir ráð fyrir austan og norðaustan 20-28 m/s með talsverði snjókomu í nótt,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Að því er kemur fram í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum var ákvörðun tekin um að rýma húsin eftir að Veðurstofan lýsti yfir hættustigi í dag. Um er að ræða átta íbúðarhús, , annars vegar hús við Hóla og hins vegar hús við Mýra. Í heildina hafa 28 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín tímabundið vegna hættustigsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll minniháttar snjóflóð aðfaranótt sunnudags ofan við reitinn sem hefur nú verið rýmdur. „Varnargarður ver hluta reitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja þann hluta sem nú hefur verið rýmdur,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á norðanverðum Vestfjörðum, Ísafirði og nágrenni, er óvissustig í gildi vegna hættu á snjóflóðum. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands fylgist vel með aðstæðum og spá. Ekkert ferðaveður er á svæðinu í kvöld eða í nótt þar sem margir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og getur færð sömuleiðis spillst með skömmum fyrirvara. Vesturbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Almannavarnir Tengdar fréttir Veðurvaktin: Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Veðrið á Patreksfirði hefur versnað mikið, vindur er kominn í austan rúmlega 20 m/s á Brellum, það snjóar töluvert og skefur. Veðurspáin fyrir nóttina gerir ráð fyrir austan og norðaustan 20-28 m/s með talsverði snjókomu í nótt,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Að því er kemur fram í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum var ákvörðun tekin um að rýma húsin eftir að Veðurstofan lýsti yfir hættustigi í dag. Um er að ræða átta íbúðarhús, , annars vegar hús við Hóla og hins vegar hús við Mýra. Í heildina hafa 28 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín tímabundið vegna hættustigsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll minniháttar snjóflóð aðfaranótt sunnudags ofan við reitinn sem hefur nú verið rýmdur. „Varnargarður ver hluta reitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja þann hluta sem nú hefur verið rýmdur,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á norðanverðum Vestfjörðum, Ísafirði og nágrenni, er óvissustig í gildi vegna hættu á snjóflóðum. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands fylgist vel með aðstæðum og spá. Ekkert ferðaveður er á svæðinu í kvöld eða í nótt þar sem margir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og getur færð sömuleiðis spillst með skömmum fyrirvara.
Vesturbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Almannavarnir Tengdar fréttir Veðurvaktin: Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Veðurvaktin: Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34