Guðmundur á leiðinni til Álaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 18:30 Guðmundur Þórarinsson í vináttulandsleik Íslands og Póllands á síðasta ári. Getty/Mateusz Slodkowski Íslenski landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson er lentur í Álaborg og mun skrifa undir samning við knattspyrnufélagið þar í bæ á næstu dögum. Frá þessu greindi fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason á Twitter-síðu sinni í dag. Samkvæmt færslu Ríkharðs, eða Rikka G eins og hann er nær alltaf kallaður, er hinn 29 ára gamli Guðmundur mættur til Danmerkur eftir veru sína í Bandaríkjunum. Hann er samningslaus eftir að hafa orðið meistari með New York City á síðustu leiktíð í MLS-deildinni. Gummi Tóta lentur í Álaborg og er á leið í viðræður og læknisskoðun hjá félaginu.— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2022 Guðmundur hefur verið að leita sér að liði og virðist nú vera á leið í dönsku úrvalsdeildina í annað sinn en hann lék með FC Nordsjælland tímabilið 2015 til 2016. Hvort hinn örvfætti Selfyssingur sé á leið til Danmerkur sem miðjumaður eða vinstri bakvörður er óvitað en hann hefur hægt og rólega færst sig aftar á völlinn með árunum. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu og lék til að mynda með því í efstu deild karla sumarið 2010. Þaðan lá leiðin til ÍBV og svo til Noregs eftir tímabilið 2012. Síðan þá hefur Guðmundur verið í atvinnumennsku og yrði Álaborg hans sjötta félag á þeim tíma. Hann fór frá ÍBV til Sarpsborg 08 í Noregi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku áður en ferðinni var heitið til Noregs á nýjan leik, að þessu sinni var það Rosenborg sem keypti kauða. Ári síðar var Guðmundur kominn til Norrköping í Svíþjóð og svo til New York City í janúar 2020. Nú virðist allt benda til þess að hann sé á leið til Danmerkur á nýjan leik. Álaborg hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni og vann til að mynda topplið Midtjylland 2-0 á útivelli er danska deildin fór af stað á nýjan leik eftir vetrarfrí. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum minna en topplið FC Kaupmannahöfn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fimm í síðustu undankeppni. Gætu leikirnir því orðið töluvert fleiri á næstu árum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Sjá meira
Samkvæmt færslu Ríkharðs, eða Rikka G eins og hann er nær alltaf kallaður, er hinn 29 ára gamli Guðmundur mættur til Danmerkur eftir veru sína í Bandaríkjunum. Hann er samningslaus eftir að hafa orðið meistari með New York City á síðustu leiktíð í MLS-deildinni. Gummi Tóta lentur í Álaborg og er á leið í viðræður og læknisskoðun hjá félaginu.— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2022 Guðmundur hefur verið að leita sér að liði og virðist nú vera á leið í dönsku úrvalsdeildina í annað sinn en hann lék með FC Nordsjælland tímabilið 2015 til 2016. Hvort hinn örvfætti Selfyssingur sé á leið til Danmerkur sem miðjumaður eða vinstri bakvörður er óvitað en hann hefur hægt og rólega færst sig aftar á völlinn með árunum. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu og lék til að mynda með því í efstu deild karla sumarið 2010. Þaðan lá leiðin til ÍBV og svo til Noregs eftir tímabilið 2012. Síðan þá hefur Guðmundur verið í atvinnumennsku og yrði Álaborg hans sjötta félag á þeim tíma. Hann fór frá ÍBV til Sarpsborg 08 í Noregi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku áður en ferðinni var heitið til Noregs á nýjan leik, að þessu sinni var það Rosenborg sem keypti kauða. Ári síðar var Guðmundur kominn til Norrköping í Svíþjóð og svo til New York City í janúar 2020. Nú virðist allt benda til þess að hann sé á leið til Danmerkur á nýjan leik. Álaborg hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni og vann til að mynda topplið Midtjylland 2-0 á útivelli er danska deildin fór af stað á nýjan leik eftir vetrarfrí. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum minna en topplið FC Kaupmannahöfn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fimm í síðustu undankeppni. Gætu leikirnir því orðið töluvert fleiri á næstu árum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Sjá meira