Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 19:01 Mæðginin Emilia og Christofer. Vísir/Sigurjón Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur. Christofer Gylfi Róbertsson er með alvarlega heyrnarskerðingu vegna veirusýkingar sem móðir hans fékk á meðgöngu. Hann fór í kuðungsígræðslu sem framkvæmd var í tveimur aðgerðum, sú seinni reyndar eftir talsverða þrautagöngu, í Svíþjóð. Christofer fékk ekki inni á leikskólanum Sólborg í Reykjavík fyrr en við þriggja ára aldur, þar sem hann fær loksins kennslu í bæði tal- og taknmáli. Hann verður sex ára í sumar og er nú með málþroska á við tveggja ára barn - og það er langur vegur framundan. „Hann virðist dragast meira að táknmálinu og honum líður ofboðslega vel í táknmálinu, hann er mjög sjónrænn,“ segir Emila C. Gylfadóttir, móðir Christofers. Telur það mjög gerlegt að taka upp táknmálskennslu Emilia segir þungu fargi af sér létt að Christofer fái loksins kennslu og úrræði við hæfi. En það breyti því ekki að enginn í fjölskyldunni skilji eða tali táknmál. Christofer hafi margoft reynt að gera sig skiljanlegan - og foreldrarnir þurft að giska á hvað hann meini. Stundum hafi þeim hreinlega ekki tekist að ráða sig fram úr því. Emilia furðar sig á því hversu lítið sé lagt upp úr táknmáli í skólakerfinu í ljósi þess að allt að 20 þúsund Íslendinga séu heyrnarskertir. „Ég vil að það verði tekin upp táknmálskennsla í öllum grunnskólum, menntaskólum, háskólum á landinu og ég held að það sé bara mjög gerlegt. En við hefðum getað verið komin miklu lengra og mér finnst ekki afsökun að segja þetta er svo lítill hópur, alls ekki. Þetta er íslenskt mál og við erum á Íslandi,“ segir Emilia. Fjölskyldan er utan af landi en býr í Kópavogi og Christofer hefur eins og sakir standa ekki val um annað en að sækja leikskóla og grunnskóla í hlíðunum. „Við höfum ekki baklandið hér heldur. Og það er ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á því að við höfum ekki val um að flytja neitt annað. Ef það væri eitthvert annað væri það bara erlendis,“ segir Emilia. Táknmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira
Christofer Gylfi Róbertsson er með alvarlega heyrnarskerðingu vegna veirusýkingar sem móðir hans fékk á meðgöngu. Hann fór í kuðungsígræðslu sem framkvæmd var í tveimur aðgerðum, sú seinni reyndar eftir talsverða þrautagöngu, í Svíþjóð. Christofer fékk ekki inni á leikskólanum Sólborg í Reykjavík fyrr en við þriggja ára aldur, þar sem hann fær loksins kennslu í bæði tal- og taknmáli. Hann verður sex ára í sumar og er nú með málþroska á við tveggja ára barn - og það er langur vegur framundan. „Hann virðist dragast meira að táknmálinu og honum líður ofboðslega vel í táknmálinu, hann er mjög sjónrænn,“ segir Emila C. Gylfadóttir, móðir Christofers. Telur það mjög gerlegt að taka upp táknmálskennslu Emilia segir þungu fargi af sér létt að Christofer fái loksins kennslu og úrræði við hæfi. En það breyti því ekki að enginn í fjölskyldunni skilji eða tali táknmál. Christofer hafi margoft reynt að gera sig skiljanlegan - og foreldrarnir þurft að giska á hvað hann meini. Stundum hafi þeim hreinlega ekki tekist að ráða sig fram úr því. Emilia furðar sig á því hversu lítið sé lagt upp úr táknmáli í skólakerfinu í ljósi þess að allt að 20 þúsund Íslendinga séu heyrnarskertir. „Ég vil að það verði tekin upp táknmálskennsla í öllum grunnskólum, menntaskólum, háskólum á landinu og ég held að það sé bara mjög gerlegt. En við hefðum getað verið komin miklu lengra og mér finnst ekki afsökun að segja þetta er svo lítill hópur, alls ekki. Þetta er íslenskt mál og við erum á Íslandi,“ segir Emilia. Fjölskyldan er utan af landi en býr í Kópavogi og Christofer hefur eins og sakir standa ekki val um annað en að sækja leikskóla og grunnskóla í hlíðunum. „Við höfum ekki baklandið hér heldur. Og það er ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á því að við höfum ekki val um að flytja neitt annað. Ef það væri eitthvert annað væri það bara erlendis,“ segir Emilia.
Táknmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira