Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 14:59 Í miklum vindi og úrkomu leysir snjóinn fyrr. vísir/vilhelm Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. „Það verður mikill vindur og rigning og þá bráðnar snjórinn sem hefur safnast upp síðustu daga mjög hratt. Þannig að það er þetta vatnstjón sem er oft svo erfitt að eiga við og við höfum áhyggjur af,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Fólk ætti að reyna að huga að niðurföllum í kring um sig þar sem óvíst sé að sveitarfélögin nái að hreinsa þau öll fyrir kvöldið. „Það geta myndast stórir pollar og flætt að húsum ef vatn kemst ekki að niðurföllum,“ segir Víðir. Foreldrar fylgist vel með fréttum um skólahald Einnig er hætta á að lausamunir fjúki og þá gæti orðið meira foktjón enda gert ráð fyrir miklum vindi. Hviðurnar gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu á suðvesturhorninu í kvöld. „Svona veðri geta líka fylgt rafmagnstruflanir. Þetta byrjar í kvöld og verður eitthvað inn í nóttina en svo er þeitta eiginlega tvískipt því að það kemur aftur vont veður í fyrramálið. Það er ekki alveg ljóst í hvaða formi úrkoman verður þá og við bíðum bara eftir að sjá nýjustu spárnar frá Veðurstofunni sem koma síðar í dag,“ segir Víðir. Því sé of snemmt að ætla að mæla með lokun skóla eins og gert var fyrir tveimur vikum þegar rauð viðvörun var síðast gefin út á höfuðborgarsvæðinu. „En foreldrar þurfa allavega að gera ráð fyrir því að þurfa að fylgja börnunum í skólann á morgun og bara að fylgjast vel með fréttum í kvöld og í fyrramálið og sjá hver staðan verður.“ Engar ferðir milli landshluta Hann segir þá ljóst að ekkert ferðaveður sé milli landshluta á Suðvesturhorninu og víðar um land í kvöld og í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur ekki verið tekin ákvörðun um að fresta ferðum strætisvagna enn sem komið er en akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða mun ekki vera með ferðir í kvöld. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ljóst að það verði einhverjar raskanir á ferðum úti á landi. Það verði þó að koma betur í ljós þegar líður á daginn hvaða vegir verða opnir og hvar vindur verður mestur. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
„Það verður mikill vindur og rigning og þá bráðnar snjórinn sem hefur safnast upp síðustu daga mjög hratt. Þannig að það er þetta vatnstjón sem er oft svo erfitt að eiga við og við höfum áhyggjur af,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Fólk ætti að reyna að huga að niðurföllum í kring um sig þar sem óvíst sé að sveitarfélögin nái að hreinsa þau öll fyrir kvöldið. „Það geta myndast stórir pollar og flætt að húsum ef vatn kemst ekki að niðurföllum,“ segir Víðir. Foreldrar fylgist vel með fréttum um skólahald Einnig er hætta á að lausamunir fjúki og þá gæti orðið meira foktjón enda gert ráð fyrir miklum vindi. Hviðurnar gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu á suðvesturhorninu í kvöld. „Svona veðri geta líka fylgt rafmagnstruflanir. Þetta byrjar í kvöld og verður eitthvað inn í nóttina en svo er þeitta eiginlega tvískipt því að það kemur aftur vont veður í fyrramálið. Það er ekki alveg ljóst í hvaða formi úrkoman verður þá og við bíðum bara eftir að sjá nýjustu spárnar frá Veðurstofunni sem koma síðar í dag,“ segir Víðir. Því sé of snemmt að ætla að mæla með lokun skóla eins og gert var fyrir tveimur vikum þegar rauð viðvörun var síðast gefin út á höfuðborgarsvæðinu. „En foreldrar þurfa allavega að gera ráð fyrir því að þurfa að fylgja börnunum í skólann á morgun og bara að fylgjast vel með fréttum í kvöld og í fyrramálið og sjá hver staðan verður.“ Engar ferðir milli landshluta Hann segir þá ljóst að ekkert ferðaveður sé milli landshluta á Suðvesturhorninu og víðar um land í kvöld og í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur ekki verið tekin ákvörðun um að fresta ferðum strætisvagna enn sem komið er en akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða mun ekki vera með ferðir í kvöld. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ljóst að það verði einhverjar raskanir á ferðum úti á landi. Það verði þó að koma betur í ljós þegar líður á daginn hvaða vegir verða opnir og hvar vindur verður mestur. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó
Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47