Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 10:06 Magnea Rún Magnúsdóttir og Kristján Már Þorsteinsson. Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. Málið vakti talsverða athygli í vikunni en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi kennaranum átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar frá skólanum. Kennaranum var sagt upp eftir að hann rak nemanda löðrung en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem nemandinn hefði sjálfur slegið kennarann á undan. Kennarasamband Íslands fjallaði um niðurstöðu dómsins á vef sínum áður en hann var birtur, þar sem Dalvíkurskóli er nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. Foreldrar nemandans telja þetta ámælisverða framsetningu og telja kennarann jafnframt hafa gerst sekan um trúnaðarbrest með því að ræða atvikið við aðra nemendur og nafngreina dóttur þeirra. „Dalvíkurbyggð kemur ekki fram eða Dalvíkurskóli kemur ekki fram í dómnum sjálfum,“ segir Magnea Rún Magnúsdóttir móðir stúlkunnar. „En einhverra hluta vegna fann Kennarasambandið sig knúið að tiltaka að þetta væri Dalvíkurbyggð og þar með var búið að benda á dóttur okkar því við búum hér í litlu 2000 manna samfélagi og þar með gátu allir lesið á milli línanna,“ segir Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar. Blöskraði umræðan um dótturina Þess vegna hafi þau fundið sig knúin, með samþykki dóttur sinnar, að birta pistil um sína hlið málsins. Þau lýsa því til að mynda í pistlinum að dóttir þeirra hafi í aðdraganda atviksins gengið í gegnum mikið þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Það hafi tekið gríðarlega á þau og dóttur þeirra að lesa í athugasemdakerfum að hún væri forhertur vandræðagemlingur og óalandi nemandi - og sumir beinlínis hvatt til þeirrar hegðunar sem kennarinn sýndi af sér. „Þetta er það nýtilkomið að við tökum ekki einu sinni dag fyrir dag heldur klukkutíma fyrir klukkutíma,“ segir Kristján. Þá hafi þau fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau stigu fram. „Og bara alls konar reynslusögur af fólki sem hefur lent í kennurum og allavega, án þess að ég sé að niðra þessa stétt á nokkurn hátt,“ segir Kristján. „Þeirra starf er mjög óeigingjarnt og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en það þarf eitthvað að breytast í þessu klukkuverki,“ segir Magnea. Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Málið vakti talsverða athygli í vikunni en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi kennaranum átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar frá skólanum. Kennaranum var sagt upp eftir að hann rak nemanda löðrung en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem nemandinn hefði sjálfur slegið kennarann á undan. Kennarasamband Íslands fjallaði um niðurstöðu dómsins á vef sínum áður en hann var birtur, þar sem Dalvíkurskóli er nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. Foreldrar nemandans telja þetta ámælisverða framsetningu og telja kennarann jafnframt hafa gerst sekan um trúnaðarbrest með því að ræða atvikið við aðra nemendur og nafngreina dóttur þeirra. „Dalvíkurbyggð kemur ekki fram eða Dalvíkurskóli kemur ekki fram í dómnum sjálfum,“ segir Magnea Rún Magnúsdóttir móðir stúlkunnar. „En einhverra hluta vegna fann Kennarasambandið sig knúið að tiltaka að þetta væri Dalvíkurbyggð og þar með var búið að benda á dóttur okkar því við búum hér í litlu 2000 manna samfélagi og þar með gátu allir lesið á milli línanna,“ segir Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar. Blöskraði umræðan um dótturina Þess vegna hafi þau fundið sig knúin, með samþykki dóttur sinnar, að birta pistil um sína hlið málsins. Þau lýsa því til að mynda í pistlinum að dóttir þeirra hafi í aðdraganda atviksins gengið í gegnum mikið þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Það hafi tekið gríðarlega á þau og dóttur þeirra að lesa í athugasemdakerfum að hún væri forhertur vandræðagemlingur og óalandi nemandi - og sumir beinlínis hvatt til þeirrar hegðunar sem kennarinn sýndi af sér. „Þetta er það nýtilkomið að við tökum ekki einu sinni dag fyrir dag heldur klukkutíma fyrir klukkutíma,“ segir Kristján. Þá hafi þau fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau stigu fram. „Og bara alls konar reynslusögur af fólki sem hefur lent í kennurum og allavega, án þess að ég sé að niðra þessa stétt á nokkurn hátt,“ segir Kristján. „Þeirra starf er mjög óeigingjarnt og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en það þarf eitthvað að breytast í þessu klukkuverki,“ segir Magnea.
Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10