Arna Magnea Danks, leikkona, áhættuleikstjóri og kennari, og Álfur Birkir Bjarnason, landvörður og líffræðinemi sækjast eftir formannssætinu en núverandi formaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, gefur ekki kost á sér að nýju eftir þriggja ára formannssetu.
Ásamt þeim Örnu og Álfi sækjast fimm eftir þremur sætum í stjórn samtakanna. Þau eru:
- Anna Íris Pétursdóttir
- Ásgeir Ásgeirsson
- Bjarndís Helga Tómasdóttir
- Mars M. Proppé
- Vera Illugadóttir

Helgina 5. og 6. mars standa samtökin fyrir Landsþingi hinsegin fólks. Þar verður fjöldi viðburða, málstofa og erinda, og eru öll hjartanlega velkomin, að því er segir í tilkynningu frá Samtökunum.