Hundruð strandaglópa í Bláa lóninu Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2022 22:23 Tveir viðmælendur Vísis áætla að allt að 800 manns séu nú strand í Bláa lóninu. Aðsend Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið. Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti að yfirgefa Bláa lónið ásamt fjörutíu manna ferðamannahóp en hefur hvorki komist lönd né strönd vegna veðurs. Af þeim fjörutíu eru minnst átta sem þurfa að vera komin upp á flugvöll fyrir fyrsta hanagal á morgun. Ásgeir segir þá farþega vera orðna ansi stressaða, í samtali við Vísi. Hann áætlar að um sex til átta hundruð manns séu nú strandaglópar í Bláa lóninu og annar leiðsögumaður sem hringdi inn á fréttastofu skaut á sama fjölda. Arnar Steinn Elísson svæðisstjórnandi hjá Landsbjörgu segir hins vegar að um 330 manns séu á svæðinu. Ásgeir segir að nokkuð vel fari um fólkið miðað við aðstæður og að Bláa lónið og starfsmenn þess eigi heiður skilið fyrir þjónustuna. Veitingastaður og bar sé opinn fram yfir auglýstan opnunartíma og fólk hafi fengið kaffi og ís í boði lónsins. Bílar á Grindavíkurvegi tefja Vegagerðina Arnar Steinn segir í samtali við Vísi að þegar sé búið að opna Reykjanesbraut á ný en að ekki hafi tekist að opna Grindavíkurveg ennþá. Hann segir að bílar sem hafa fests á veginum í dag séu í vegi snjóruðningstækja og því þurfi að losa þá áður en hafist verður handa að ruðningi. Hann segir skyggni og færð á veginum hafa verið mjög slæma í allan dag og að mikið hafi mætt á björgunarsveitafólki á svæðinu. „Þetta er bara búið að vera eins og snjóbolti í allan dag,“ segir hann. Arnar Steinn segist vonast til þess að búið verði að ná bílum af veginum eftir um þrjátíu mínútur. Þá segir hann að þegar unnt verði að opna veginn muni björgunarsveitir framkvæma svokallaðan fylgdarakstur enda er enn hvasst á svæðinu, um nítján metrar á sekúndu. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að stórar rútur muni keyra veginn frá Bláa lóninu í svo miklu hvassviðri enda séu rútubílstjórar almennt öllu vanir. Veltir fyrir sér hvort öllum brögðum sé beitt Ásgeir varpaði fram þeirri spurningu hvort Vegagerðin reri að því öllum árum að ryðja Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg til þess að fólk missi ekki af sínu flugi. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ferðamennirnir komist til Reykjavíkur áður en flogið verður enda þurfi þeir að pakka og þess háttar. Hann segist þó ekki fullyrða neitt um það að Vegagerðin sé ekki að nota öll sín tæki og tól til að bjarga málunum. Arnar Steinn tekur undir með Ásgeiri og segir mikilvægt að halda Reykjanesbrautinni opinni enda sé flug frá Keflavík enn á áætlun. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Grindavík Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti að yfirgefa Bláa lónið ásamt fjörutíu manna ferðamannahóp en hefur hvorki komist lönd né strönd vegna veðurs. Af þeim fjörutíu eru minnst átta sem þurfa að vera komin upp á flugvöll fyrir fyrsta hanagal á morgun. Ásgeir segir þá farþega vera orðna ansi stressaða, í samtali við Vísi. Hann áætlar að um sex til átta hundruð manns séu nú strandaglópar í Bláa lóninu og annar leiðsögumaður sem hringdi inn á fréttastofu skaut á sama fjölda. Arnar Steinn Elísson svæðisstjórnandi hjá Landsbjörgu segir hins vegar að um 330 manns séu á svæðinu. Ásgeir segir að nokkuð vel fari um fólkið miðað við aðstæður og að Bláa lónið og starfsmenn þess eigi heiður skilið fyrir þjónustuna. Veitingastaður og bar sé opinn fram yfir auglýstan opnunartíma og fólk hafi fengið kaffi og ís í boði lónsins. Bílar á Grindavíkurvegi tefja Vegagerðina Arnar Steinn segir í samtali við Vísi að þegar sé búið að opna Reykjanesbraut á ný en að ekki hafi tekist að opna Grindavíkurveg ennþá. Hann segir að bílar sem hafa fests á veginum í dag séu í vegi snjóruðningstækja og því þurfi að losa þá áður en hafist verður handa að ruðningi. Hann segir skyggni og færð á veginum hafa verið mjög slæma í allan dag og að mikið hafi mætt á björgunarsveitafólki á svæðinu. „Þetta er bara búið að vera eins og snjóbolti í allan dag,“ segir hann. Arnar Steinn segist vonast til þess að búið verði að ná bílum af veginum eftir um þrjátíu mínútur. Þá segir hann að þegar unnt verði að opna veginn muni björgunarsveitir framkvæma svokallaðan fylgdarakstur enda er enn hvasst á svæðinu, um nítján metrar á sekúndu. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að stórar rútur muni keyra veginn frá Bláa lóninu í svo miklu hvassviðri enda séu rútubílstjórar almennt öllu vanir. Veltir fyrir sér hvort öllum brögðum sé beitt Ásgeir varpaði fram þeirri spurningu hvort Vegagerðin reri að því öllum árum að ryðja Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg til þess að fólk missi ekki af sínu flugi. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ferðamennirnir komist til Reykjavíkur áður en flogið verður enda þurfi þeir að pakka og þess háttar. Hann segist þó ekki fullyrða neitt um það að Vegagerðin sé ekki að nota öll sín tæki og tól til að bjarga málunum. Arnar Steinn tekur undir með Ásgeiri og segir mikilvægt að halda Reykjanesbrautinni opinni enda sé flug frá Keflavík enn á áætlun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Grindavík Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira