Innlent

Fólk haldi sig heima vegna ó­færðar

Árni Sæberg skrifar
Betra er að vera á vel búnum bíl þegar færð er slæm.
Betra er að vera á vel búnum bíl þegar færð er slæm. Landsbjörg/Eydís Marinósdóttir

Veður hefur gert fólki lífið leitt í dag og björgunasveitir hafa sinnt um þrjátíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og svipuðum fjölda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Lögreglan segir einfaldlega best að halda sig heima í kvöld.

Ökumenn hafa verið í miklum vandræðum í dag og björgunarsveitir hafa haft nóg að gera við að aðstoða þá, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Þá hafa allmargir árekstar verið tilkynntir til lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að færð sé víða erfið, sérstaklega í efri byggðum. Áframhaldandi skafrenningu sé spáð.

„Í svona veðri og færð er einfaldlega best að halda sig heima og hafa það notalegt og ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu. Að síðustu minnum við á að gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á höfuðborgarsvæðinu allt til kl. 9 í fyrramálið. Förum varlega,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×