Ekkert sé til í því að fyrirtæki maki krókinn með styrkjum Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 22:12 Halldór Benjamín, sem er framkvæmdastjóri SA, segir að ef ekki hefði verið brugðist við beiðni samtakanna hefði verið dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert benda til þess að fullyrðing Alþýðusambandsins, um að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum, eigi við rök að styðjast. Hann fagnar því þó að ASÍ kalli eftir ábyrgð í ríkisfjármálum. Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessar áhyggjur Alþýðusambandsins eigi við rök að styðjast, ég þekki í raun ekkert dæmi þess efnis. Hins vegar hlýt ég að fagna því að Alþýðusambandið ætlar að leggjast á sveif með Samtökum atvinnulífsins og kalla eftir vandaðri ráðstöfun opinbers fjár. Þar eiga þau öflugan bandamann í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis í dag. Honum finnst yfirlýsing ASÍ samt sem áður bera merki einhvers konar pólitísks yfirklórs og vera ósmekklega orðuð. Eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir styrki Halldór Benjamín segir ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hann segir að sumum styrkjum hafi fylgt skilyrði um arðgreiðslur og þess háttar en ekki öllum. Því þurfi Alþýðusambandið, sem og SA, að lúta vilja löggjafans og geti ekki krafist þess að fyrirtæki sem greiða arð endurgreiði styrki. Bæði sérfræðingar ASÍ og SA hafi komið fyrir þingnefndir og komið sínum sjónarmiðum á framfæri við lagasetninguna. „Því miður virðist í þessu dæmi að Alþýðusambandið sé að fetta fingur út í það að ekki hafi verið hlustað tillögur þeirra í öllum efnum,“ segir hann. Heyra má viðtal við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stéttarfélög Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessar áhyggjur Alþýðusambandsins eigi við rök að styðjast, ég þekki í raun ekkert dæmi þess efnis. Hins vegar hlýt ég að fagna því að Alþýðusambandið ætlar að leggjast á sveif með Samtökum atvinnulífsins og kalla eftir vandaðri ráðstöfun opinbers fjár. Þar eiga þau öflugan bandamann í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis í dag. Honum finnst yfirlýsing ASÍ samt sem áður bera merki einhvers konar pólitísks yfirklórs og vera ósmekklega orðuð. Eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir styrki Halldór Benjamín segir ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hann segir að sumum styrkjum hafi fylgt skilyrði um arðgreiðslur og þess háttar en ekki öllum. Því þurfi Alþýðusambandið, sem og SA, að lúta vilja löggjafans og geti ekki krafist þess að fyrirtæki sem greiða arð endurgreiði styrki. Bæði sérfræðingar ASÍ og SA hafi komið fyrir þingnefndir og komið sínum sjónarmiðum á framfæri við lagasetninguna. „Því miður virðist í þessu dæmi að Alþýðusambandið sé að fetta fingur út í það að ekki hafi verið hlustað tillögur þeirra í öllum efnum,“ segir hann. Heyra má viðtal við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stéttarfélög Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira