Kýldi 65 ára mann ítrekað í andlitið við handtöku og ákærður fyrir líkamsárás Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2022 15:06 Vegfarandi reyndi að stöðva lögregluþjóninn þegar hann sat á hinum 65 ára gamla Monroque og sló hann ítrekað í andlitið. Lögregluþjónn var í vikunni ákærður í Flórída í Bandaríkjunum fyrir líkamsárás, eftir að hann sló 65 ára gamlan svartan mann ítrekað í andlitið við handtöku. Þá setti lögregluþjónninn hné sitt á andlit mannsins, þegar búið var að handjárna hann. Atvikið átti sér stað í nóvember 2019 en þá voru lögregluþjónar kallaðir til verslunar í West Palm Beach þar sem John Monroque var sakaður um að vera í leyfisleysi. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang, þeir Nicholas Lordi og Jamesloo Charles. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Charles hafi veri að skoða skilríki Monroque þegar Lordi sló hinum 65 ára gamla manni í húdd lögreglubílsins. Við það hófust átök þeirra á milli og reyndu lögregluþjónarnir að handjárna Monroque. Að endingu lágu Monroque og Lordi í götunni þar sem lögregluþjónninn hékk á baki Manroque og sló hann ítrekað í andlitið. Á engum tímapunkti sló Monroque til baka. Lordi settist svo á Monroque og sló hann nokkrum sinnum í höfuðið til viðbótar svo hann nefbrotnaði, þar til vegfarandi reyndi að stöðva hann. Charles, hinn lögregluþjónninn, stöðvaði vegfarandann þó. Monroque var handjárnaður þar sem hann lá meðvitundarlaus í götunni. Þegar hann rankaði við sér streittist Monroque á móti en við það sett Lordi hné sitt og líkamsþunga á höfuð Monroque. Þetta var nokkrum mánuðum áður en lögregluþjónn myrti George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum með sambærilegum aðferðum. Myndband af atvikinu má sjá í meðfylgjandi frétt NBC News. Monroque var fluttur á sjúkrahús vegna nefbrotsins og varði tuttugu dögum í varðhaldi. Málið gegn honum var fellt niður ári síðar. Við skýrslutöku árið 2020 sagði Lordi að Monroque hefði sýnt sér vanvirðingu, ekki hlýtt skipunum og streist á móti. Hann sagði rannsakendum að hann hefði neyðst til að beita valdi þegar Monroque hafi reynt að grípa í byssu Charles. Þá sagðist Lordi hafa slegið Monroque nokkrum sinnum í andlitið til að fá hann til að hætta að streitast á móti. Rannsókn leiddi þó í ljós að orð hans voru ekki í takti við það sem gerðist. Lögmenn Monroque segja Lordi eiga sér sögu valdbeitingar en opinber gögn sýna að honum hefur áður verið refsað fyrir hegðun og hafi minnst fimmtán sinnum beitt valdi frá 2015. Bandaríkin Tengdar fréttir Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05 Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32 Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Atvikið átti sér stað í nóvember 2019 en þá voru lögregluþjónar kallaðir til verslunar í West Palm Beach þar sem John Monroque var sakaður um að vera í leyfisleysi. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang, þeir Nicholas Lordi og Jamesloo Charles. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Charles hafi veri að skoða skilríki Monroque þegar Lordi sló hinum 65 ára gamla manni í húdd lögreglubílsins. Við það hófust átök þeirra á milli og reyndu lögregluþjónarnir að handjárna Monroque. Að endingu lágu Monroque og Lordi í götunni þar sem lögregluþjónninn hékk á baki Manroque og sló hann ítrekað í andlitið. Á engum tímapunkti sló Monroque til baka. Lordi settist svo á Monroque og sló hann nokkrum sinnum í höfuðið til viðbótar svo hann nefbrotnaði, þar til vegfarandi reyndi að stöðva hann. Charles, hinn lögregluþjónninn, stöðvaði vegfarandann þó. Monroque var handjárnaður þar sem hann lá meðvitundarlaus í götunni. Þegar hann rankaði við sér streittist Monroque á móti en við það sett Lordi hné sitt og líkamsþunga á höfuð Monroque. Þetta var nokkrum mánuðum áður en lögregluþjónn myrti George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum með sambærilegum aðferðum. Myndband af atvikinu má sjá í meðfylgjandi frétt NBC News. Monroque var fluttur á sjúkrahús vegna nefbrotsins og varði tuttugu dögum í varðhaldi. Málið gegn honum var fellt niður ári síðar. Við skýrslutöku árið 2020 sagði Lordi að Monroque hefði sýnt sér vanvirðingu, ekki hlýtt skipunum og streist á móti. Hann sagði rannsakendum að hann hefði neyðst til að beita valdi þegar Monroque hafi reynt að grípa í byssu Charles. Þá sagðist Lordi hafa slegið Monroque nokkrum sinnum í andlitið til að fá hann til að hætta að streitast á móti. Rannsókn leiddi þó í ljós að orð hans voru ekki í takti við það sem gerðist. Lögmenn Monroque segja Lordi eiga sér sögu valdbeitingar en opinber gögn sýna að honum hefur áður verið refsað fyrir hegðun og hafi minnst fimmtán sinnum beitt valdi frá 2015.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05 Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32 Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05
Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32
Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33