Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 102-76 | Stórsigur í Suðurnesjaslagnum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 22:30 Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar unnu öruggan 26 stiga sigur er liðið tók á móti Grindvíkingum í Suðurnesjaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 102-76, en með sigrinum lyftu Njarðvíkingar sér upp í annað sæti deildarinnar. Leikurinn var jafn til að byrja með og liðin skiptust á að hafa forystuna. Ivan Aurrecoechea fór mikinn í byrjun og gerði Njarðvíkingum erfitt fyrir. Að sama skapi var Haukur Helgi Pálsson öflugur sóknarlega fyrir Njarðvíkinga. Í öðrum leikhluta skildi hins vegar leiðir. Njarðvíkingar skerptu verulega á varnarleik sínum og gestirnir þurftu að hafa mikið fyrir sínum stigum. Heimamenn voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum á meðan gestirnir þurftu að treysta mikið á áðurnefndan Ivan og EC Matthews. Í hálfleik voru Njarðvíkingar komnir tólf stigum yfir, staðan þá 51-39. Í síðari hálfleik var síðan eiginlega aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Njarðvíkingar héldu áfram að spila öfluga vörn og gestirnir áttu engin svör. Eftir þriðja leikhluta var staðan 74-58 og heimamenn voru fljótir að koma muninum vel yfir 20 stigin í upphafi þess fjórða. Stemmningin á pöllunum hjá Njarðvík var frábær og þeir sigldu sigrinum örugglega í höfn. Yngri leikmenn fengu að spreyta sig í lokin og leikurinn fjaraði rólega út. Lokatölur 102-76 og Njarðvík þar með að vinna sinn níunda sigur í síðustu tíu leikjum. Af hverju vann Njarðvík? Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld voru Njarðvíkingar betri á öllum sviðum leiksins. Þeir spiluðu góðan varnarleik lengst af og gestirnir áttu fá svör. Grindvíkingar létu ýmsilegt fara í taugarnar á sér og vantaði að fá framlag frá fleiri leikmönnum. Njarðvíkingar áttu auðvelt með að brjóta vörn Grindavíkur á bak aftur sem sést best á því að þeir skoruðu yfir 100 stig í kvöld. Þeir hittu vel og vagg og veltu sóknin þeirra gekk oft fullkomlega upp. Þessir stóðu upp úr: Það voru margir að leggja í púkkið hjá Njarðvík. Dedrick Basile var frábær með 19 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Mario Matosevic skilaði 20 stigum og 8 fráköstum. Haukur Helgi Pálsson, Veigar Páll Alexandersson, Nico Richotti og Fotios Lampropoulos voru síðan allir nálægt 20 framlagsstigum. Hjá Grindavík byrjaði Ivan Aurrecoechea mjög vel og EC Matthews var mjög góður í fyrri hálfleik. Aðrir geta mun betur. Hvað gekk illa? Grindvíkingum gengur illa að tengja saman sigra. Þeir hafa ekki náð að vinna tvo leiki í röð síðan í nóvember og það er áhyggjuefni. Þeir létu Njarðvíkinga ýta sér út úr sínum leik og voru í vandræðum bæði í vörn og sókn. Þá þurfa Grindvíkingar framlag frá fleiri leikmönnum. Þeir treysta um of á Ivan og EC í sókninni og gekk illa að spila öðrum inn í leikinn. Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjahlé. Eftir það fær Grindavík Vestra í heimsókn og Njarðvík fer í Kópavoginn og mætir þar Blikum. Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta Benedikt Guðmundsson var ánægður með sína menn í Njarðvík í kvöld.Vísir/Vilhelm „Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en í öðrum leikhluta komust Njarðvíkingar að komast skrefi á undan. Í síðari hálfleik voru þeir svo miklu betra liðið og lönduðu öruggum sigri. „Við náðum að ráða við EC Matthews, hann var auðvitað geggjaður í fyrri hálfleik. Við náðum að hægja töluvert á honum í seinni hálfleik.“ Heimamenn voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum, sex leikmenn skoruðu yfir 10 stig á meðan þrír leikmenn Grindvíkinga skoruðu 62 af 76 stigum þeirra. „Breiddin er fín og við vorum að hreyfa boltann vel. Við ráðumst á Ivan í vagg og veltu vörninni og þeir voru í vandræðum með það, við reyndum að mjólka það eins og við gátum.“ „Við náðum þessari svikamyllu að ná í sniðskot eða opið skot fyrir utan. Menn voru að hitta vel og það hjálpar. Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta vel.“ Sigurinn er sá níundi í síðustu tíu leikjum hjá Njarðvík. Benedikt vildi lítið segja um það hvort Njarðvíkingarnir væru liðið fyrir aðra að vinna núna. „Við látum einhverja aðra tala um það og einbeitum okkur að okkur sjálfum. Það getur svo mikið gerst. Við erum hugsanlega með smá forskot á þessi lið sem hafa verið að gera breytingar, við erum með sama liðið á meðan önnur lið eru að aðlaga nýja menn inn.“ „Þið verðið að meta þetta þið sem eruð að fjalla um þetta flotta sport,“ sagði Benedikt að lokum. Daníel Guðni: Framlagið í vörn og sókn var bara lélegt Daníel Guðni var ósáttur með margt í leik Grindavíkurliðsins.Vísir/Hulda Margrét Daníel Guðni Guðmundsson var ósáttur með sitt lið í leiknum í kvöld. „Frammistaðan var hræðileg. Við vorum virkilega slakir í kvöld og litlir í okkur og létum ýta okkur út úr hlutunum. Við vorum ágætir í fyrsta leikhluta. Síðan byrjaði aðeins að fjara undan þessu í öðrum leikhluta og mér fannst lélegt hvernig orkan einhvern veginn datt niður hjá okkur“ „Þegar þeir ná áhlaupi urðum við litlir í okkur. Við vorum bara vitlausir í sókn, skipta á einhverjum hindrunum og fara út fyrir teig í staðinn fyrir að fara niður í teig og öskra á boltann. Það var alls konar svona og ég er bara mjög ósáttur með þetta.“ Það mundaði tólf stigum í hálfleik og leikurinn enn opinn. Daníel var ekki sáttur með hvernig Grindavíkurliðið kom út í seinni hálfleikinn. „Að fara með einhverja áætlun um að rífa orkustigið upp og gera einhverja hluti. En nei nei, það var bara saman sagan og menn ætla að ráða sjálfir hvernig þeir spila í vörn og sókn. Þetta var mjög lélegt. Við fórum út úr því sem við erum búnir að leggja upp og gera þetta eitthvað þægilegra og hvað gerist, þeir rúlla yfir okkur.“ Daníel talaði um það fyrir leik að Grindvíkingar þyrftu að fara að tengja saman sigra en liðið hefur ekki náð að vinna tvo leiki í röð síðan í nóvember. „Þetta er áhyggjuefni. Mér nokk sama á móti hverjum við erum að spila, það eru tvö stig í boði í hverjum leik. Ef við náum ekki að tengja sigra saman þá er þetta erfitt og leiðinlegt. Við náum þá ekki þessum takti sem við þurfum.“ „Við þurfum bara að vera brattir, girða okkur í brók og rífa okkur í gang. Þessar sveiflur á milli leikja eru óþolandi. Það er eins og menn séu á bleiku skýi eftir að vinna Val. Koma svo hingað í hörku nágrannaslag, þar sem loksins eru áhorfendur og stemmning, og eru bara litlir.“ „Framlagið frá leikmönnum í vörn og sókn í kvöld var bara lélegt.“ Ólafur: Þurfum að laga þetta væl Það var ekki mikið sem Ólafur Ólafsson gat glaðst yfir í leiknum gegn Njarðvík í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Við bara fylgdum ekki ákveðnu og einföldu plani sem við vorum búnir að setja upp. Við leyfðum Njarðvíkingum að ýta okkur úr úr hlutum og við vorum bara mjúkir,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, eftir tapið stóra gegn Njarðvík í kvöld. Njarðvíkurliðið er hörkugott og var að vinna sinn níunda sigur í síðustu tíu leikjum. Ólafur sagði þá alls ekki óstöðvandi. „Ef þú spilar vel og fylgir leikskipulagi þá hefði þessi leikur ekki farið svona í kvöld. Þá hefði hann getað endað báðum megin. Þeir voru að fylgja plani en við ekki og þess venga töpuðum við með þrjátíu stigum í kvöld.“ „Þetta er sterk deild og það geta allir unnið alla. Þeir voru fastari fyrir og við vorum fljótir að byrja að röfla í staðinn fyrir að mæta þeim. Við þurfum að líta í eigin barm og laga þetta væl.“ Grindavík hefur ekki náð að vinna tvo leiki í röð í deildinni síðan í nóvember en þeir unnu góðan sigur á Val í síðustu umferð. „Þeir mættu eins og við gerðum gegn Val. Þeir voru fastir fyrir og ýttu okkur út úr okkar. Þegar menn mæta ekki með hausinn rétt skrúfaðan á þá bara tapar maður.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Grindavík Tengdar fréttir Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta „Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. 18. febrúar 2022 22:12
Njarðvíkingar unnu öruggan 26 stiga sigur er liðið tók á móti Grindvíkingum í Suðurnesjaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 102-76, en með sigrinum lyftu Njarðvíkingar sér upp í annað sæti deildarinnar. Leikurinn var jafn til að byrja með og liðin skiptust á að hafa forystuna. Ivan Aurrecoechea fór mikinn í byrjun og gerði Njarðvíkingum erfitt fyrir. Að sama skapi var Haukur Helgi Pálsson öflugur sóknarlega fyrir Njarðvíkinga. Í öðrum leikhluta skildi hins vegar leiðir. Njarðvíkingar skerptu verulega á varnarleik sínum og gestirnir þurftu að hafa mikið fyrir sínum stigum. Heimamenn voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum á meðan gestirnir þurftu að treysta mikið á áðurnefndan Ivan og EC Matthews. Í hálfleik voru Njarðvíkingar komnir tólf stigum yfir, staðan þá 51-39. Í síðari hálfleik var síðan eiginlega aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Njarðvíkingar héldu áfram að spila öfluga vörn og gestirnir áttu engin svör. Eftir þriðja leikhluta var staðan 74-58 og heimamenn voru fljótir að koma muninum vel yfir 20 stigin í upphafi þess fjórða. Stemmningin á pöllunum hjá Njarðvík var frábær og þeir sigldu sigrinum örugglega í höfn. Yngri leikmenn fengu að spreyta sig í lokin og leikurinn fjaraði rólega út. Lokatölur 102-76 og Njarðvík þar með að vinna sinn níunda sigur í síðustu tíu leikjum. Af hverju vann Njarðvík? Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld voru Njarðvíkingar betri á öllum sviðum leiksins. Þeir spiluðu góðan varnarleik lengst af og gestirnir áttu fá svör. Grindvíkingar létu ýmsilegt fara í taugarnar á sér og vantaði að fá framlag frá fleiri leikmönnum. Njarðvíkingar áttu auðvelt með að brjóta vörn Grindavíkur á bak aftur sem sést best á því að þeir skoruðu yfir 100 stig í kvöld. Þeir hittu vel og vagg og veltu sóknin þeirra gekk oft fullkomlega upp. Þessir stóðu upp úr: Það voru margir að leggja í púkkið hjá Njarðvík. Dedrick Basile var frábær með 19 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Mario Matosevic skilaði 20 stigum og 8 fráköstum. Haukur Helgi Pálsson, Veigar Páll Alexandersson, Nico Richotti og Fotios Lampropoulos voru síðan allir nálægt 20 framlagsstigum. Hjá Grindavík byrjaði Ivan Aurrecoechea mjög vel og EC Matthews var mjög góður í fyrri hálfleik. Aðrir geta mun betur. Hvað gekk illa? Grindvíkingum gengur illa að tengja saman sigra. Þeir hafa ekki náð að vinna tvo leiki í röð síðan í nóvember og það er áhyggjuefni. Þeir létu Njarðvíkinga ýta sér út úr sínum leik og voru í vandræðum bæði í vörn og sókn. Þá þurfa Grindvíkingar framlag frá fleiri leikmönnum. Þeir treysta um of á Ivan og EC í sókninni og gekk illa að spila öðrum inn í leikinn. Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjahlé. Eftir það fær Grindavík Vestra í heimsókn og Njarðvík fer í Kópavoginn og mætir þar Blikum. Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta Benedikt Guðmundsson var ánægður með sína menn í Njarðvík í kvöld.Vísir/Vilhelm „Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en í öðrum leikhluta komust Njarðvíkingar að komast skrefi á undan. Í síðari hálfleik voru þeir svo miklu betra liðið og lönduðu öruggum sigri. „Við náðum að ráða við EC Matthews, hann var auðvitað geggjaður í fyrri hálfleik. Við náðum að hægja töluvert á honum í seinni hálfleik.“ Heimamenn voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum, sex leikmenn skoruðu yfir 10 stig á meðan þrír leikmenn Grindvíkinga skoruðu 62 af 76 stigum þeirra. „Breiddin er fín og við vorum að hreyfa boltann vel. Við ráðumst á Ivan í vagg og veltu vörninni og þeir voru í vandræðum með það, við reyndum að mjólka það eins og við gátum.“ „Við náðum þessari svikamyllu að ná í sniðskot eða opið skot fyrir utan. Menn voru að hitta vel og það hjálpar. Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta vel.“ Sigurinn er sá níundi í síðustu tíu leikjum hjá Njarðvík. Benedikt vildi lítið segja um það hvort Njarðvíkingarnir væru liðið fyrir aðra að vinna núna. „Við látum einhverja aðra tala um það og einbeitum okkur að okkur sjálfum. Það getur svo mikið gerst. Við erum hugsanlega með smá forskot á þessi lið sem hafa verið að gera breytingar, við erum með sama liðið á meðan önnur lið eru að aðlaga nýja menn inn.“ „Þið verðið að meta þetta þið sem eruð að fjalla um þetta flotta sport,“ sagði Benedikt að lokum. Daníel Guðni: Framlagið í vörn og sókn var bara lélegt Daníel Guðni var ósáttur með margt í leik Grindavíkurliðsins.Vísir/Hulda Margrét Daníel Guðni Guðmundsson var ósáttur með sitt lið í leiknum í kvöld. „Frammistaðan var hræðileg. Við vorum virkilega slakir í kvöld og litlir í okkur og létum ýta okkur út úr hlutunum. Við vorum ágætir í fyrsta leikhluta. Síðan byrjaði aðeins að fjara undan þessu í öðrum leikhluta og mér fannst lélegt hvernig orkan einhvern veginn datt niður hjá okkur“ „Þegar þeir ná áhlaupi urðum við litlir í okkur. Við vorum bara vitlausir í sókn, skipta á einhverjum hindrunum og fara út fyrir teig í staðinn fyrir að fara niður í teig og öskra á boltann. Það var alls konar svona og ég er bara mjög ósáttur með þetta.“ Það mundaði tólf stigum í hálfleik og leikurinn enn opinn. Daníel var ekki sáttur með hvernig Grindavíkurliðið kom út í seinni hálfleikinn. „Að fara með einhverja áætlun um að rífa orkustigið upp og gera einhverja hluti. En nei nei, það var bara saman sagan og menn ætla að ráða sjálfir hvernig þeir spila í vörn og sókn. Þetta var mjög lélegt. Við fórum út úr því sem við erum búnir að leggja upp og gera þetta eitthvað þægilegra og hvað gerist, þeir rúlla yfir okkur.“ Daníel talaði um það fyrir leik að Grindvíkingar þyrftu að fara að tengja saman sigra en liðið hefur ekki náð að vinna tvo leiki í röð síðan í nóvember. „Þetta er áhyggjuefni. Mér nokk sama á móti hverjum við erum að spila, það eru tvö stig í boði í hverjum leik. Ef við náum ekki að tengja sigra saman þá er þetta erfitt og leiðinlegt. Við náum þá ekki þessum takti sem við þurfum.“ „Við þurfum bara að vera brattir, girða okkur í brók og rífa okkur í gang. Þessar sveiflur á milli leikja eru óþolandi. Það er eins og menn séu á bleiku skýi eftir að vinna Val. Koma svo hingað í hörku nágrannaslag, þar sem loksins eru áhorfendur og stemmning, og eru bara litlir.“ „Framlagið frá leikmönnum í vörn og sókn í kvöld var bara lélegt.“ Ólafur: Þurfum að laga þetta væl Það var ekki mikið sem Ólafur Ólafsson gat glaðst yfir í leiknum gegn Njarðvík í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Við bara fylgdum ekki ákveðnu og einföldu plani sem við vorum búnir að setja upp. Við leyfðum Njarðvíkingum að ýta okkur úr úr hlutum og við vorum bara mjúkir,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, eftir tapið stóra gegn Njarðvík í kvöld. Njarðvíkurliðið er hörkugott og var að vinna sinn níunda sigur í síðustu tíu leikjum. Ólafur sagði þá alls ekki óstöðvandi. „Ef þú spilar vel og fylgir leikskipulagi þá hefði þessi leikur ekki farið svona í kvöld. Þá hefði hann getað endað báðum megin. Þeir voru að fylgja plani en við ekki og þess venga töpuðum við með þrjátíu stigum í kvöld.“ „Þetta er sterk deild og það geta allir unnið alla. Þeir voru fastari fyrir og við vorum fljótir að byrja að röfla í staðinn fyrir að mæta þeim. Við þurfum að líta í eigin barm og laga þetta væl.“ Grindavík hefur ekki náð að vinna tvo leiki í röð í deildinni síðan í nóvember en þeir unnu góðan sigur á Val í síðustu umferð. „Þeir mættu eins og við gerðum gegn Val. Þeir voru fastir fyrir og ýttu okkur út úr okkar. Þegar menn mæta ekki með hausinn rétt skrúfaðan á þá bara tapar maður.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Grindavík Tengdar fréttir Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta „Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. 18. febrúar 2022 22:12
Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta „Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. 18. febrúar 2022 22:12
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti