Yfir hundrað þúsund hafa nú greinst smitaðir á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 10:06 Yfir hundrað þúsund hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni hér á landi frá upphafi faraldursins. Vísir/Vilhelm Hundrað þúsund smita múrinn var brotinn í gær hérna á Íslandi. Nú hafa yfir hundrað þúsund greinst smitaðir af kórónuveirunni frá upphafi faraldurs, eða um fjórðungur þjóðarinnar. Í gær greindust 2.317 smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða 500 færri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Rúmlega 4.721 sýni voru tekin til greiningar innanlands í gær og var því hlutfall jákvæðra sýna því um 50 prósent. 885 sýni voru tekin á landamærunum og greindust þar 92 smitaðir. Alls eru nú 11.880 í einangrun með virkt smit, og fjölgar þeim um fjögur hundruð milli daga. Nýgengi smita innanlands er nú 7.469 en var í gær 7.170 og á landamærunum er nýgengið nú 249 en var 234 í gær. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Tæp tvö ár liðin frá fyrsta innanlandssmitinu Í dag eru tæplega tvö ár síðan fyrsti Íslendingurinn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands. Sá greindist þann 28. febrúar 2020 en nú, rétt tæpum tveimur árum síðan, hafa hundrað þúsund greinst smitaðir af veirunni hér á landi. Niðurstöður mótefnarannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtar voru í lok janúar, benda til að tvisvar til þrisvar sinnum fleiri hafi sýkst af veirunni en hafi greinst smitaðir af henni. Því er ekki ólíklegt að rauntala þeirra sem smitast hafi hér á landi af kórónuveirunni sé nær 200 þúsund, þó opinberar tölur segi annað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sögðu báðir 24. janúar að þeir teldu að hjarðónæmi verði náð fyrir páska og við laus við faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Í gær greindust 2.317 smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða 500 færri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Rúmlega 4.721 sýni voru tekin til greiningar innanlands í gær og var því hlutfall jákvæðra sýna því um 50 prósent. 885 sýni voru tekin á landamærunum og greindust þar 92 smitaðir. Alls eru nú 11.880 í einangrun með virkt smit, og fjölgar þeim um fjögur hundruð milli daga. Nýgengi smita innanlands er nú 7.469 en var í gær 7.170 og á landamærunum er nýgengið nú 249 en var 234 í gær. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Tæp tvö ár liðin frá fyrsta innanlandssmitinu Í dag eru tæplega tvö ár síðan fyrsti Íslendingurinn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands. Sá greindist þann 28. febrúar 2020 en nú, rétt tæpum tveimur árum síðan, hafa hundrað þúsund greinst smitaðir af veirunni hér á landi. Niðurstöður mótefnarannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtar voru í lok janúar, benda til að tvisvar til þrisvar sinnum fleiri hafi sýkst af veirunni en hafi greinst smitaðir af henni. Því er ekki ólíklegt að rauntala þeirra sem smitast hafi hér á landi af kórónuveirunni sé nær 200 þúsund, þó opinberar tölur segi annað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sögðu báðir 24. janúar að þeir teldu að hjarðónæmi verði náð fyrir páska og við laus við faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira