Afar ólíklegt að Valieva sjáist aftur á Ólympíuleikum Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 12:31 Kamila Valieva sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í Peking en gerði slæm mistök á síðasta keppnisdegi sínum. Getty/Jean Catuffe Sagan sýnir að jafnvel þó að hin 15 ára gamla Kamila Valieva sleppi við langt bann vegna lyfjamisnotkunar þá eru miklar líkur á að hún sjáist ekki aftur á Vetrarólympíuleikum. Valieva lauk í gær keppni í listhlaupi á skautum með hádramatískum hætti þar sem þessi rússneski heimsmethafi féll tvisvar á svellið og gerði mun fleiri mistök en hún hefur áður sést gera. Ætla má að ástæðan sé álagið og umtalið sem fylgir því að í síðustu viku kom í ljós að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi í desember. Hún fékk engu að síður að klára sína keppni á leikunum í Peking en bíður þess nú að vita hvort og þá hve langt bann hún fær. Bandaríski miðillinn NBC segir að jafnvel þó að Valieva fái ekkert bann þá sé ólíklegt að hún verði með á næstu Vetrarólympíuleikum, á Ítalíu eftir fjögur ár. Það er vegna aldurs, þó að hún verði þá ekki nema 19 ára gömul. Arftakarnir farnir að vekja athygli Leikarnir í Peking eru nefnilega fjórðu leikarnir í röð þar sem að Rússar eru ekki með neinn keppanda í listhlaupi á skautum sem hefur haft reynslu af því að keppa á leikum. Þeir „framleiða“ einfaldlega svo marga keppendur í fremstu röð að nýir keppendur hafa tekið við keflinu að fjórum árum liðnum. Til að mynda er hin 14 ára gamla Adelila Petrosian þegar farin að vekja mikla athygli. „Þetta er mylla“ NBC bendir á að það hafi mikið vægi í listhlaupi á skautum að keppendur séu léttir en með mikinn styrk, og þess vegna séu táningar eins og Valieva í fremstu röð. Rússar sjái til þess að þeir eigi alltaf táningsstúlkur í fremstu röð og nýjar taki við þegar hinar nálgist þrítugsaldurinn. „Þetta er mylla. Þetta er kerfi þar sem að það er mikið magn sett inn í byrjun og síðan tekur við darwinísk martröð þar sem hinir hæfustu lifa af,“ segir Peter Donnelly, stjórnandi íþróttastefnumáladeildar háskólans í Toronto. „Ég held að það sé ólíklegt,“ sagði Donnelly um möguleikann á að Valieva keppi aftur á Vetrarólympíuleikum, „sérstaklega eftir það andlega áfall sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga.“ Rússar eignuðust gull- og silfurverðlaunahafa þrátt fyrir áfall Valievu því hinar 17 ára gömlu Anna Shcherbakova og Alexandra Trusova enduðu í efstu tveimur sætunum. Áður hafði Alina Zagitova tryggt Rússum ólympíugull fyrir fjórum árum og Adelina Sotnikova fyrir átta árum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Valieva lauk í gær keppni í listhlaupi á skautum með hádramatískum hætti þar sem þessi rússneski heimsmethafi féll tvisvar á svellið og gerði mun fleiri mistök en hún hefur áður sést gera. Ætla má að ástæðan sé álagið og umtalið sem fylgir því að í síðustu viku kom í ljós að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi í desember. Hún fékk engu að síður að klára sína keppni á leikunum í Peking en bíður þess nú að vita hvort og þá hve langt bann hún fær. Bandaríski miðillinn NBC segir að jafnvel þó að Valieva fái ekkert bann þá sé ólíklegt að hún verði með á næstu Vetrarólympíuleikum, á Ítalíu eftir fjögur ár. Það er vegna aldurs, þó að hún verði þá ekki nema 19 ára gömul. Arftakarnir farnir að vekja athygli Leikarnir í Peking eru nefnilega fjórðu leikarnir í röð þar sem að Rússar eru ekki með neinn keppanda í listhlaupi á skautum sem hefur haft reynslu af því að keppa á leikum. Þeir „framleiða“ einfaldlega svo marga keppendur í fremstu röð að nýir keppendur hafa tekið við keflinu að fjórum árum liðnum. Til að mynda er hin 14 ára gamla Adelila Petrosian þegar farin að vekja mikla athygli. „Þetta er mylla“ NBC bendir á að það hafi mikið vægi í listhlaupi á skautum að keppendur séu léttir en með mikinn styrk, og þess vegna séu táningar eins og Valieva í fremstu röð. Rússar sjái til þess að þeir eigi alltaf táningsstúlkur í fremstu röð og nýjar taki við þegar hinar nálgist þrítugsaldurinn. „Þetta er mylla. Þetta er kerfi þar sem að það er mikið magn sett inn í byrjun og síðan tekur við darwinísk martröð þar sem hinir hæfustu lifa af,“ segir Peter Donnelly, stjórnandi íþróttastefnumáladeildar háskólans í Toronto. „Ég held að það sé ólíklegt,“ sagði Donnelly um möguleikann á að Valieva keppi aftur á Vetrarólympíuleikum, „sérstaklega eftir það andlega áfall sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga.“ Rússar eignuðust gull- og silfurverðlaunahafa þrátt fyrir áfall Valievu því hinar 17 ára gömlu Anna Shcherbakova og Alexandra Trusova enduðu í efstu tveimur sætunum. Áður hafði Alina Zagitova tryggt Rússum ólympíugull fyrir fjórum árum og Adelina Sotnikova fyrir átta árum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira