Kristrún ferðast um landið og útilokar ekki formannsframboð Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2022 21:00 Kristrún segir húsnæðismálin ekki síður úrlausnarefni á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Uppgangur í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum hafi til dæmis skapað húsnæðisskort á svæðinu. FB síða Kristrúnar Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík er á ferð um landið til að kynna sig og kanna þau málefni sem efst eru á baugi. Hún útilokar ekki framboð til formanns en segir það ekki ástæðu ferða hennar. Það er ekki algengt að þingmenn Reykjavíkur auglýsi fundaferð um landið eins og Kristrún Frostadóttir gerir nú fjórum mánuðum eftir kosningar undir slagorðinu Samræða um framtíðina. Hún var kjörin í fyrsta skipti á Alþingi fyrir Reykjavík suður í síðustu kosningum og telja margir að hún sé framtíðar formannsefni. „Mér finnst það frekar merkilegt að maður þurfi að vera á leiðinni í formannsframboð til að hafa áhuga á að fara út á land og tala við fólk. Þetta er eitthvað sem ég ákvað að gera í rauninni um leið og ég settist inn á þing. Að eiga milliliðalaust samtal við almenning í landinu,“ segir Kristrún. Við hittum á þingkonuna þar sem hún var stödd á Ísafirði en hún hafði þá þegar lagt suðurfirðina að baki en Samfylkingin á ekki þingmann í Norðvesturkjördæmi. Hún segir allt öðruvísi að tala við fólk nú en í miðri kosningabaráttu. Kristrún segir áhugavert hvað mörg úrlausnarefnin væru svipuð á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu eins og húsnæðisskortur á sunnaverðum Vestfjörðum. Ástand samgangna á Vestfjörðum skæri sig hins vegar úr. Þar væri mikilla úrbóta þörf. „Að keyra á þessum árstíma á þessu svæði er náttúrlega ótrúlegt. Þetta var nákvæmlega það sem ég var að leitast eftir í þessari ferð. Að fara hér svo til ein á bíl, í heimagistingu hjá fólkinu á svæðinu og eiga þessi samtöl og upplifa bara brotabrot á eigin skinni hver veruleiki fólks er,“ segir Kristrún. Í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar flokkinn eiga öflugt lið til forystu. „Við verðum með landsfund í október. Þá kemur í ljós hvernig við teflum okkar forystu fram.“ Ætlar þú að halda áfram? „Ég ætla ekkert að segja til um það fyrr en bara í sumar,“ sagði Logi í Kryddsíldinni. Kristrún segist þakklát fyrir að sumir sjái hana sem formannsefni. „En á þessum tímapunkti er bara of snemmt að segja til um svoleiðis áform. Það eru tíu mánuðir í landsfund. Ég er búin að vera á þingi í nokkra mánuði. Þannig að þetta er einhver ákvörðun sem ég þarf að taka síðar meir,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. 15. janúar 2022 19:01 Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00 Kristrún spilaði á harmonikkuna fyrir Heimi Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, gerði sér lítið fyrir og greip í harmonikkuna í setti hjá Heimi Má á kosningakvöldi Stöðvar 2. 26. september 2021 01:02 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Það er ekki algengt að þingmenn Reykjavíkur auglýsi fundaferð um landið eins og Kristrún Frostadóttir gerir nú fjórum mánuðum eftir kosningar undir slagorðinu Samræða um framtíðina. Hún var kjörin í fyrsta skipti á Alþingi fyrir Reykjavík suður í síðustu kosningum og telja margir að hún sé framtíðar formannsefni. „Mér finnst það frekar merkilegt að maður þurfi að vera á leiðinni í formannsframboð til að hafa áhuga á að fara út á land og tala við fólk. Þetta er eitthvað sem ég ákvað að gera í rauninni um leið og ég settist inn á þing. Að eiga milliliðalaust samtal við almenning í landinu,“ segir Kristrún. Við hittum á þingkonuna þar sem hún var stödd á Ísafirði en hún hafði þá þegar lagt suðurfirðina að baki en Samfylkingin á ekki þingmann í Norðvesturkjördæmi. Hún segir allt öðruvísi að tala við fólk nú en í miðri kosningabaráttu. Kristrún segir áhugavert hvað mörg úrlausnarefnin væru svipuð á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu eins og húsnæðisskortur á sunnaverðum Vestfjörðum. Ástand samgangna á Vestfjörðum skæri sig hins vegar úr. Þar væri mikilla úrbóta þörf. „Að keyra á þessum árstíma á þessu svæði er náttúrlega ótrúlegt. Þetta var nákvæmlega það sem ég var að leitast eftir í þessari ferð. Að fara hér svo til ein á bíl, í heimagistingu hjá fólkinu á svæðinu og eiga þessi samtöl og upplifa bara brotabrot á eigin skinni hver veruleiki fólks er,“ segir Kristrún. Í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar flokkinn eiga öflugt lið til forystu. „Við verðum með landsfund í október. Þá kemur í ljós hvernig við teflum okkar forystu fram.“ Ætlar þú að halda áfram? „Ég ætla ekkert að segja til um það fyrr en bara í sumar,“ sagði Logi í Kryddsíldinni. Kristrún segist þakklát fyrir að sumir sjái hana sem formannsefni. „En á þessum tímapunkti er bara of snemmt að segja til um svoleiðis áform. Það eru tíu mánuðir í landsfund. Ég er búin að vera á þingi í nokkra mánuði. Þannig að þetta er einhver ákvörðun sem ég þarf að taka síðar meir,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. 15. janúar 2022 19:01 Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00 Kristrún spilaði á harmonikkuna fyrir Heimi Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, gerði sér lítið fyrir og greip í harmonikkuna í setti hjá Heimi Má á kosningakvöldi Stöðvar 2. 26. september 2021 01:02 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. 15. janúar 2022 19:01
Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00
Kristrún spilaði á harmonikkuna fyrir Heimi Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, gerði sér lítið fyrir og greip í harmonikkuna í setti hjá Heimi Má á kosningakvöldi Stöðvar 2. 26. september 2021 01:02