Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 18:06 Guðni Th. forseti Íslands bað Rússa að virða sjálfstæði Úkraínu í gær. Vísir/Vilhelm Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Vólódómír Selenskí forseta Úkraínu kveðju á Twitter-síðu sinni í gær. Þar minnti hann á að Íslendingar væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og kvað þjóðina standa með ríkjum bandalagsins, sem hafa ítrekað beðið Rússa um að draga úr hernaðaruppbyggingu við landamæri Úkraínu. Úkraínuforseti þakkaði Guðna fyrir stuðninginn örfáum klukkustundum síðar. Hann kvað sterka stöðu Úkraínu og samheldni ríkja vera lykilinn að friði og öryggi þjóða í Evrópu. I am grateful to the President of Iceland @PresidentISL for his words of support and unity with 🇺🇦! Strong Ukraine and solidarity of international partners is the key to peace and security in Europe. 🇺🇦🤝🇮🇸 #StrongerTogether— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 16, 2022 Þessu virðast Rússar ekki hafa tekið vel ef marka má færslu á Facebook-síðu rússneska sendiráðsins á Íslandi. Þar lýsa þeir yfir vonbrigðum með Guðna og sögðu að um væri að ræða einhliða og hlutdræga nálgun á málefninu. Rússar segja að Vesturveldin hafi ekki fylgt samþykktum Minsk-sáttmálans, sem undirritaður var af Sameinuðu þjóðunum árið 2015, sem miðaði að því að leysa ágreining á landamærum Úkraínu og með því aukið spennu. Vesturveldin hafi ítrekað sent herþotur og vopn til landsins á þessu ári. Mikil spenna hefur verið á landamærum Rússlands og Úkraínu síðustu vikur. Þeir fyrrnefndu eru taldir hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu auk vopna og hernaðargagna. Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að líklegt sé að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu, jafnvel á næstu dögum, en Rússar hafa vísað ásökunum á bug. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Þeim kröfum hefur NATO hins vegar hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja. Úkraína Forseti Íslands Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Vólódómír Selenskí forseta Úkraínu kveðju á Twitter-síðu sinni í gær. Þar minnti hann á að Íslendingar væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og kvað þjóðina standa með ríkjum bandalagsins, sem hafa ítrekað beðið Rússa um að draga úr hernaðaruppbyggingu við landamæri Úkraínu. Úkraínuforseti þakkaði Guðna fyrir stuðninginn örfáum klukkustundum síðar. Hann kvað sterka stöðu Úkraínu og samheldni ríkja vera lykilinn að friði og öryggi þjóða í Evrópu. I am grateful to the President of Iceland @PresidentISL for his words of support and unity with 🇺🇦! Strong Ukraine and solidarity of international partners is the key to peace and security in Europe. 🇺🇦🤝🇮🇸 #StrongerTogether— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 16, 2022 Þessu virðast Rússar ekki hafa tekið vel ef marka má færslu á Facebook-síðu rússneska sendiráðsins á Íslandi. Þar lýsa þeir yfir vonbrigðum með Guðna og sögðu að um væri að ræða einhliða og hlutdræga nálgun á málefninu. Rússar segja að Vesturveldin hafi ekki fylgt samþykktum Minsk-sáttmálans, sem undirritaður var af Sameinuðu þjóðunum árið 2015, sem miðaði að því að leysa ágreining á landamærum Úkraínu og með því aukið spennu. Vesturveldin hafi ítrekað sent herþotur og vopn til landsins á þessu ári. Mikil spenna hefur verið á landamærum Rússlands og Úkraínu síðustu vikur. Þeir fyrrnefndu eru taldir hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu auk vopna og hernaðargagna. Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að líklegt sé að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu, jafnvel á næstu dögum, en Rússar hafa vísað ásökunum á bug. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Þeim kröfum hefur NATO hins vegar hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja.
Úkraína Forseti Íslands Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25
Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05
„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31