Segja mikilvægt að huga að vatnsbúskap við byggingu risa fiskeldisstöðvar Samherja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:54 Tölvumynd af fyrirhugum fiskeldisgarði. Samherji Fiskeldi ehf. Samherji Fiskeldi ehf. áformar að byggja og reka landeldisstöð með 40 þúsund tonna ársframleiðslugetu í Auðlindagarði Orku við Garð á Reykjanesi undir nafninu Eldisgarður. Fiskeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð með 6 þúsund rúmmetra eldisrými, áframeldisstöð með 410 þúsund rúmmetra eldisrými, hreinsistöð og sláturhúsi ásamt þjónustubyggingum. Þetta kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrirtækisins. Samherji hefur áður greint frá því að heildarfjárfesting verkefnisins muni nema 45 milljörðum króna. Í umsögninni segir að „standandi lífmassi“ verði að hámarki 20 þúsund tonn. Laxahrogn verði fengin frá Stofnfiski og bleikjuhrogn frá Hólum eða klakfiskastöð Samherja í Sigtúnum. „Til framleiðslunnar þarf um 20.000 l/s af jarðsjó sem áformað er að bora eftir innan lóðar, 3.200 l/s af 32-37°C ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun og 50 l/s af ferskvatni sem verður leitt inn á lóðina 2 með veitukerfi HS-Orku. Fast efni verður síað úr frárennsli í hreinsistöð áður en því verður veitt til sjávar,“ segir í umsögninni. Frárennslið á við fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa Í umsögninni er meðal annars fjallað um áfangaskiptingu uppbyggingar starfseminnar, lóðarval og nauðsyn þess að meta áhrif framkvæmdanna á náttúrfar á svæðinu. Þá segir að meta þurfi áhrif af grunnvatnsvinnslu, meðal annars aðrennslissvæði vatnsbóla, umfang niðurdráttar og breytingar á seltu. „Jafnframt þarf mat á áhrifum á grunnvatn að svara því hvort og þá hvernig vatnstaka Eldisgarðs Samherja fiskeldis takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu. Meta þarf sérstaklega hvaða áhrif bág staða grunnvatns í náttúrulegum sveiflum hefur á vatnsvinnslu á svæðinu,“ segir í álitinu. Í því er er einnig vitnað til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar sem bendir á að gera þurfi grein fyrir tilhögun frárennslis, meðal annars með tilliti til mengunar. Um mjög stóra framkvæmd sé að ræða og ef frárennsli verði það sama og áætluð vatnstaka þá verði það um það bil fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Samherji segir jákvæða áhrif hins vegar verða þau að frárennslisvatn frá fiskeldisstöðinni muni þynna út frárennsli Reykjanesvirkjunar og þar með lækka hitastig og kísilinnihald þess. Veðurstofa bendir á nauðsyn þess að vakta ástand grunnvatnsveitisins en fiskeldi sé í miklum vexti á svæðinu og mikilvægt að settir séu fram gæðastaðlar, viðmið og viðbragðsáætlun þannig að tryggt sé að veitirinn anni áformaðri vatnstöku. Tryggja þurfi að ástandið sé ásættanlegt og innan viðunandi marka, til dæmis hvað varðar niðurdrátt á svæðinu og breytingar á seltu. Álit Skipulagsstofnunar. Fiskeldi Reykjanesbær Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Fiskeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð með 6 þúsund rúmmetra eldisrými, áframeldisstöð með 410 þúsund rúmmetra eldisrými, hreinsistöð og sláturhúsi ásamt þjónustubyggingum. Þetta kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrirtækisins. Samherji hefur áður greint frá því að heildarfjárfesting verkefnisins muni nema 45 milljörðum króna. Í umsögninni segir að „standandi lífmassi“ verði að hámarki 20 þúsund tonn. Laxahrogn verði fengin frá Stofnfiski og bleikjuhrogn frá Hólum eða klakfiskastöð Samherja í Sigtúnum. „Til framleiðslunnar þarf um 20.000 l/s af jarðsjó sem áformað er að bora eftir innan lóðar, 3.200 l/s af 32-37°C ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun og 50 l/s af ferskvatni sem verður leitt inn á lóðina 2 með veitukerfi HS-Orku. Fast efni verður síað úr frárennsli í hreinsistöð áður en því verður veitt til sjávar,“ segir í umsögninni. Frárennslið á við fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa Í umsögninni er meðal annars fjallað um áfangaskiptingu uppbyggingar starfseminnar, lóðarval og nauðsyn þess að meta áhrif framkvæmdanna á náttúrfar á svæðinu. Þá segir að meta þurfi áhrif af grunnvatnsvinnslu, meðal annars aðrennslissvæði vatnsbóla, umfang niðurdráttar og breytingar á seltu. „Jafnframt þarf mat á áhrifum á grunnvatn að svara því hvort og þá hvernig vatnstaka Eldisgarðs Samherja fiskeldis takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu. Meta þarf sérstaklega hvaða áhrif bág staða grunnvatns í náttúrulegum sveiflum hefur á vatnsvinnslu á svæðinu,“ segir í álitinu. Í því er er einnig vitnað til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar sem bendir á að gera þurfi grein fyrir tilhögun frárennslis, meðal annars með tilliti til mengunar. Um mjög stóra framkvæmd sé að ræða og ef frárennsli verði það sama og áætluð vatnstaka þá verði það um það bil fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Samherji segir jákvæða áhrif hins vegar verða þau að frárennslisvatn frá fiskeldisstöðinni muni þynna út frárennsli Reykjanesvirkjunar og þar með lækka hitastig og kísilinnihald þess. Veðurstofa bendir á nauðsyn þess að vakta ástand grunnvatnsveitisins en fiskeldi sé í miklum vexti á svæðinu og mikilvægt að settir séu fram gæðastaðlar, viðmið og viðbragðsáætlun þannig að tryggt sé að veitirinn anni áformaðri vatnstöku. Tryggja þurfi að ástandið sé ásættanlegt og innan viðunandi marka, til dæmis hvað varðar niðurdrátt á svæðinu og breytingar á seltu. Álit Skipulagsstofnunar.
Fiskeldi Reykjanesbær Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira