„Ef fólk er veikt þá er það veikt og verður heima - annað er bara út í Hróa Hött“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. febrúar 2022 21:12 Vísir/Egill Forstjóri Hrafnistu segir að nauðsynlegt geti verið að kalla Covid smitað, einkennalaust heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunvarvanda. Forstjórinn leggur áherslu á að veikir starfsmenn verði að sjálfsögðu ekki kallað til vinnu enda veikindaréttur starfsfólks tryggður. María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunarheimila Hrafnistu segist vel finna fyrir ástandinu. Smitaðir heimilismenn beri sig blessunarlega almennt vel en mönnunarvandi setji strik í reikninginn. „Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt. Heimilin okkar eru að missa mikið út starfsfólk í veikindi og íbúar eru að veikjast – eða smitast, þeir eru ekki mikið að veikjast sem betur fer og sama gildir um starfsfólkið þó það sé að smitast af Covid,“ segir María Fjóla. „Þetta er rosalega þéttur hópur sem þjappar sér saman þegar á reynir og hefur sýnt það síðastliðin tvö ár þrátt fyrir mikið álag. Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“ María Fjóla segir nauðsynlegt að geta gripið til úrræðisins þegar þau sjái fram á að ná jafnvel ekki að manna hjúkrunarheimilin. „Eins og áður höfum við staðið frammi fyrir því að vera að velja á milli tveggja niðurstaðna eða tveggja valmöguleika: annars vegar að hafa heimilið ómannað eða hafa það mannað. Og þá að sjálfsögðu er þá betra að hafa það mannað en geta tryggt öryggi með sóttvörnum og öðru,“ segir María Fjóla. Aðspurð tekur hún undir áhyggjur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og ítrekar að veikindaréttur heilbrigðisstarfsfólks verði ekki brotinn. Við sé átt að fólk mæti einkennalaust í vinnu en þeir sem veikir séu fái sinn lögbundna rétt. „Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
María Fjóla Harðardóttir forstjóri hjúkrunarheimila Hrafnistu segist vel finna fyrir ástandinu. Smitaðir heimilismenn beri sig blessunarlega almennt vel en mönnunarvandi setji strik í reikninginn. „Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt. Heimilin okkar eru að missa mikið út starfsfólk í veikindi og íbúar eru að veikjast – eða smitast, þeir eru ekki mikið að veikjast sem betur fer og sama gildir um starfsfólkið þó það sé að smitast af Covid,“ segir María Fjóla. „Þetta er rosalega þéttur hópur sem þjappar sér saman þegar á reynir og hefur sýnt það síðastliðin tvö ár þrátt fyrir mikið álag. Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“ María Fjóla segir nauðsynlegt að geta gripið til úrræðisins þegar þau sjái fram á að ná jafnvel ekki að manna hjúkrunarheimilin. „Eins og áður höfum við staðið frammi fyrir því að vera að velja á milli tveggja niðurstaðna eða tveggja valmöguleika: annars vegar að hafa heimilið ómannað eða hafa það mannað. Og þá að sjálfsögðu er þá betra að hafa það mannað en geta tryggt öryggi með sóttvörnum og öðru,“ segir María Fjóla. Aðspurð tekur hún undir áhyggjur Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og ítrekar að veikindaréttur heilbrigðisstarfsfólks verði ekki brotinn. Við sé átt að fólk mæti einkennalaust í vinnu en þeir sem veikir séu fái sinn lögbundna rétt. „Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira