„Það svíður alveg helvíti mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 14:31 Hólmar Örn Eyjólfsson (næstlengst til hægri) ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu, svekktur eftir að Ísland féll úr keppni á HM 2018. Getty/Valery Matytsin Hólmar Örn Eyjólfsson er mættur aftur í íslenska fótboltann eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hann á að baki 19 A-landsleiki og var í mörg ár viðloðandi landsliðið en missti sæti sitt á ögurstundu sumarið 2016. „Það svíður alveg helvíti mikið, og tók þungt á mann,“ sagði Hólmar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, um það þegar hann var ekki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM í Frakklandi. Hólmar var í síðustu viku kynntur sem nýjasti leikmaður Vals og ljóst að þessi 31 árs gamli miðvörður, sem síðast lék með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni, kemur til með að styrkja Valsliðið mikið. Hólmar hefur á löngum ferli einnig leikið í Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Ísrael og Búlgaríu, en hann var á fyrra skeiði sínu með Rosenborg í Noregi árið 2016 þegar kom að þá stærstu stund í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu þá leikmannahópinn sem færi á fyrsta stórmótið í sögu liðsins, EM í Frakklandi. SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur Hólmar hafði verið lykilmaður í U21-landsliðinu sem komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM árið 2011, og verið í A-landsliðinu í aðdraganda EM. Hann var hins vegar ekki einn af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru til að fara á mótið í Frakklandi, þar sem Ísland átti frábært ævintýri og komst í 8-liða úrslit. „Ég held ég hafi fengið SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur um að ég sé ekki í hópnum. Það var alvöru skellur, eftir að hafa verið í nánast öllum hópum fyrir mótið og öllum hópum eftir þetta líka. Að vera droppað út þarna, það sveið,“ sagði Hólmar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni á tal.is/vigtin. Klippa: Þungavigtin - Hólmar um að missa af EM Hólmar komst engu að síður á stórmót með íslenska landsliðinu því hann var valinn í hópinn sem fór á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjunum þremur. Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki 19 A-landsleiki og er hér í baráttu við Jack Grealish í leik við England á Wembley í Þjóðadeildinni í nóvember 2018.Getty/Chloe Knott Fótbolti HM 2018 í Rússlandi EM 2016 í Frakklandi Valur Þungavigtin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
„Það svíður alveg helvíti mikið, og tók þungt á mann,“ sagði Hólmar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, um það þegar hann var ekki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM í Frakklandi. Hólmar var í síðustu viku kynntur sem nýjasti leikmaður Vals og ljóst að þessi 31 árs gamli miðvörður, sem síðast lék með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni, kemur til með að styrkja Valsliðið mikið. Hólmar hefur á löngum ferli einnig leikið í Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Ísrael og Búlgaríu, en hann var á fyrra skeiði sínu með Rosenborg í Noregi árið 2016 þegar kom að þá stærstu stund í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu þá leikmannahópinn sem færi á fyrsta stórmótið í sögu liðsins, EM í Frakklandi. SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur Hólmar hafði verið lykilmaður í U21-landsliðinu sem komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM árið 2011, og verið í A-landsliðinu í aðdraganda EM. Hann var hins vegar ekki einn af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru til að fara á mótið í Frakklandi, þar sem Ísland átti frábært ævintýri og komst í 8-liða úrslit. „Ég held ég hafi fengið SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur um að ég sé ekki í hópnum. Það var alvöru skellur, eftir að hafa verið í nánast öllum hópum fyrir mótið og öllum hópum eftir þetta líka. Að vera droppað út þarna, það sveið,“ sagði Hólmar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni á tal.is/vigtin. Klippa: Þungavigtin - Hólmar um að missa af EM Hólmar komst engu að síður á stórmót með íslenska landsliðinu því hann var valinn í hópinn sem fór á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjunum þremur. Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki 19 A-landsleiki og er hér í baráttu við Jack Grealish í leik við England á Wembley í Þjóðadeildinni í nóvember 2018.Getty/Chloe Knott
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi EM 2016 í Frakklandi Valur Þungavigtin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti