„Eini munurinn sem ég sé er að ég er svört, ung dama“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 10:00 Kamila Valieva fær að leika listir sínar á Vetrarólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi en Sha'Carri Richardson missti af leikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa greinst með kannabis. Getty Bandaríska spretthlaupskonan Sha‘Carri Richardson gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu alþjóða ólympíunefndarinnar að skautakonan Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum. Richardson var meinuð þátttaka á Sumarólympíuleikunum í fyrra. Hin 15 ára gamla Valieva frá Rússlandi vann sigur í liðakeppni á Vetrarólympíuleikunum í síðustu viku og er langt komin með að vinna sigur í einstaklingskeppninni eftir frammistöðu sína í gær. Valieva hefur fengið að keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á rússneska meistaramótinu í desember, en niðurstöður úr því prófi bárust ekki fyrr en eftir liðakeppnina í síðustu viku. Valieva greindist með árangursaukandi hjartalyf en hefur þó fengið að halda áfram keppni í Peking eftir að alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu um tímabundið bann, meðal annars á þeim forsendum að Valieva hefði ekki náð 16 ára aldri. Fékk ekki að keppa vegna kannabisneyslu Richardson furðar sig á þessu en hún féll á lyfjaprófi síðasta sumar, í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókyó, eftir að hafa unnið 100 metra hlaupið í bandarísku undankeppninni. Richardson greindist með kannabis en deilt hefur verið um hvort að kannabis geti talist árangursaukandi og hvort það eigi að vera á bannlista alþjóða lyfjaeftirlitsins. „Getum við fengið almennilegt svar við muninum á hennar [Valievu] aðstæðum og mínum?“ skrifaði Richardson á Twitter á mánudaginn. Can we get a solid answer on the difference of her situation and mines? My mother died and I can t run and was also favored to place top 3. The only difference I see is I m a black young lady. https://t.co/JtUfmp3F8L— Sha Carri Richardson (@itskerrii) February 14, 2022 Hún benti á að líkt og Valieva hefði hún átt góðan möguleika á verðlaunum, og segist aðeins hafa neytt kannabiss þegar hún syrgði móður sína. „Móðir mín dó og ég gat ekki hlaupið, og ég var einnig talin líkleg til að lenda í efstu þremur sætum. Eini munurinn sem ég sé er að ég er ung, svört dama,“ skrifaði Richardson og bætti við: „Hún féll í desember en það er rétt núna sem að niðurstöðurnar eru birtar, en nafni mínu og hæfileikum var slátrað,“ skrifaði Richardson. IOC segir málin ólík Alþjóða ólympíunefndin, IOC, svaraði í dag og sagði mál Valievu og Richardson vera ólík. „Hvert mál er einstakt. Hún [Richardson] greindist jákvæð 19. júní [2021], þegar nokkuð var í að leikarnir í Tókýó hæfust,“ sagði Mark Adams, talsmaður alþjóða ólympíunefndarinnar, en leikarnir í Tókyó hófust 23. júlí. „Hennar niðurstaða kom nógu snemma til að USADA [bandaríska lyfjaeftirlitið] gæti brugðist við í tæka tíð fyrir leikanna. Richardson samþykkti eins mánaðar bann sem hófst 28. júní,“ sagði Adams og bætti við að hann teldi málin ekki mjög lík. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Gætu tekið kannabis af listanum yfir bannefni eftir að Sha'Carri missti af ÓL Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, skoðar nú hvort það eigi að fjarlægja kannabis af listanum yfir bannefni. 15. september 2021 11:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Hin 15 ára gamla Valieva frá Rússlandi vann sigur í liðakeppni á Vetrarólympíuleikunum í síðustu viku og er langt komin með að vinna sigur í einstaklingskeppninni eftir frammistöðu sína í gær. Valieva hefur fengið að keppa þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á rússneska meistaramótinu í desember, en niðurstöður úr því prófi bárust ekki fyrr en eftir liðakeppnina í síðustu viku. Valieva greindist með árangursaukandi hjartalyf en hefur þó fengið að halda áfram keppni í Peking eftir að alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu um tímabundið bann, meðal annars á þeim forsendum að Valieva hefði ekki náð 16 ára aldri. Fékk ekki að keppa vegna kannabisneyslu Richardson furðar sig á þessu en hún féll á lyfjaprófi síðasta sumar, í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókyó, eftir að hafa unnið 100 metra hlaupið í bandarísku undankeppninni. Richardson greindist með kannabis en deilt hefur verið um hvort að kannabis geti talist árangursaukandi og hvort það eigi að vera á bannlista alþjóða lyfjaeftirlitsins. „Getum við fengið almennilegt svar við muninum á hennar [Valievu] aðstæðum og mínum?“ skrifaði Richardson á Twitter á mánudaginn. Can we get a solid answer on the difference of her situation and mines? My mother died and I can t run and was also favored to place top 3. The only difference I see is I m a black young lady. https://t.co/JtUfmp3F8L— Sha Carri Richardson (@itskerrii) February 14, 2022 Hún benti á að líkt og Valieva hefði hún átt góðan möguleika á verðlaunum, og segist aðeins hafa neytt kannabiss þegar hún syrgði móður sína. „Móðir mín dó og ég gat ekki hlaupið, og ég var einnig talin líkleg til að lenda í efstu þremur sætum. Eini munurinn sem ég sé er að ég er ung, svört dama,“ skrifaði Richardson og bætti við: „Hún féll í desember en það er rétt núna sem að niðurstöðurnar eru birtar, en nafni mínu og hæfileikum var slátrað,“ skrifaði Richardson. IOC segir málin ólík Alþjóða ólympíunefndin, IOC, svaraði í dag og sagði mál Valievu og Richardson vera ólík. „Hvert mál er einstakt. Hún [Richardson] greindist jákvæð 19. júní [2021], þegar nokkuð var í að leikarnir í Tókýó hæfust,“ sagði Mark Adams, talsmaður alþjóða ólympíunefndarinnar, en leikarnir í Tókyó hófust 23. júlí. „Hennar niðurstaða kom nógu snemma til að USADA [bandaríska lyfjaeftirlitið] gæti brugðist við í tæka tíð fyrir leikanna. Richardson samþykkti eins mánaðar bann sem hófst 28. júní,“ sagði Adams og bætti við að hann teldi málin ekki mjög lík.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30 Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07 Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31 Gætu tekið kannabis af listanum yfir bannefni eftir að Sha'Carri missti af ÓL Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, skoðar nú hvort það eigi að fjarlægja kannabis af listanum yfir bannefni. 15. september 2021 11:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Þrjú mismunandi hjartalyf í sýni hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu New York Times hefur fengið upplýsingar um lyfjapróf rússneska undrabarnsins og það virðist vera hálfgerður kokkteill af hjartalyfjum. 16. febrúar 2022 08:30
Valieva glansaði þrátt fyrir pressuna og langefst eftir skylduæfingarnar Kamila Valieva, einn umtalaðasti íþróttamaður heims um þessar mundir, er efst eftir skylduæfingarnar í einstaklingskeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 15. febrúar 2022 15:07
Hin fimmtán ára Kamila kennir afa sínum um fallið á lyfjaprófinu Fall hinnar fimmtán ára gömlu Kamilu Valievu á lyfjaprófi hefur verið ein stærsta fréttin á þessum Vetrarólympíuleikum en þessi frábæra skautakona fær samt að keppa um gullið eftir úrskurð frá alþjóða íþróttadómstólnum. 15. febrúar 2022 08:31
Gætu tekið kannabis af listanum yfir bannefni eftir að Sha'Carri missti af ÓL Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, skoðar nú hvort það eigi að fjarlægja kannabis af listanum yfir bannefni. 15. september 2021 11:31
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti