Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 08:39 Fjölskylda Hutchins hefur kært Baldwin og fleiri aðstandendur kvikmyndarinar Rust fyrir manndráp af gáleysi. Getty/Fred Hayes Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. Baldwin varð Hutchins að bana og særði leikstjóra kvikmyndarinnar fyrir slysni eftir að hann skaut úr skammbyssu við tökur. Baldwin er einn nokkurra sem fjölskyldan kærir fyrir morð af gáleysi. Lögmenn fjölskyldunnar segja að Hutchins væri enn á lífi hefðu starfsmenn á tökustað ekki stytt sér leiðir. Kæran var lögð fram í gær í Nýju-Mexíkó fyrir hönd Matthew, eiginmanns Hutchins, og Andros sonar þeirra. Farið er fram á bætur í kærunni en þær ekki tilgreindar nánar. Í kærunni segir að Baldwin og aðrir starfsmenn á tökustað hafi ekki farið eftir settum reglum og öryggisstöðlum á tökustað. Þá er framleiðendum myndarinnar kennt um fyrir að hafa ekki farið eftir öryggisreglum til að flýta fyrir svo tökur myndu ekki vara enn lengur og þeir hafi hundsað athugasemdir um brot á öryggisreglum. Auk Baldwin eru David Halls aðstoðarleikstjóri, Hanna Gutierrez-Reed vopnavörður og Sarah Zachry yfirmaður leikmunadeildarinnar kærð af fjölskyldunni. Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir „Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“ „Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust. 3. desember 2021 10:24 „Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. 2. desember 2021 08:01 Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
Baldwin varð Hutchins að bana og særði leikstjóra kvikmyndarinnar fyrir slysni eftir að hann skaut úr skammbyssu við tökur. Baldwin er einn nokkurra sem fjölskyldan kærir fyrir morð af gáleysi. Lögmenn fjölskyldunnar segja að Hutchins væri enn á lífi hefðu starfsmenn á tökustað ekki stytt sér leiðir. Kæran var lögð fram í gær í Nýju-Mexíkó fyrir hönd Matthew, eiginmanns Hutchins, og Andros sonar þeirra. Farið er fram á bætur í kærunni en þær ekki tilgreindar nánar. Í kærunni segir að Baldwin og aðrir starfsmenn á tökustað hafi ekki farið eftir settum reglum og öryggisstöðlum á tökustað. Þá er framleiðendum myndarinnar kennt um fyrir að hafa ekki farið eftir öryggisreglum til að flýta fyrir svo tökur myndu ekki vara enn lengur og þeir hafi hundsað athugasemdir um brot á öryggisreglum. Auk Baldwin eru David Halls aðstoðarleikstjóri, Hanna Gutierrez-Reed vopnavörður og Sarah Zachry yfirmaður leikmunadeildarinnar kærð af fjölskyldunni.
Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir „Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“ „Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust. 3. desember 2021 10:24 „Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. 2. desember 2021 08:01 Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“ „Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust. 3. desember 2021 10:24
„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. 2. desember 2021 08:01
Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11