Búinn að fara á tvenna Ólympíuleika en hefur enn ekki komist í mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 12:01 Sturla Snær Snorrason hefur ekki haft heppnina með sér á síðustu tveimur Ólympíuleikum sínum. Instagram/@sturlasnaer94 Íslenski skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason kláraði í morgun sína aðra Ólympíuleika í röð án þess að ná því að klára ferð. Í lokagrein Sturlu á Vetrarólympíuleikunum í Peking þá gerði hann mistök í svigkeppninni. Sturla missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði í framhaldinu út úr brautinni. Seinna kom í ljós að þetta voru ekki mistök heldur enn ein óheppnin hjá stráknum. Uppfært: Ástæða þess að Sturla keyrði út úr brautinni var sú að hann meiddist, líklega á nára, og gat ekki haldið áfram vegna meiðsla. Sturla missti af fyrri grein sinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir Opnunarhátíðina þar sem hann bar íslenska fánann inn á völlinn. Þessi veikindi sáu til þess að hann gat ekki keppt í stórsviginu. Sturla keppti líka fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðar. Hann kláraði heldur ekki ferð í þeirri keppni. Hans fyrri grein á leikunum fyrir fjórum árum var stórsvigið þar sem hann datt úr keppni í fyrri ferðinni. Sturla Snær féll þá líka í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva. Þessi meiðsli kostuðu hann síðan keppni í sviginu. Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær. Á báðum leikunum var Sturla Snær eini íslensku alpagreinamaðurinn sem kláraði ekki ferð. Freydís Halla Einarsdóttir kláraði þrjár ferðir af fjórum í kvennakeppninni í Pyeongchang og á þessum leikunum náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 32. sæti í risasvigi og 38. sæti i svigi eftir að hafa fallið úr keppni í stórsviginu. Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Sturlu á þessum tveimur leikum. Meiðsli og veikindi hafa haft sín áhrif en það er svekkjandi að hafa farið á tvo Ólympíuleika án þess að komist í mark. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59 Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00 Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46 Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31 Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Sjá meira
Í lokagrein Sturlu á Vetrarólympíuleikunum í Peking þá gerði hann mistök í svigkeppninni. Sturla missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði í framhaldinu út úr brautinni. Seinna kom í ljós að þetta voru ekki mistök heldur enn ein óheppnin hjá stráknum. Uppfært: Ástæða þess að Sturla keyrði út úr brautinni var sú að hann meiddist, líklega á nára, og gat ekki haldið áfram vegna meiðsla. Sturla missti af fyrri grein sinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir Opnunarhátíðina þar sem hann bar íslenska fánann inn á völlinn. Þessi veikindi sáu til þess að hann gat ekki keppt í stórsviginu. Sturla keppti líka fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðar. Hann kláraði heldur ekki ferð í þeirri keppni. Hans fyrri grein á leikunum fyrir fjórum árum var stórsvigið þar sem hann datt úr keppni í fyrri ferðinni. Sturla Snær féll þá líka í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva. Þessi meiðsli kostuðu hann síðan keppni í sviginu. Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær. Á báðum leikunum var Sturla Snær eini íslensku alpagreinamaðurinn sem kláraði ekki ferð. Freydís Halla Einarsdóttir kláraði þrjár ferðir af fjórum í kvennakeppninni í Pyeongchang og á þessum leikunum náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 32. sæti í risasvigi og 38. sæti i svigi eftir að hafa fallið úr keppni í stórsviginu. Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Sturlu á þessum tveimur leikum. Meiðsli og veikindi hafa haft sín áhrif en það er svekkjandi að hafa farið á tvo Ólympíuleika án þess að komist í mark.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59 Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00 Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46 Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31 Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Sjá meira
Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59
Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00
Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46
Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31
Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02