Full flugvél Icelandair lent á Kúbu í tilefni stórafmælis Guðjóns í OZ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 15. febrúar 2022 22:38 Það má reikna með að einn eða tveir kokteilar verði sötraðir í ferðinni. Romm gæti komið við sögu. Getty Guðjón Már Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ, fagnar fimmtugsafmæli sínu á morgun. Guðjón Már verður að heiman á sjálfan afmælisdaginn en þó í góðra vina hópi í afmælisferð á Kúbu. Flugvél Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun og mikill ferðahugur í fólki. Hluti gestanna birti myndir af sér á leiðinni utan í morgun. Má meðal annars nefna Patrek Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee úr Æði sem telja má líklegt að eigi að skemmta gestum í ferðinni. Þar voru sömuleiðis Þorsteinn Friðriksson, kenndur við Plain Vanilla, og unnusta hans Rós Kristjánsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Patrekur Jaime úr Æði mættur um borð í flugvél Icelandair. Flugvélin millilenti í Halifax í Kanada í dag en hélt svo áfram för til Kúbu.@patrekurjaime Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvél Icelandair tekin á leigu fyrir afmælisferðina og gestum gefinn kostur á að kaupa sig inn í ferðina í glæsilegan pakka. Innifalið var flug, gisting á glæsilegu hóteli þar sem allt er innifalið og skemmtanahald en þess utan mun fólk hafa frjálsan tíma til að upplifa eyjuna. Guðjón vildi lítið ræða skemmtiferðina í tilefni af tímamótunum þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær. Rós Kristjánsdóttir spennt fyrir fluginu til Kúbu.@thorsteinnf Flugvélin er sem fyrr segir á vegum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að um sé að ræða ein af fjölmörgum ferðum í leiguflugi sem skipulögð séu á vegum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, fyrir hópa og fyrirtæki. Áhöfnin sé mönnuð starfsfólki Icelandair. Flugvélin tekur um 180 manns í sæti og er þéttsetin samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki er aðeins um vini, ættingja og kunningja Guðjóns að ræða heldur er einnig nokkuð um að vinir vina skelltu sér með enda ekki á hverjum degi sem gefst færi á að heimsækja Kúbu. Flogið verður heim að fimm dögum liðnum og verður fróðlegt að fylgjast með tæplega tvö hundruð Íslendingum mála Kúbu rauða næstu dagana. Flugvélin lenti á Kúbu um tíuleytið í kvöld en flogið verður aftur heim á leið á sunnudaginn. Tímamót Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Flugvél Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun og mikill ferðahugur í fólki. Hluti gestanna birti myndir af sér á leiðinni utan í morgun. Má meðal annars nefna Patrek Jaime, Bassa Maraj og Binna Glee úr Æði sem telja má líklegt að eigi að skemmta gestum í ferðinni. Þar voru sömuleiðis Þorsteinn Friðriksson, kenndur við Plain Vanilla, og unnusta hans Rós Kristjánsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Patrekur Jaime úr Æði mættur um borð í flugvél Icelandair. Flugvélin millilenti í Halifax í Kanada í dag en hélt svo áfram för til Kúbu.@patrekurjaime Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvél Icelandair tekin á leigu fyrir afmælisferðina og gestum gefinn kostur á að kaupa sig inn í ferðina í glæsilegan pakka. Innifalið var flug, gisting á glæsilegu hóteli þar sem allt er innifalið og skemmtanahald en þess utan mun fólk hafa frjálsan tíma til að upplifa eyjuna. Guðjón vildi lítið ræða skemmtiferðina í tilefni af tímamótunum þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær. Rós Kristjánsdóttir spennt fyrir fluginu til Kúbu.@thorsteinnf Flugvélin er sem fyrr segir á vegum Icelandair. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að um sé að ræða ein af fjölmörgum ferðum í leiguflugi sem skipulögð séu á vegum Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair, fyrir hópa og fyrirtæki. Áhöfnin sé mönnuð starfsfólki Icelandair. Flugvélin tekur um 180 manns í sæti og er þéttsetin samkvæmt upplýsingum Vísis. Ekki er aðeins um vini, ættingja og kunningja Guðjóns að ræða heldur er einnig nokkuð um að vinir vina skelltu sér með enda ekki á hverjum degi sem gefst færi á að heimsækja Kúbu. Flogið verður heim að fimm dögum liðnum og verður fróðlegt að fylgjast með tæplega tvö hundruð Íslendingum mála Kúbu rauða næstu dagana. Flugvélin lenti á Kúbu um tíuleytið í kvöld en flogið verður aftur heim á leið á sunnudaginn.
Tímamót Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira