Vopnaframleiðandi greiðir fjölskyldum fórnarlamba bætur Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 19:18 Mary D'Avino er móðir Rachel D'Avino, sem var myrt í Sandy Hook-skotárásinni árið 2012. AP Photo/Seth Wenig Fjölskyldur níu barna sem voru myrt í skólanum Sandy Hook í Bandaríkjunum árið 2012 hafa náð dómsátt við vopnaframleiðandan Remington um greiðslu bóta upp á rúmlega níu milljarða króna. Um er að ræða fyrsta skipti sem vopnaframleiðandi sætir ábyrgð vegna skotárásar í Bandaríkjunum. Alríkislög í Bandaríkjunum koma í veg fyrir að framleiðendur skotvopna séu gerðir ábyrgir fyrir þeim voðaverkum sem kunna að vera framin með vörum þeirra. Árið 2019 fengu fjölskyldur níu barnungra fórnarlamba Sandy Hook-skotárásarinnar leyfi Hæstaréttar Connecticut til að lögsækja Remington vegna meintrar ólögmætrar markaðssetningar á AR-15 Bushmaster riffli fyrirtækisins. Adam Lanza beitti riffli af þeirri gerð þegar hann myrti tuttugu börn og sex fullorðna í Sandy Hook. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sjálfan sig einnig til bana. Í frétt AP um málið segir að stuðningsmenn hertrar skotvopnalöggjafar, samtök vopnaeigenda og vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi fylgst með gangi málsins, enda gefi það mikilvægt fordæmi hvað varðar rétt aðstandenda til bóta úr hendi vopnaframleiðanda. „Dagurinn í dag er dagur ábyrgðar fyrir iðnað sem hefur hingað til fengið að starfa undir vernd friðhelgis og refsileysis,“ er haft eftir Veronique De La Rosa, móður sex ára dreng sem var myrtur í árásinni. Að sögn fjölskyldnanna níu markaðsetti Remington hálfsjálfvirka riffla á ólögmætan hátt. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar hafi vopnin verið auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti árið 2018. Meðal annars vegna dræmrar sölu árin á undan. Þeir hafa ekki tjáð sig um dómsáttina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Alríkislög í Bandaríkjunum koma í veg fyrir að framleiðendur skotvopna séu gerðir ábyrgir fyrir þeim voðaverkum sem kunna að vera framin með vörum þeirra. Árið 2019 fengu fjölskyldur níu barnungra fórnarlamba Sandy Hook-skotárásarinnar leyfi Hæstaréttar Connecticut til að lögsækja Remington vegna meintrar ólögmætrar markaðssetningar á AR-15 Bushmaster riffli fyrirtækisins. Adam Lanza beitti riffli af þeirri gerð þegar hann myrti tuttugu börn og sex fullorðna í Sandy Hook. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sjálfan sig einnig til bana. Í frétt AP um málið segir að stuðningsmenn hertrar skotvopnalöggjafar, samtök vopnaeigenda og vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi fylgst með gangi málsins, enda gefi það mikilvægt fordæmi hvað varðar rétt aðstandenda til bóta úr hendi vopnaframleiðanda. „Dagurinn í dag er dagur ábyrgðar fyrir iðnað sem hefur hingað til fengið að starfa undir vernd friðhelgis og refsileysis,“ er haft eftir Veronique De La Rosa, móður sex ára dreng sem var myrtur í árásinni. Að sögn fjölskyldnanna níu markaðsetti Remington hálfsjálfvirka riffla á ólögmætan hátt. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar hafi vopnin verið auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti árið 2018. Meðal annars vegna dræmrar sölu árin á undan. Þeir hafa ekki tjáð sig um dómsáttina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira