Eina: Margar af stjörnum íslenska landsliðsins fóru í handboltaskólann í Kiel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 14:32 Ómar Ingi Magnússon og Lovísa Thompson eru meðal þeirra sem hafa farið í handboltaskólann í Kiel. Margar af skærustu stjörnum íslenska handboltans fóru í handboltaskólann í Kiel í Þýskalandi. Guðjón Guðmundsson kynnti sér þennan eina íslenska handboltaskóla í Kiel í Seinni bylgjunni. Maðurinn á bak við handboltaskólann í Kiel er Árni Stefánsson, þrautreyndur þjálfari sem gerði HK meðal annars að bikarmeisturum 2003 og starfaði lengi við hlið Alfreðs Gíslasonar. Og hann leitaði einmitt til Alfreðs þegar hann vildi setja handboltaskóla á stofn í vöggu handboltans, Kiel í Þýskalandi. Alfreð var þá þjálfari Kiel. „Fyrir svona tíu árum datt mér í hug að það vantaði handboltaskóla. Það eru til fótboltaskólar og þetta er vinsæl fermingargjöf og annað. Ég talaði við vin minn Alfreð Gíslason hjá Kiel og viðraði hugmyndina við hann og hann gaf grænt ljós á að við mættum koma í heimsókn, fara á æfingu hjá liðinu og hitta leikmenn eftir hana. Þá byrjaði boltinn að rúlla,“ sagði Árni við Gaupa. Að hans sögn eru fimmtíu krakkar í hverri ferð og í sumar verða ferðirnar tvær. Klippa: Eina - Handboltaskólinn í Kiel Í handboltaskólanum er farið yfir alla þætti leiksins og krakkarnir fá að kynnast afreksmannaumhverfinu. „Þetta eru tvær æfingar á dag, fyrirlestrar, myndbandsfundir, alls konar öðruvísi fundir, aukaæfingar og styrktaræfingar. Við förum í allt sem krakkarnir þurfa að læra til að geta orðið afreksmenn í handbolta,“ sagði Árni. Margt af fremsta handboltafólki Íslands í dag fór í handboltaskólann í Kiel á sínum tíma. Má þar meðal annars nefna Ómar Inga Magnússon, Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Elliða Snæ Viðarsson, Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson. „Það má segja að bestu handboltakrakkarnir á landinu sækist í þetta. Það er virkilega gaman að kynnast þessum krökkum og sjá síðan hvert þau fara,“ sagði Árni. Eina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Maðurinn á bak við handboltaskólann í Kiel er Árni Stefánsson, þrautreyndur þjálfari sem gerði HK meðal annars að bikarmeisturum 2003 og starfaði lengi við hlið Alfreðs Gíslasonar. Og hann leitaði einmitt til Alfreðs þegar hann vildi setja handboltaskóla á stofn í vöggu handboltans, Kiel í Þýskalandi. Alfreð var þá þjálfari Kiel. „Fyrir svona tíu árum datt mér í hug að það vantaði handboltaskóla. Það eru til fótboltaskólar og þetta er vinsæl fermingargjöf og annað. Ég talaði við vin minn Alfreð Gíslason hjá Kiel og viðraði hugmyndina við hann og hann gaf grænt ljós á að við mættum koma í heimsókn, fara á æfingu hjá liðinu og hitta leikmenn eftir hana. Þá byrjaði boltinn að rúlla,“ sagði Árni við Gaupa. Að hans sögn eru fimmtíu krakkar í hverri ferð og í sumar verða ferðirnar tvær. Klippa: Eina - Handboltaskólinn í Kiel Í handboltaskólanum er farið yfir alla þætti leiksins og krakkarnir fá að kynnast afreksmannaumhverfinu. „Þetta eru tvær æfingar á dag, fyrirlestrar, myndbandsfundir, alls konar öðruvísi fundir, aukaæfingar og styrktaræfingar. Við förum í allt sem krakkarnir þurfa að læra til að geta orðið afreksmenn í handbolta,“ sagði Árni. Margt af fremsta handboltafólki Íslands í dag fór í handboltaskólann í Kiel á sínum tíma. Má þar meðal annars nefna Ómar Inga Magnússon, Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Elliða Snæ Viðarsson, Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson. „Það má segja að bestu handboltakrakkarnir á landinu sækist í þetta. Það er virkilega gaman að kynnast þessum krökkum og sjá síðan hvert þau fara,“ sagði Árni. Eina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti