Ásgeir segir framgöngu Bergsveins gegn sér ósæmilega Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2022 10:28 Ásgeir Jónsson hefur nú sent frá sér greinargerð um ásakanir Bergsveins Birgissonar en þar segir meðal annars að með ásökununum hafi hann verið dreginn inn í opinberan farsa, framganga Bergsveins gegn sér hafi verið ósæmileg og óboðleg. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svarað ásökunum Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, um ritstuld og birtir greinargerð þar að lútandi á Vísi. Ásgeir grunar að ásakanirnar hafi öðrum þræði verið hugsaðar til að koma sér frá embætti í Seðlabankanum. Greinargerð hans er í fjórtán liðum en Ásgeiri telst svo til að ritgerð Bergsveins, sem birtist á Vísi í desember og hefur vakið mikla athygli en þar vill Bergsveinn meina að Ásgeir hafi gert sér mat úr kenningum sem finna má bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif Eyjunnar hans Ingólfs sem fjallar um landnám Íslands, innihaldi 14 beinar ásakanir á hendur Ásgeiri um hugmyndastuld. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson. Framganga hans gegn mér í þessu máli hefur einnig verið ósæmileg og óboðleg,“ segir Ásgeir meðal annars í greinargerðinni. Ljóst má vera að hann hefur haft mikinn ama af málinu öllu sem hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda einsdæmi að seðlabankastjóri sé sakaður um ritstuld af virtum fræðimanni sem Bergsveinn telst vera. „Með þessum ásökunum hef ég verið dreginn inn í opinberan farsa þar sem ýmsir leikendur hafa stigið á svið – sem vonandi hefur orðið þjóðinni til einhverrar skemmtunar í jólabókaflóðinu. Mér er þó enginn hlátur í hug enda er hér um að ræða algerlega tilhæfulausar árásir á mannorð mitt sem hafa komið illa við mína nánustu,“ segir Ásgeir. Bergsveinn kærði Ásgeir til siðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins. Í gær spurðist svo að siðanefndin hafi öll sagt af sér eftir að hún lenti í ágreiningi við Jón Atla Benediktsson rektor sem telur siðanefndina ekki hafa neina lögsögu í málinu. Meðlimir siðanefndarinnar, sem eru Skúli Skúlason, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir, töldu hins vegar að hún gæti fjallað um málið á þeim forsendum að Ásgeir sé í virku ráðningarsambandi við skólann; langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“ Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Greinargerð hans er í fjórtán liðum en Ásgeiri telst svo til að ritgerð Bergsveins, sem birtist á Vísi í desember og hefur vakið mikla athygli en þar vill Bergsveinn meina að Ásgeir hafi gert sér mat úr kenningum sem finna má bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif Eyjunnar hans Ingólfs sem fjallar um landnám Íslands, innihaldi 14 beinar ásakanir á hendur Ásgeiri um hugmyndastuld. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson. Framganga hans gegn mér í þessu máli hefur einnig verið ósæmileg og óboðleg,“ segir Ásgeir meðal annars í greinargerðinni. Ljóst má vera að hann hefur haft mikinn ama af málinu öllu sem hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda einsdæmi að seðlabankastjóri sé sakaður um ritstuld af virtum fræðimanni sem Bergsveinn telst vera. „Með þessum ásökunum hef ég verið dreginn inn í opinberan farsa þar sem ýmsir leikendur hafa stigið á svið – sem vonandi hefur orðið þjóðinni til einhverrar skemmtunar í jólabókaflóðinu. Mér er þó enginn hlátur í hug enda er hér um að ræða algerlega tilhæfulausar árásir á mannorð mitt sem hafa komið illa við mína nánustu,“ segir Ásgeir. Bergsveinn kærði Ásgeir til siðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins. Í gær spurðist svo að siðanefndin hafi öll sagt af sér eftir að hún lenti í ágreiningi við Jón Atla Benediktsson rektor sem telur siðanefndina ekki hafa neina lögsögu í málinu. Meðlimir siðanefndarinnar, sem eru Skúli Skúlason, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir, töldu hins vegar að hún gæti fjallað um málið á þeim forsendum að Ásgeir sé í virku ráðningarsambandi við skólann; langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“
Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Höfundarréttur Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“. 15. febrúar 2022 10:12
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43