Segir söguþráð Verbúðarinnar mjög nálægt sannleikanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2022 22:00 Anna Ólafsdóttir Björnsson. stöð2 Fyrrum þingkona Kvennalistans segir Verbúðina endurspegla andrúmsloftið á níunda áratugnum og telur söguþráðinn mjög nálægt sannleikanum. Hún segist viss um að Kristín Halldórsdóttir heitin sé fyrirmynd skeleggrar persónu í þáttunum. Síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gær en þættirnir hafa hlotið góðar viðtökur. Þeir fjalla um árin þegar kvótakerfið er að verða til, en þættirnir eru byggðir á raunverulegum atburðum og má sjá þekkta einstaklinga bregða fyrir. Anna var á þingi fyrir Kvennalistann frá árinu 1989. Hún segir að eftir að þættirnir fóru í loftið hafi fyrrum þingmenn Kvennalistans velt því fyrir sér hver þessi skelegga kona hér eigi að vera. Hún segir marga sannfærða um að fyrirmyndin sé Kristín Halldórsdóttir heitin. Fyrrum þingkona Kvennalistans. Ekki síst vegna þess að þrumuræða sem leikkonan Halla Margrét fer með sé að hluta til ræða Kristínar. „Hún hélt mikla og hófstillta þrumuræðu þegar verið er að samþykkja framsalið sem er í raun aðal gallinn á kvótalögunum,“ sagði Anna Ólafsdóttir Björnsson, fyrrum þingkona Kvennalistans. Í myndbandinu má sjá ræðu Kristínar samhliða ræðunni sem kom fram í Verbúðinni. Hún segist ánægð með þættina og telur þá mjög nálægt sannleikanum. „Þættirnir endurspegla andrúmsloft og eru mjög trúir staðreyndum þó að smáatriðin séu ekki eins.“ Hún vonar að þættirnir verði til þess að umræðan um framsal aflaheimilda verði tekin af alvöru. Vonar þú að það verði framhald? „Já ég er alveg sannfærð um það. Ég sat og skrifaði sjálf ágætis söguþráð í gær sem mér leist mjög vel á en þeir koma örugglega með eitthvað miklu betra.“ Bíó og sjónvarp Sjávarútvegur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gær en þættirnir hafa hlotið góðar viðtökur. Þeir fjalla um árin þegar kvótakerfið er að verða til, en þættirnir eru byggðir á raunverulegum atburðum og má sjá þekkta einstaklinga bregða fyrir. Anna var á þingi fyrir Kvennalistann frá árinu 1989. Hún segir að eftir að þættirnir fóru í loftið hafi fyrrum þingmenn Kvennalistans velt því fyrir sér hver þessi skelegga kona hér eigi að vera. Hún segir marga sannfærða um að fyrirmyndin sé Kristín Halldórsdóttir heitin. Fyrrum þingkona Kvennalistans. Ekki síst vegna þess að þrumuræða sem leikkonan Halla Margrét fer með sé að hluta til ræða Kristínar. „Hún hélt mikla og hófstillta þrumuræðu þegar verið er að samþykkja framsalið sem er í raun aðal gallinn á kvótalögunum,“ sagði Anna Ólafsdóttir Björnsson, fyrrum þingkona Kvennalistans. Í myndbandinu má sjá ræðu Kristínar samhliða ræðunni sem kom fram í Verbúðinni. Hún segist ánægð með þættina og telur þá mjög nálægt sannleikanum. „Þættirnir endurspegla andrúmsloft og eru mjög trúir staðreyndum þó að smáatriðin séu ekki eins.“ Hún vonar að þættirnir verði til þess að umræðan um framsal aflaheimilda verði tekin af alvöru. Vonar þú að það verði framhald? „Já ég er alveg sannfærð um það. Ég sat og skrifaði sjálf ágætis söguþráð í gær sem mér leist mjög vel á en þeir koma örugglega með eitthvað miklu betra.“
Bíó og sjónvarp Sjávarútvegur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira