Mögnuð tækni misnotuð: Byssur þrívíddarprentaðar á Íslandi Snorri Másson skrifar 14. febrúar 2022 19:57 Hingað til hefur íslenska lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. belekekin / Getty Images Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa. Slík lífshættuleg vopn er, eins og tæknin er orðin, hægt að prenta í ódýrum prenturum heima við — prenturum sem hægt er að kaupa í íslenskum raftækjaverslunum. Fréttastofa veit til þess að byssur hafi verið prentaðar innanlands en ekki liggur fyrir hvort vopnið sem notað var um helgina sé innlend framleiðsla. Þrívíddarprentari getur kostað eitthvað í kringum 100.000 krónur. Ef útveguð eru nauðsynleg hráefni og rétt uppskrift er vel hægt að búa til alla nauðsynlega hluti til að setja saman skotvopn. Með einbeittum vilja má misnota allt Hingað til hefur lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. Fyrir utan skotárásina um helgina voru tvö mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem skotvopn voru haldlögð; annað þeirra virkt en hitt eftirlíking. Þrívíddarprentun er í gífurlegri framþróun - en það hefur greinilega sínar skuggahliðar. Því hafa eigendur stærsta íslenska fyrirtækisins í greinni kynnst, sem hafa verið beðnir um aðstoð við að búa til byssu. „Við náttúrulega höfnum þeim beiðnum um leið og það er bara litið illu auga á að prenta byssur. Það er ekki það sem við viljum í okkar hobbý,“ segir Þórdís Björg Björgvinsdóttir, meðeigandi 3D Verk. Þórdís Björg Björgvinsdóttir flytur inn þrívíddarprentara og segir þá sem framleiða byssur með tækninni litna illu auga.Stöð 2/Egill Á netinu má finna uppskriftir að öllu mögulegu í þrívíddarprentara; og þar á meðal urmul uppskrifta að byssum - og það við mjög einfalda leit. „Ef það er einbeittur brotavilji til staðar er hægt að misnota allt, því miður. Þetta er eiginlega mögnuð tækni og ég held að misnotkunin sé alltaf til staðar í öllu. En ég held að fæstir séu að nota hana þannig; og ég held að margir séu bara einmitt að hafa gaman og gera nytsamlega hluti,“ segir Þórdís Björg. Að setja saman byssu tekur nokkurn tíma og er samsett verkefni: „Sá einstaklingur sem væri að prenta vopn með þrívíddarprentara, hann væri búinn að hugsa það í langan tíma og afla sér mikillar þekkingar. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem er prentað í einhverju stundarbrjálæði,“ segir Þórdís Björg. Þræðir til þrívíddarprentunar eru úr margvíslegu efni.Stöð 2/Egill Tollurinn nær ekki utan um innflutning Mikill hluti þeirra efna sem notuð eru til þrívíddarprentunar á vopnum getur verið fluttur inn í allt öðrum tilgangi. Það er því alls ekki svo að innflutningurinn sæti allur verulegu eftirliti. Baldur Höskuldsson aðstoðaryfirtollvörður kveðst hafa áhyggjur af þessari þróun. Hann segir ekki hægt að fylgjast með innflutningi á öllu svona efni. „Í sjálfu sér er tækjabúnaðurinn og hráefnið sem notað er í svona ekki leyfisskyldur svoleiðis að við erum ekki með sérstaka getu til að hafa eftirlit með því. Eins og staðan er í dag segir Baldur að tollurinn hafi ekki mannskap í að auka eftirlit í þessu tilliti, en að embættið reyni að gera sitt besta. „Það er mjög erfitt að eiga við þetta þar sem innflutningurinn á svona hlutum væri líklega ólöglegur og þá falinn. Þannig að það er ekki um neitt að ræða nema aukið eftirlit,“ segir Baldur. Skotárás í Grafarholti Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Fréttastofa veit til þess að byssur hafi verið prentaðar innanlands en ekki liggur fyrir hvort vopnið sem notað var um helgina sé innlend framleiðsla. Þrívíddarprentari getur kostað eitthvað í kringum 100.000 krónur. Ef útveguð eru nauðsynleg hráefni og rétt uppskrift er vel hægt að búa til alla nauðsynlega hluti til að setja saman skotvopn. Með einbeittum vilja má misnota allt Hingað til hefur lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. Fyrir utan skotárásina um helgina voru tvö mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem skotvopn voru haldlögð; annað þeirra virkt en hitt eftirlíking. Þrívíddarprentun er í gífurlegri framþróun - en það hefur greinilega sínar skuggahliðar. Því hafa eigendur stærsta íslenska fyrirtækisins í greinni kynnst, sem hafa verið beðnir um aðstoð við að búa til byssu. „Við náttúrulega höfnum þeim beiðnum um leið og það er bara litið illu auga á að prenta byssur. Það er ekki það sem við viljum í okkar hobbý,“ segir Þórdís Björg Björgvinsdóttir, meðeigandi 3D Verk. Þórdís Björg Björgvinsdóttir flytur inn þrívíddarprentara og segir þá sem framleiða byssur með tækninni litna illu auga.Stöð 2/Egill Á netinu má finna uppskriftir að öllu mögulegu í þrívíddarprentara; og þar á meðal urmul uppskrifta að byssum - og það við mjög einfalda leit. „Ef það er einbeittur brotavilji til staðar er hægt að misnota allt, því miður. Þetta er eiginlega mögnuð tækni og ég held að misnotkunin sé alltaf til staðar í öllu. En ég held að fæstir séu að nota hana þannig; og ég held að margir séu bara einmitt að hafa gaman og gera nytsamlega hluti,“ segir Þórdís Björg. Að setja saman byssu tekur nokkurn tíma og er samsett verkefni: „Sá einstaklingur sem væri að prenta vopn með þrívíddarprentara, hann væri búinn að hugsa það í langan tíma og afla sér mikillar þekkingar. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem er prentað í einhverju stundarbrjálæði,“ segir Þórdís Björg. Þræðir til þrívíddarprentunar eru úr margvíslegu efni.Stöð 2/Egill Tollurinn nær ekki utan um innflutning Mikill hluti þeirra efna sem notuð eru til þrívíddarprentunar á vopnum getur verið fluttur inn í allt öðrum tilgangi. Það er því alls ekki svo að innflutningurinn sæti allur verulegu eftirliti. Baldur Höskuldsson aðstoðaryfirtollvörður kveðst hafa áhyggjur af þessari þróun. Hann segir ekki hægt að fylgjast með innflutningi á öllu svona efni. „Í sjálfu sér er tækjabúnaðurinn og hráefnið sem notað er í svona ekki leyfisskyldur svoleiðis að við erum ekki með sérstaka getu til að hafa eftirlit með því. Eins og staðan er í dag segir Baldur að tollurinn hafi ekki mannskap í að auka eftirlit í þessu tilliti, en að embættið reyni að gera sitt besta. „Það er mjög erfitt að eiga við þetta þar sem innflutningurinn á svona hlutum væri líklega ólöglegur og þá falinn. Þannig að það er ekki um neitt að ræða nema aukið eftirlit,“ segir Baldur.
Skotárás í Grafarholti Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10