Ingi býður sig ekki aftur fram og er ósáttur við gagnrýnina sem stjórn KSÍ fékk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2022 16:33 Þann 26. febrúar kemur í ljós hverjir munu sitja í stjórn KSÍ næstu tvö árin. vísir/vilhelm Ingi Sigurðsson gefur ekki áfram kost á sér í stjórn KSÍ. Ástæða ákvörðunar hans er atburðarrásin síðsumars í fyrra sem leiddi til þess að stjórn sambandsins sagði af sér. Ingi hefur setið í stjórn KSÍ undanfarin fjögur ár en hefur ákveðið að láta staðar numið eins og fram kemur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Ársþing KSÍ fer fram 26. febrúar en þar verður kosið í stjórn sambandsins. Þá berjast þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson berjast um stöðu formanns KSÍ. Þrátt fyrir að Ingi bjóði sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu segir hann ekkert til í því að hann sé að yfirgefa knattspyrnuhreyfinguna. Ástæða þess að hann ætlar að hætta í stjórninni er atburðarrásin undir lok síðasta sumar þar sem formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér vegna ásakana um að hafa hylmt yfir með meintum brotum leikmanna karlalandsliðsins. Ingi er ekki sáttur við þær ásakanir sem komu frá aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem hann segir að þeir hafi varpað fram án þess að kynna sér málin. Þá segist hann vera verulega ósáttur við að engin viðbrögð hafi komið frá þeim sem gengu hvað harðast fram í gagnrýni sinni né öðrum innan hreyfingarinnar eftir að skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ var birt. Í henni var farið yfir áðurnefnda atburðarrás og ábyrgð KSÍ. Yfirlýsing Inga Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson KSÍ Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Ingi hefur setið í stjórn KSÍ undanfarin fjögur ár en hefur ákveðið að láta staðar numið eins og fram kemur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Ársþing KSÍ fer fram 26. febrúar en þar verður kosið í stjórn sambandsins. Þá berjast þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson berjast um stöðu formanns KSÍ. Þrátt fyrir að Ingi bjóði sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu segir hann ekkert til í því að hann sé að yfirgefa knattspyrnuhreyfinguna. Ástæða þess að hann ætlar að hætta í stjórninni er atburðarrásin undir lok síðasta sumar þar sem formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér vegna ásakana um að hafa hylmt yfir með meintum brotum leikmanna karlalandsliðsins. Ingi er ekki sáttur við þær ásakanir sem komu frá aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem hann segir að þeir hafi varpað fram án þess að kynna sér málin. Þá segist hann vera verulega ósáttur við að engin viðbrögð hafi komið frá þeim sem gengu hvað harðast fram í gagnrýni sinni né öðrum innan hreyfingarinnar eftir að skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ var birt. Í henni var farið yfir áðurnefnda atburðarrás og ábyrgð KSÍ. Yfirlýsing Inga Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson
Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson
KSÍ Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira