„Okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður“ Snorri Másson skrifar 12. febrúar 2022 19:19 Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar. Vísir Varaformaður kjörstjórnar hjá Samfylkingunni harmar úrvinnslu máls Guðmundar Inga Þóroddssonar frambjóðanda, sem var úrskurðaður ókjörgengur degi fyrir prófkjör. Sérfræðingur í stjórnskipunarrétti segir verra að taka þurfi svona ákvarðanir með eins stuttum fyrirvara og að deila megi um hvort lögin séu nógu skýr. Nokkur ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um það í gær að Guðmundi Inga Þóroddssyni hafi verið meinuð þátttaka í flokksvali daginn fyrir prófkjör, enda væri hann ekki með óflekkað mannorð meðan á reynslulausn hans stæði. Síðan hefur hann sjálfur þurft að biðja stuðningsfólk sitt að anda með nefinu. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það, þannig að þetta kom vissulega á óvart að þeir færu allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi. Finnst þér þú vera með óflekkað mannorð? „Mér finnst það, já, samkvæmt lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Hægt að deila um skýrleika laganna Kári Hólmar Ragnarsson lektor í stjórnskipunarrétti telur að heppilegra hefði verið að meiri tími hefði gefist til úrvinnslu málsins og telur vel mögulegt að ýmis ákvæði nýrra kosningalaga komi til álita nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Kári segir ágreininginn hér kristallast í því hvenær maður teljist hafa afplánað refsingu að fullu. „Í lagatextanum er þetta orðað þannig að maður þurfi að hafa afplánað að fullu. En í greinargerð með frumvarpinu er talað um að það að hafa lokið reynslulausn sé skilyrði fyrir að hafa afplánað að fullu,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. „Það er hægt að deila um það hvort þetta sé nógu skýrt í lagatextanum sjálfum. Að mínu viti hefði verið ágætt að hafa þetta bara inni í textanum.“ Kári Hólmar Ragnarsson lektor.Vísir/Einar „Vandræðalega seint í ferlinu“ Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar, segir vandann helst hafa legið í því hve seint ábendingar hafi borist kjörstjórn um möguleikann á að Guðmundur væri ekki kjörgengur. Þá hafi kjörstjórnin ekki viljað fara sjálf í frumkvæðisathugun enda vilji hún ekki mismuna frambjóðendum með því. „Niðurstaðan talar sínu máli lagalega og okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður og svona vandræðalega seint í ferlinu. En ábendingin kom seint og við vorum að vinna með gögn sem reyndust ekki rétt og þess vegna fór sem fór, því miður fyrir okkur og viðkomandi frambjóðanda,“ segir Sigfús. Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 „Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Nokkur ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um það í gær að Guðmundi Inga Þóroddssyni hafi verið meinuð þátttaka í flokksvali daginn fyrir prófkjör, enda væri hann ekki með óflekkað mannorð meðan á reynslulausn hans stæði. Síðan hefur hann sjálfur þurft að biðja stuðningsfólk sitt að anda með nefinu. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það, þannig að þetta kom vissulega á óvart að þeir færu allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi. Finnst þér þú vera með óflekkað mannorð? „Mér finnst það, já, samkvæmt lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Hægt að deila um skýrleika laganna Kári Hólmar Ragnarsson lektor í stjórnskipunarrétti telur að heppilegra hefði verið að meiri tími hefði gefist til úrvinnslu málsins og telur vel mögulegt að ýmis ákvæði nýrra kosningalaga komi til álita nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Kári segir ágreininginn hér kristallast í því hvenær maður teljist hafa afplánað refsingu að fullu. „Í lagatextanum er þetta orðað þannig að maður þurfi að hafa afplánað að fullu. En í greinargerð með frumvarpinu er talað um að það að hafa lokið reynslulausn sé skilyrði fyrir að hafa afplánað að fullu,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. „Það er hægt að deila um það hvort þetta sé nógu skýrt í lagatextanum sjálfum. Að mínu viti hefði verið ágætt að hafa þetta bara inni í textanum.“ Kári Hólmar Ragnarsson lektor.Vísir/Einar „Vandræðalega seint í ferlinu“ Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar, segir vandann helst hafa legið í því hve seint ábendingar hafi borist kjörstjórn um möguleikann á að Guðmundur væri ekki kjörgengur. Þá hafi kjörstjórnin ekki viljað fara sjálf í frumkvæðisathugun enda vilji hún ekki mismuna frambjóðendum með því. „Niðurstaðan talar sínu máli lagalega og okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður og svona vandræðalega seint í ferlinu. En ábendingin kom seint og við vorum að vinna með gögn sem reyndust ekki rétt og þess vegna fór sem fór, því miður fyrir okkur og viðkomandi frambjóðanda,“ segir Sigfús.
Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 „Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57
„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12