„Okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður“ Snorri Másson skrifar 12. febrúar 2022 19:19 Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar. Vísir Varaformaður kjörstjórnar hjá Samfylkingunni harmar úrvinnslu máls Guðmundar Inga Þóroddssonar frambjóðanda, sem var úrskurðaður ókjörgengur degi fyrir prófkjör. Sérfræðingur í stjórnskipunarrétti segir verra að taka þurfi svona ákvarðanir með eins stuttum fyrirvara og að deila megi um hvort lögin séu nógu skýr. Nokkur ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um það í gær að Guðmundi Inga Þóroddssyni hafi verið meinuð þátttaka í flokksvali daginn fyrir prófkjör, enda væri hann ekki með óflekkað mannorð meðan á reynslulausn hans stæði. Síðan hefur hann sjálfur þurft að biðja stuðningsfólk sitt að anda með nefinu. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það, þannig að þetta kom vissulega á óvart að þeir færu allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi. Finnst þér þú vera með óflekkað mannorð? „Mér finnst það, já, samkvæmt lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Hægt að deila um skýrleika laganna Kári Hólmar Ragnarsson lektor í stjórnskipunarrétti telur að heppilegra hefði verið að meiri tími hefði gefist til úrvinnslu málsins og telur vel mögulegt að ýmis ákvæði nýrra kosningalaga komi til álita nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Kári segir ágreininginn hér kristallast í því hvenær maður teljist hafa afplánað refsingu að fullu. „Í lagatextanum er þetta orðað þannig að maður þurfi að hafa afplánað að fullu. En í greinargerð með frumvarpinu er talað um að það að hafa lokið reynslulausn sé skilyrði fyrir að hafa afplánað að fullu,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. „Það er hægt að deila um það hvort þetta sé nógu skýrt í lagatextanum sjálfum. Að mínu viti hefði verið ágætt að hafa þetta bara inni í textanum.“ Kári Hólmar Ragnarsson lektor.Vísir/Einar „Vandræðalega seint í ferlinu“ Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar, segir vandann helst hafa legið í því hve seint ábendingar hafi borist kjörstjórn um möguleikann á að Guðmundur væri ekki kjörgengur. Þá hafi kjörstjórnin ekki viljað fara sjálf í frumkvæðisathugun enda vilji hún ekki mismuna frambjóðendum með því. „Niðurstaðan talar sínu máli lagalega og okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður og svona vandræðalega seint í ferlinu. En ábendingin kom seint og við vorum að vinna með gögn sem reyndust ekki rétt og þess vegna fór sem fór, því miður fyrir okkur og viðkomandi frambjóðanda,“ segir Sigfús. Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 „Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Nokkur ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um það í gær að Guðmundi Inga Þóroddssyni hafi verið meinuð þátttaka í flokksvali daginn fyrir prófkjör, enda væri hann ekki með óflekkað mannorð meðan á reynslulausn hans stæði. Síðan hefur hann sjálfur þurft að biðja stuðningsfólk sitt að anda með nefinu. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það, þannig að þetta kom vissulega á óvart að þeir færu allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi. Finnst þér þú vera með óflekkað mannorð? „Mér finnst það, já, samkvæmt lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Hægt að deila um skýrleika laganna Kári Hólmar Ragnarsson lektor í stjórnskipunarrétti telur að heppilegra hefði verið að meiri tími hefði gefist til úrvinnslu málsins og telur vel mögulegt að ýmis ákvæði nýrra kosningalaga komi til álita nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Kári segir ágreininginn hér kristallast í því hvenær maður teljist hafa afplánað refsingu að fullu. „Í lagatextanum er þetta orðað þannig að maður þurfi að hafa afplánað að fullu. En í greinargerð með frumvarpinu er talað um að það að hafa lokið reynslulausn sé skilyrði fyrir að hafa afplánað að fullu,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. „Það er hægt að deila um það hvort þetta sé nógu skýrt í lagatextanum sjálfum. Að mínu viti hefði verið ágætt að hafa þetta bara inni í textanum.“ Kári Hólmar Ragnarsson lektor.Vísir/Einar „Vandræðalega seint í ferlinu“ Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar, segir vandann helst hafa legið í því hve seint ábendingar hafi borist kjörstjórn um möguleikann á að Guðmundur væri ekki kjörgengur. Þá hafi kjörstjórnin ekki viljað fara sjálf í frumkvæðisathugun enda vilji hún ekki mismuna frambjóðendum með því. „Niðurstaðan talar sínu máli lagalega og okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður og svona vandræðalega seint í ferlinu. En ábendingin kom seint og við vorum að vinna með gögn sem reyndust ekki rétt og þess vegna fór sem fór, því miður fyrir okkur og viðkomandi frambjóðanda,“ segir Sigfús.
Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 „Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57
„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent