Kalla eftir úrbótum eftir að heiðin var lokuð í þrjá sólarhringa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 18:21 Hellisheiði var lokuð í um þrjá sólarhringa, sem bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki ásættanlegt. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur skorað á Vegagerðina að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að aftur komi upp ástand viðlíka því sem varð í byrjun vikunnar, þegar vegurinn um Hellisheiði var lokaðir fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa vegna veðursins sem gekk yfir landið. Þetta kemur fram í bókum sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið,“ segir í bókuninni. Þá ítrekar bæjarstjórnin mikilvægi þess að veginum, sem sé fjölfarin samgönguæð, verði haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjöldi fólks sæki vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins, og sífellt fjölgi í þeim hópi. Eins sinni fyrirtæki þjónustu þvert á þessi svæði, og því séu greiðar samgöngur á milli þeirra mikilvægar. „Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa,“ segir í bókuninni. Ekki ósátt við lokunina, heldur tímann sem tók að opna Í samtali við fréttastofu segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að auðvitað sýni því allir skilning að stundum þurfi að loka heiðinni þegar vonskuveður gengur yfir, líkt og raunin var í upphafi vikunnar. Hins vegar sæti furðu hversu langan tíma tók að opna heiðina. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Vísir/Vilhelm „Þetta svokallaða Árborgarsvæði fyrir austan fjall er orðið partur af atvinnusóknarsvæði stórhöfuðborgarsvæðisins. Það eru þúsundir manna sem hafa flust hingað austur, sem treysta á það að komast til vinnu til höfuðborgarinnar.“ Bæjarstjórnin sýni því fullan skilning að stundum þurfi að loka vegum þegar veðurskilyrði kalla á það, en þriggja daga lokun hafi verið ansi vel í lagt. „Það var löngu orðin brakandi blíða hérna niður frá og það var ekki að sjá að það væru stórir skaflar á löngum köflum á veginum, en það virtist ekki vera möguleiki á að opna fyrr en seint á miðvikudaginn. Það finnst okkur ekki ásættanlegt og við undrumst þetta, því það var ekki meiri ofankoma en við höfum oft séð áður. Við höfum ekki upplifað svona langa lokun, ekki síðan sennilega 1990,“ segir Aldís. Hún segist vonast til þess að Vegagerðin bregðist vel við ákalli bæjarstjórnarinnar, kanni hvað veldur og grípi til þeirra aðgerða sem hægt er til þess að bæta úr málunum. Hveragerði Samgöngur Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Þetta kemur fram í bókum sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið,“ segir í bókuninni. Þá ítrekar bæjarstjórnin mikilvægi þess að veginum, sem sé fjölfarin samgönguæð, verði haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjöldi fólks sæki vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins, og sífellt fjölgi í þeim hópi. Eins sinni fyrirtæki þjónustu þvert á þessi svæði, og því séu greiðar samgöngur á milli þeirra mikilvægar. „Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa,“ segir í bókuninni. Ekki ósátt við lokunina, heldur tímann sem tók að opna Í samtali við fréttastofu segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að auðvitað sýni því allir skilning að stundum þurfi að loka heiðinni þegar vonskuveður gengur yfir, líkt og raunin var í upphafi vikunnar. Hins vegar sæti furðu hversu langan tíma tók að opna heiðina. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Vísir/Vilhelm „Þetta svokallaða Árborgarsvæði fyrir austan fjall er orðið partur af atvinnusóknarsvæði stórhöfuðborgarsvæðisins. Það eru þúsundir manna sem hafa flust hingað austur, sem treysta á það að komast til vinnu til höfuðborgarinnar.“ Bæjarstjórnin sýni því fullan skilning að stundum þurfi að loka vegum þegar veðurskilyrði kalla á það, en þriggja daga lokun hafi verið ansi vel í lagt. „Það var löngu orðin brakandi blíða hérna niður frá og það var ekki að sjá að það væru stórir skaflar á löngum köflum á veginum, en það virtist ekki vera möguleiki á að opna fyrr en seint á miðvikudaginn. Það finnst okkur ekki ásættanlegt og við undrumst þetta, því það var ekki meiri ofankoma en við höfum oft séð áður. Við höfum ekki upplifað svona langa lokun, ekki síðan sennilega 1990,“ segir Aldís. Hún segist vonast til þess að Vegagerðin bregðist vel við ákalli bæjarstjórnarinnar, kanni hvað veldur og grípi til þeirra aðgerða sem hægt er til þess að bæta úr málunum.
Hveragerði Samgöngur Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira