Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2022 09:21 „Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Vísir/Vilhelm Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. Tímarnir breytist og mennirnir með; það sem áður var látið óátalið sé ekki látið viðgangast lengur. „Me Too byltingin hefur skilað miklu og mun gera áfram. Við getum fullseint þakkað þeim röddum sem hafa komið fram og mikilvægt að nýta byltinguna til breytinga. Viðhorfsbreyting hefur þegar átt sér stað enda getum við öll verið sammála um að ofbeldi, í hvað mynd sem það er, á aldrei að líða,“ segir Halla. Tilefni pistlaskrifanna er að í dag er 112 dagurinn en Halla segist vilja hvetja alla þá sem verða fyrir ofbeldi til að tilkynna það um leið til lögreglu og hafa samband við 112, þar sem neyðarverðir séu til staðar og til að aðstoða og leiðbeina um fyrstu viðbrögð. „Lögreglan er kölluð út nær alla daga ársins eftir að ofbeldi hefur átt sér stað. Dapurlegt er að takast á við þessi mál því oftar en ekki eiga margir um mjög sárt að binda. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta þjónustuna við þá sem verða fyrir ofbeldi og því skal haldið áfram. Lögreglan hefur gert gangskör að ýmsu í málaflokkum sem snúa að ofbeldi. Þar er nú tekið mun fastar á málum en áður og var full ástæða til,“ segir Halla. Gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að málum Halla segir að mikil umræða um kynferðisbrot hafi verið mikilvæg og gagnleg. Þolendur hafi stigið fram og sýnt mikið hugrekki. Frásagnir þeirra hafi ýtt við þjóðinni og þar með réttarvörslukerfinu um að úrbóta sé þörf. „Mikilvægast í meðferð kynferðisbrota er að huga að kjarnanum sem er málshraðinn, gæði rannsókna og upplýsingar um gang máls. Þá verður ekki litið framhjá því að sönnunarbyrði þessara mála er oft erfið og þó svo að ekki takist að sanna að eitthvað hafi gerst, þýðir það ekki að það hafi ekki gerst. Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Halla segir að hjá lögreglu sé mikill vilji til að stytta málsmeðferðartímann og auka gæði rannsókna enn frekar. Markvisst hafi verið unnið að úrbótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þeirri vinnu sé ekki lokið. „Einnig gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að sínu máli og er það í skoðun hjá stjórnvöldum. Það er þó ljóst að forsenda þess að geta tekist á við þessa meinsemd í íslensku samfélagi er að fá þessi mál upp á yfirborðið.“ Hér má finna pistil Höllu. Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Tímarnir breytist og mennirnir með; það sem áður var látið óátalið sé ekki látið viðgangast lengur. „Me Too byltingin hefur skilað miklu og mun gera áfram. Við getum fullseint þakkað þeim röddum sem hafa komið fram og mikilvægt að nýta byltinguna til breytinga. Viðhorfsbreyting hefur þegar átt sér stað enda getum við öll verið sammála um að ofbeldi, í hvað mynd sem það er, á aldrei að líða,“ segir Halla. Tilefni pistlaskrifanna er að í dag er 112 dagurinn en Halla segist vilja hvetja alla þá sem verða fyrir ofbeldi til að tilkynna það um leið til lögreglu og hafa samband við 112, þar sem neyðarverðir séu til staðar og til að aðstoða og leiðbeina um fyrstu viðbrögð. „Lögreglan er kölluð út nær alla daga ársins eftir að ofbeldi hefur átt sér stað. Dapurlegt er að takast á við þessi mál því oftar en ekki eiga margir um mjög sárt að binda. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta þjónustuna við þá sem verða fyrir ofbeldi og því skal haldið áfram. Lögreglan hefur gert gangskör að ýmsu í málaflokkum sem snúa að ofbeldi. Þar er nú tekið mun fastar á málum en áður og var full ástæða til,“ segir Halla. Gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að málum Halla segir að mikil umræða um kynferðisbrot hafi verið mikilvæg og gagnleg. Þolendur hafi stigið fram og sýnt mikið hugrekki. Frásagnir þeirra hafi ýtt við þjóðinni og þar með réttarvörslukerfinu um að úrbóta sé þörf. „Mikilvægast í meðferð kynferðisbrota er að huga að kjarnanum sem er málshraðinn, gæði rannsókna og upplýsingar um gang máls. Þá verður ekki litið framhjá því að sönnunarbyrði þessara mála er oft erfið og þó svo að ekki takist að sanna að eitthvað hafi gerst, þýðir það ekki að það hafi ekki gerst. Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Halla segir að hjá lögreglu sé mikill vilji til að stytta málsmeðferðartímann og auka gæði rannsókna enn frekar. Markvisst hafi verið unnið að úrbótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þeirri vinnu sé ekki lokið. „Einnig gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að sínu máli og er það í skoðun hjá stjórnvöldum. Það er þó ljóst að forsenda þess að geta tekist á við þessa meinsemd í íslensku samfélagi er að fá þessi mál upp á yfirborðið.“ Hér má finna pistil Höllu.
Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira