Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 18:30 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. Árásin átti sér stað í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt en maðurinn var handtekinn við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi notað skammbyssu til þess að skjóta á fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Aðgerðir lögreglu í nótt voru gríðarlega umfangsmiklar og þegar mest lét tóku hátt í áttatíu lögreglumenn þátt í að leita að árásarmanninum. Fljótlega eftir að hann fannst við Miklubraut var annar maður, grunaður vitorðsmaður, handtekinn. „Við erum bara með málið í rannsókn en sem stendur eru tveir aðilar grunaðir sem gerendur í þessu máli og við erum bara að skoða það,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. Teljið þið að þetta hafi verið skipulagt? „Það er bara eitt af því sem við verðum bara að skoða og sjá hvað rannsókn leiðir okkur.“ Ótengdur aðili á svæðinu tilkynnti árásina til lögreglu Báðir hinna grunuðu eru á þrítugsaldri og eiga sér sögu hjá lögreglu, þar af hefur annar þeirra varið hluta fullorðinsára sinna á bak við lás og slá. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. „Við teljum að almenningi hafi ekki stafað hætta af þessum mönnum, það er vegna þess að við teljum að þetta sé innan ákveðins hóps og þetta hafi beinst að ákveðnu fólki, þessu fólki sem varð fyrir árásinni þó svo að aðrir hafi verið í hættu sem voru líka á svæðinu,“ segir Margeir. Einn ótengdur aðili var á svæðinu en það var hann sem tilkynnti lögreglu um árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fólkið skotið af færi, konan í kviðinn og maðurinn í lærið. Konan særðist alvarlega. Teljið þið að ásetningurinn hafi verið að drepa? „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Nánast slétt ár er síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði, eða þann 13. febrúar í fyrra og þá var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst. Lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. „Þetta er mjög alvarlegt og það er kannski alltof stutt síðan svipað gerðist eða svipuð árás, atlaga, en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum ekki spenntir fyrir þróun sem þessari.“ Lögreglumál Reykjavík Skotárás í Grafarholti Tengdar fréttir Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Árásin átti sér stað í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt en maðurinn var handtekinn við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi notað skammbyssu til þess að skjóta á fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Aðgerðir lögreglu í nótt voru gríðarlega umfangsmiklar og þegar mest lét tóku hátt í áttatíu lögreglumenn þátt í að leita að árásarmanninum. Fljótlega eftir að hann fannst við Miklubraut var annar maður, grunaður vitorðsmaður, handtekinn. „Við erum bara með málið í rannsókn en sem stendur eru tveir aðilar grunaðir sem gerendur í þessu máli og við erum bara að skoða það,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. Teljið þið að þetta hafi verið skipulagt? „Það er bara eitt af því sem við verðum bara að skoða og sjá hvað rannsókn leiðir okkur.“ Ótengdur aðili á svæðinu tilkynnti árásina til lögreglu Báðir hinna grunuðu eru á þrítugsaldri og eiga sér sögu hjá lögreglu, þar af hefur annar þeirra varið hluta fullorðinsára sinna á bak við lás og slá. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. „Við teljum að almenningi hafi ekki stafað hætta af þessum mönnum, það er vegna þess að við teljum að þetta sé innan ákveðins hóps og þetta hafi beinst að ákveðnu fólki, þessu fólki sem varð fyrir árásinni þó svo að aðrir hafi verið í hættu sem voru líka á svæðinu,“ segir Margeir. Einn ótengdur aðili var á svæðinu en það var hann sem tilkynnti lögreglu um árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fólkið skotið af færi, konan í kviðinn og maðurinn í lærið. Konan særðist alvarlega. Teljið þið að ásetningurinn hafi verið að drepa? „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Nánast slétt ár er síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði, eða þann 13. febrúar í fyrra og þá var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst. Lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. „Þetta er mjög alvarlegt og það er kannski alltof stutt síðan svipað gerðist eða svipuð árás, atlaga, en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum ekki spenntir fyrir þróun sem þessari.“
Lögreglumál Reykjavík Skotárás í Grafarholti Tengdar fréttir Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23
Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16