„Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 20:01 Þau Ingi Torfi og Linda Rakel eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. Ingi Torfi Sverrisson hafði unnið sem fasteignasali á sama vinnustaðnum í 16 ár þegar hann ákvað að taka áhættuna og segja upp vinnunni og snúa sér alfarið í næringarþjálfun. Í dag rekur hann fyrirtækið ITS macros, ásamt sínum betri helmingi, Lindu Rakel Jónsdóttur. Saman hafa þau hjálpað þúsundum Íslendinga að ná árangri og bæta heilsuna. Þau Ingi Torfi og Linda Rakel voru gestir í 43. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Voru vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu saman „Ég hef alltaf verið pínu fyrirliði í mér og alltaf að passa upp á alla. Mér finnst svo gaman að sjá fólk bonda og gera hluti saman og stefna að einhverju saman, sem er í rauninni það sem við erum að gera í dag,“ segir Ingi, en þetta voru þeir eiginleikar sem fönguðu athygli Lindu þegar leiðir þeirra lágu saman í Crossfit. „Ég þekkti hann ekkert, ég vissi hver hann væri og að hann væri fasteignasali. Ég man þegar ég sá hann og ég hugsaði að mig langaði til þess að verða vinkona hans. Mér fannst hann geðveikt skemmtilegur, hann var sjarmerandi og átti svo mikið af vinkonum. Það er stór vinahópur í crossfittinu og hann var svona trúðurinn með brandara en á sama tíma alltaf að peppa alla,“ segir Linda. Á þessum tímapunkti voru þau Ingi og Linda hins vegar bæði í sambandi en urðu góðir vinir. Það var svo ekki fyrr en nokkrum árum síðar þegar þau voru bæði orðin einhleyp sem sambandið fór að þróast út í eitthvað meira. „Þetta var erfiður kafli. Ég var mjög erfiður og tvístíga, er þetta of snemmt og allt það. En svo þegar það byrjar og við tökum bara skrefið þá er þetta búið að gerast á methraða. Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár af því við erum búin að gera svo margt á stuttum tíma,“ segir Ingi en þau hafa aðeins verið saman í rúm tvö ár. Þau Ingi og Linda byrjuðu saman árið 2019. Tók sinn tíma að sameina fjölskyldurnar Ingi á tvítuga dóttur og þrettán ára son úr fyrra sambandi og Linda á eina sex ára dóttur. Þau segja það hafa tekið sinn tíma að sameina fjölskyldurnar. „Það gekk mjög vel með Ólöfu, stelpuna hennar Lindu, hún tók mér mjög vel strax við fyrsta hitting. Mín megin var þetta aðeins erfiðara. Hafþór er þrettán ára og Karen er tuttugu ára, þannig það var erfiðara, skilnaðurinn og allt ferlið var þyngra,“ segir Ingi. Þau segja einlægni Ólafar, yngstu dóttur þeirra, hafa auðveldað sameininguna. Einn daginn hafi hún spurt Hafþór hreint út hvort hann vildi vera bróðir hennar. Í dag hafa börnin öll myndað fallegt samband og segjast þau Ingi og Linda vera í skýjunum með það hvernig allt small saman. Ákvað loksins að elta ástríðuna Í þættinum segja þau frá því hvernig þau hafa haft góð áhrif á hvort annað. Það hafi til dæmis verið drifkraftur Lindu sem ýtti Inga út í það sem hann er að gera núna. „Stundum þarf ég að ýta honum fram af klettinum en svo kann hann alveg að fljúga,“ segir Linda. Ingi segist alla tíð hafa farið öruggu leiðina í lífinu og því fylgi ákveðin eftirsjá. Hann sé því feginn að hafa loksins ákveðið að elta ástríðuna. „Ég er með mjög skapandi hugsun og listrænn í mér og búinn að skrifa þrjár bækur í huganum, en svo vann ég alltaf bara sem fasteignasali af því það meikaði sense. Fínt kaup og rosa þægilegt starf,“ segir Ingi. „Svo áttaði ég mig á því að þetta var ekki það sem ég var bestur í. Þegar maður finnur það og maður getur fengið borgað fyrir það, þá eru það miklu hærri útborguð laun þó svo að launaseðilinn sé kannski lægri, af því þá ertu að vaxa.“ Ísland í dag heimsótti þau Inga og Lindu síðasta haust þar sem þau sögðu frá fyrirtæki sínu. Roðnaði niður í tær í fyrsta matarboðinu Í þættinum segja þau frá vandræðalegu atviki sem átti sér stað þegar Linda fór með Inga í mat heim til foreldra sinna í fyrsta sinn. Það voru alls kyns kræsingar á boðstólnum, þar á meðal rjómasósur og rjómaís í eftirrétt. Eftir matinn brá Linda sér á salernið og þegar hún kom til baka heyrði hún í pabba sínum: „Já hún Linda Rakel hún er alveg eins og ég, ef hún borðar rjóma þá fer hann bara beint í gegn!“. „Þarna var hann bara að segja nýja kærastanum mínum að ef ég borða rjóma þá fái ég bara í magann. Ég var bara „ókei frábært, nú erum við bara búin að ræða þetta“. Ég man ég roðnaði alveg niður í tær!“ segir Linda. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Inga Torfa og Lindu Rakel í heild sinni. Þar ræða þau rómantíkina, foreldrahlutverkið, mikilvægi góðra samskipta og að sjálfsögðu macros lífsstílinn. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Heilsa Tengdar fréttir Stórt skref að segja bæði upp vinnunni og taka áhættuna Ingi Torfi Sverrisson og unnusta hans Linda Rakel Jónsdóttir tóku u-beygju í lífinu þegar þau sögðu upp öruggum störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki. 29. september 2021 12:31 Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag. 3. febrúar 2022 22:01 Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00 „Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Ingi Torfi Sverrisson hafði unnið sem fasteignasali á sama vinnustaðnum í 16 ár þegar hann ákvað að taka áhættuna og segja upp vinnunni og snúa sér alfarið í næringarþjálfun. Í dag rekur hann fyrirtækið ITS macros, ásamt sínum betri helmingi, Lindu Rakel Jónsdóttur. Saman hafa þau hjálpað þúsundum Íslendinga að ná árangri og bæta heilsuna. Þau Ingi Torfi og Linda Rakel voru gestir í 43. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Voru vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu saman „Ég hef alltaf verið pínu fyrirliði í mér og alltaf að passa upp á alla. Mér finnst svo gaman að sjá fólk bonda og gera hluti saman og stefna að einhverju saman, sem er í rauninni það sem við erum að gera í dag,“ segir Ingi, en þetta voru þeir eiginleikar sem fönguðu athygli Lindu þegar leiðir þeirra lágu saman í Crossfit. „Ég þekkti hann ekkert, ég vissi hver hann væri og að hann væri fasteignasali. Ég man þegar ég sá hann og ég hugsaði að mig langaði til þess að verða vinkona hans. Mér fannst hann geðveikt skemmtilegur, hann var sjarmerandi og átti svo mikið af vinkonum. Það er stór vinahópur í crossfittinu og hann var svona trúðurinn með brandara en á sama tíma alltaf að peppa alla,“ segir Linda. Á þessum tímapunkti voru þau Ingi og Linda hins vegar bæði í sambandi en urðu góðir vinir. Það var svo ekki fyrr en nokkrum árum síðar þegar þau voru bæði orðin einhleyp sem sambandið fór að þróast út í eitthvað meira. „Þetta var erfiður kafli. Ég var mjög erfiður og tvístíga, er þetta of snemmt og allt það. En svo þegar það byrjar og við tökum bara skrefið þá er þetta búið að gerast á methraða. Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár af því við erum búin að gera svo margt á stuttum tíma,“ segir Ingi en þau hafa aðeins verið saman í rúm tvö ár. Þau Ingi og Linda byrjuðu saman árið 2019. Tók sinn tíma að sameina fjölskyldurnar Ingi á tvítuga dóttur og þrettán ára son úr fyrra sambandi og Linda á eina sex ára dóttur. Þau segja það hafa tekið sinn tíma að sameina fjölskyldurnar. „Það gekk mjög vel með Ólöfu, stelpuna hennar Lindu, hún tók mér mjög vel strax við fyrsta hitting. Mín megin var þetta aðeins erfiðara. Hafþór er þrettán ára og Karen er tuttugu ára, þannig það var erfiðara, skilnaðurinn og allt ferlið var þyngra,“ segir Ingi. Þau segja einlægni Ólafar, yngstu dóttur þeirra, hafa auðveldað sameininguna. Einn daginn hafi hún spurt Hafþór hreint út hvort hann vildi vera bróðir hennar. Í dag hafa börnin öll myndað fallegt samband og segjast þau Ingi og Linda vera í skýjunum með það hvernig allt small saman. Ákvað loksins að elta ástríðuna Í þættinum segja þau frá því hvernig þau hafa haft góð áhrif á hvort annað. Það hafi til dæmis verið drifkraftur Lindu sem ýtti Inga út í það sem hann er að gera núna. „Stundum þarf ég að ýta honum fram af klettinum en svo kann hann alveg að fljúga,“ segir Linda. Ingi segist alla tíð hafa farið öruggu leiðina í lífinu og því fylgi ákveðin eftirsjá. Hann sé því feginn að hafa loksins ákveðið að elta ástríðuna. „Ég er með mjög skapandi hugsun og listrænn í mér og búinn að skrifa þrjár bækur í huganum, en svo vann ég alltaf bara sem fasteignasali af því það meikaði sense. Fínt kaup og rosa þægilegt starf,“ segir Ingi. „Svo áttaði ég mig á því að þetta var ekki það sem ég var bestur í. Þegar maður finnur það og maður getur fengið borgað fyrir það, þá eru það miklu hærri útborguð laun þó svo að launaseðilinn sé kannski lægri, af því þá ertu að vaxa.“ Ísland í dag heimsótti þau Inga og Lindu síðasta haust þar sem þau sögðu frá fyrirtæki sínu. Roðnaði niður í tær í fyrsta matarboðinu Í þættinum segja þau frá vandræðalegu atviki sem átti sér stað þegar Linda fór með Inga í mat heim til foreldra sinna í fyrsta sinn. Það voru alls kyns kræsingar á boðstólnum, þar á meðal rjómasósur og rjómaís í eftirrétt. Eftir matinn brá Linda sér á salernið og þegar hún kom til baka heyrði hún í pabba sínum: „Já hún Linda Rakel hún er alveg eins og ég, ef hún borðar rjóma þá fer hann bara beint í gegn!“. „Þarna var hann bara að segja nýja kærastanum mínum að ef ég borða rjóma þá fái ég bara í magann. Ég var bara „ókei frábært, nú erum við bara búin að ræða þetta“. Ég man ég roðnaði alveg niður í tær!“ segir Linda. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Inga Torfa og Lindu Rakel í heild sinni. Þar ræða þau rómantíkina, foreldrahlutverkið, mikilvægi góðra samskipta og að sjálfsögðu macros lífsstílinn.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Heilsa Tengdar fréttir Stórt skref að segja bæði upp vinnunni og taka áhættuna Ingi Torfi Sverrisson og unnusta hans Linda Rakel Jónsdóttir tóku u-beygju í lífinu þegar þau sögðu upp öruggum störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki. 29. september 2021 12:31 Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag. 3. febrúar 2022 22:01 Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00 „Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Stórt skref að segja bæði upp vinnunni og taka áhættuna Ingi Torfi Sverrisson og unnusta hans Linda Rakel Jónsdóttir tóku u-beygju í lífinu þegar þau sögðu upp öruggum störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki. 29. september 2021 12:31
Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag. 3. febrúar 2022 22:01
Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00
„Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00