Shiffrin keppir á morgun en er hætt að tala við fjölmiðla á ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 14:31 Miklar væntingar voru gerðar til Mikaelu Shiffrin á Vetrarólympíuleikunum enda sannkölluð ofurstjarna í vetraríþróttum. getty/Tom Pennington Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin ætlar ekki að veita fleiri viðtöl á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Shiffrin hefur valdið miklum vonbrigðum í Peking og klúðraði fyrstu tveimur greinunum sínum, stórsvigi og svigi. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011, þegar hún var sextán ára, sem henni tekst ekki að klára tvær greinar í röð. Hin 26 ára Shiffrin barðist við tárin í viðtali við NBC eftir að hafa keyrt út af eftir aðeins fimm sekúndur í sviginu í gær. Shiffrin gaf meðal annars í skyn að hún myndi ekki keppa í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum eftir vonbrigðin í stórsviginu og sviginu. Nú er hins vegar ljóst að hún keppir í risastórsvigi á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein á Vetrarólympíuleikum. Shiffrin ætlar hins vegar ekki að veita fjölmiðlum viðtöl það sem eftir lifir Vetrarólympíuleikanna. Talskona hennar sendi Reuters skilaboð þar sem hún sagði að hvorki Shiffrin né móðir hennar og þjálfari, Eileen, myndu tala við fjölmiðla í nánustu framtíð. Mikla athygli vakti þegar tenniskonan Naomi Osaka hótaði að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári ef hún fengi ekki að sleppa við að mæta á blaðamannafundi. Hún sagði að aðstæðurnar á þeim settu ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttafólks. Þá dró bandaríska ofurstjarnan Simone Biles sig úr leik í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Peking vegna andlegs álags. Shiffrin þykir eiga fína möguleika í risastórsviginu en hún vann þá grein á HM 2019. Shiffrin er einnig skráð til leiks í bruni og tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira
Shiffrin hefur valdið miklum vonbrigðum í Peking og klúðraði fyrstu tveimur greinunum sínum, stórsvigi og svigi. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011, þegar hún var sextán ára, sem henni tekst ekki að klára tvær greinar í röð. Hin 26 ára Shiffrin barðist við tárin í viðtali við NBC eftir að hafa keyrt út af eftir aðeins fimm sekúndur í sviginu í gær. Shiffrin gaf meðal annars í skyn að hún myndi ekki keppa í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum eftir vonbrigðin í stórsviginu og sviginu. Nú er hins vegar ljóst að hún keppir í risastórsvigi á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein á Vetrarólympíuleikum. Shiffrin ætlar hins vegar ekki að veita fjölmiðlum viðtöl það sem eftir lifir Vetrarólympíuleikanna. Talskona hennar sendi Reuters skilaboð þar sem hún sagði að hvorki Shiffrin né móðir hennar og þjálfari, Eileen, myndu tala við fjölmiðla í nánustu framtíð. Mikla athygli vakti þegar tenniskonan Naomi Osaka hótaði að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári ef hún fengi ekki að sleppa við að mæta á blaðamannafundi. Hún sagði að aðstæðurnar á þeim settu ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttafólks. Þá dró bandaríska ofurstjarnan Simone Biles sig úr leik í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Peking vegna andlegs álags. Shiffrin þykir eiga fína möguleika í risastórsviginu en hún vann þá grein á HM 2019. Shiffrin er einnig skráð til leiks í bruni og tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira