Hafa úrskurðað um orsök dauða Bob Saget Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 07:35 Bob Saget lést á hótelherbergi sínu í Orlando í Flórída þann 9. janúar síðastliðinn. AP Fjölskylda bandaríska grínistans Bob Saget hefur nú greint frá því hvað það var sem dró Saget til dauða, en hann fannst látinn á hótelherbergi í Orlandi í Flórída í síðasta mánuði, 65 ára að aldri. Ýmsar vangaveltur hafa verið um hvort hann hafi látist af völdum hjartaáfalls eða heilablóðfalls, en starfsfólk Ritz-hótelsins komu að Saget látnum í rúmi sínu eftir að hafa fengið beiðni frá aðstandendum grínistans um að kanna málið eftir að þau höfðu ekki náð sambandi við hann í einhvern tíma. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni segir hins vegar að ekki hafi verið um heilablóðfall eða hjartaáfall að ræða, heldur hafi hann látist af völdum höfuðáverka. „Yfirvöld hafa slegið því föstu að Bob lést af völdum höfuðáverka,“ segir í yfirlýsingunni að því er fram kemur í frétt Deadline. Hafi hann rekið hnakkann í eitthvað og farið svo að sofa án þess að hugsa meira um það. Ennfremur segir að Saget hafi hvorki verið undir áhrifum áfengis né annarra fíkniefna þegar hann lést. Fjölskyldan þakkar sömuleiðis fyrir allan þann stuðning sem þau hafi fengið í kjölfar andláts Sagets. Túlkaði Danny Tanner í Full House Saget var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk ekkilsins Danny Tanner í þáttunum Full House, sem framleiddir voru á árunum 1987 til 1995. Í þáttunum sagði frá uppeldi hans á þremur dætrum sínum með aðstoð tveggja bræðra sinna sem þeir John Stamos og Dave Coulier túlkuðu. Candace Cameron Bure, Jodie Sweetin fóru með hlutverk tveggja elstu dætranna, DJ og Stephanie, og Mary-Kate og Ashley Olsen skiptust á að túlka þá yngstu, Michelle. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. Saget setti sig aftur í spor Tanner þegar Netflix hóf framleiðslu á þáttunum Fuller House árið 2016 þar sem kastljósinu var beint að eldri dætrum Tanner sérstaklega. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Bob Saget er látinn Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær. 10. janúar 2022 07:21 Stjörnurnar minnast Bob Saget Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum. 10. janúar 2022 15:15 Minntist Bob Saget: „Ég tók þetta upp fjórtán sinnum“ Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist vinar síns Bob Saget í þættinum í gær. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi fannst Bandaríski leikarinn og grínistinn látinn á tótelherbergi í Flórída. 11. janúar 2022 15:01 John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget í bílnum hans John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget á leiðinni heim af flugvellinum þar sem þeir voru að sækja bílinn hans eftir að hann féll frá um helgina. 13. janúar 2022 14:30 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Sjá meira
Ýmsar vangaveltur hafa verið um hvort hann hafi látist af völdum hjartaáfalls eða heilablóðfalls, en starfsfólk Ritz-hótelsins komu að Saget látnum í rúmi sínu eftir að hafa fengið beiðni frá aðstandendum grínistans um að kanna málið eftir að þau höfðu ekki náð sambandi við hann í einhvern tíma. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni segir hins vegar að ekki hafi verið um heilablóðfall eða hjartaáfall að ræða, heldur hafi hann látist af völdum höfuðáverka. „Yfirvöld hafa slegið því föstu að Bob lést af völdum höfuðáverka,“ segir í yfirlýsingunni að því er fram kemur í frétt Deadline. Hafi hann rekið hnakkann í eitthvað og farið svo að sofa án þess að hugsa meira um það. Ennfremur segir að Saget hafi hvorki verið undir áhrifum áfengis né annarra fíkniefna þegar hann lést. Fjölskyldan þakkar sömuleiðis fyrir allan þann stuðning sem þau hafi fengið í kjölfar andláts Sagets. Túlkaði Danny Tanner í Full House Saget var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk ekkilsins Danny Tanner í þáttunum Full House, sem framleiddir voru á árunum 1987 til 1995. Í þáttunum sagði frá uppeldi hans á þremur dætrum sínum með aðstoð tveggja bræðra sinna sem þeir John Stamos og Dave Coulier túlkuðu. Candace Cameron Bure, Jodie Sweetin fóru með hlutverk tveggja elstu dætranna, DJ og Stephanie, og Mary-Kate og Ashley Olsen skiptust á að túlka þá yngstu, Michelle. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. Saget setti sig aftur í spor Tanner þegar Netflix hóf framleiðslu á þáttunum Fuller House árið 2016 þar sem kastljósinu var beint að eldri dætrum Tanner sérstaklega.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Bob Saget er látinn Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær. 10. janúar 2022 07:21 Stjörnurnar minnast Bob Saget Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum. 10. janúar 2022 15:15 Minntist Bob Saget: „Ég tók þetta upp fjórtán sinnum“ Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist vinar síns Bob Saget í þættinum í gær. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi fannst Bandaríski leikarinn og grínistinn látinn á tótelherbergi í Flórída. 11. janúar 2022 15:01 John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget í bílnum hans John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget á leiðinni heim af flugvellinum þar sem þeir voru að sækja bílinn hans eftir að hann féll frá um helgina. 13. janúar 2022 14:30 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Sjá meira
Bob Saget er látinn Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær. 10. janúar 2022 07:21
Stjörnurnar minnast Bob Saget Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum. 10. janúar 2022 15:15
Minntist Bob Saget: „Ég tók þetta upp fjórtán sinnum“ Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist vinar síns Bob Saget í þættinum í gær. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi fannst Bandaríski leikarinn og grínistinn látinn á tótelherbergi í Flórída. 11. janúar 2022 15:01
John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget í bílnum hans John Mayer og Jeff Ross minnast Bob Saget á leiðinni heim af flugvellinum þar sem þeir voru að sækja bílinn hans eftir að hann féll frá um helgina. 13. janúar 2022 14:30