Vann ÓL-gull og fagnaði með að kyssa þjálfarann og hrauna yfir sambandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 08:30 Arianna Fontana kyssir hér þjálfara sinn sem er líka eiginmaður hennar. AP/David J. Phillip Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull í skautaati í vikunni og fagnaði því á frekar sérstakan hátt. Eftir að gullið var í höfn þá kyssti hún þjálfara sinn og hraunaði síðan fyrir Skautasamband Ítala í viðtölum við blaðamenn. Fontana fagnaði sigrinum með því að öskra og steyta hnefanum upp í loftið en það var öllum ljóst að þetta skipti hana gríðarlegu máli. Why gold medalist Arianna Fontana's 2022 Olympics kiss had a hint of revenge https://t.co/sVodGkmcGI pic.twitter.com/C6j9LAwUjw— New York Post (@nypost) February 9, 2022 „Ég er ekki vön því að öskra en þetta var leið fyrir mig að ná öllu út því ég þurfti að losa mig við reiðina,“ sagði Arianna Fontana. Hún skautaði síðan beint til þjálfara síns, Anthony Lobello Jr., og smellti á hann kossi eins og sjá má á myndinni að ofan. Hin 31 árs gamla skautakona heldur því fram að enginn hjá Skautasambandi Ítala hafi viljað sjá hana á þessum leikum. Hún hefur staðið í deilum við ítalska sambandið síðan á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Deilan á rætur sínar að rekja til þess að hún ákvað að eiginmaðurinn yrði þjálfari hennar. Í framhaldi af þeirri ákvöðrun lækkaði ítalska sambandið stuðningsgreiðslur sínar. „Við vorum að glíma við fólk sem vildi ekki sjá mig hér. Sambandið hefur ekki stutt vel við bakið á mér af því að maðurinn minn þjálfar mig,“ sagði Arianna Fontana. History! Arianna Fontana wins #Gold in #ShortTrackSkating - Women's 500m, her 10th Olympic medal to tie Stefania Belmondo as the most decorated Italian female Olympian in history!#Beijing2022 | #StrongerTogether | @ItaliaTeam_It | @AryFonta— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 „Við sýndum öllum að hann er frábær þjálfari. Það var best fyrir mig að hafa hann mér við hlið,“ sagði Arianna. Þau eyddu þremur árum í Ungverjalandi en komu til baka til Ítalíu á síðasta ári til að æfa með ítalska landsliðinu. „Ég hitti stjórnarmenn á ganginum og þeir óskuðu mér ekki til hamingju. Það er reyndar betra að þeir haldi sig bara fjarri,“ sagði Arianna og hún er óviss með framhaldið. „Ef hlutirnir breytast ekki þá ætla ég ekki að ganga aftur í gegnum þetta,“ sagði Arianna. Hún er mjög sigursæl en þetta voru hennar tíundu verðlaun á Ólympíuleikun. Arianna vann einnig gull í 500 metra skautaati í Pyeongchang 2018 og fékk silfur í greininni í Sochi 2014. Hún hefur unnið tvö gull, þrjú silfur og fimm brons á Ólympíuleikum. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Sjá meira
Eftir að gullið var í höfn þá kyssti hún þjálfara sinn og hraunaði síðan fyrir Skautasamband Ítala í viðtölum við blaðamenn. Fontana fagnaði sigrinum með því að öskra og steyta hnefanum upp í loftið en það var öllum ljóst að þetta skipti hana gríðarlegu máli. Why gold medalist Arianna Fontana's 2022 Olympics kiss had a hint of revenge https://t.co/sVodGkmcGI pic.twitter.com/C6j9LAwUjw— New York Post (@nypost) February 9, 2022 „Ég er ekki vön því að öskra en þetta var leið fyrir mig að ná öllu út því ég þurfti að losa mig við reiðina,“ sagði Arianna Fontana. Hún skautaði síðan beint til þjálfara síns, Anthony Lobello Jr., og smellti á hann kossi eins og sjá má á myndinni að ofan. Hin 31 árs gamla skautakona heldur því fram að enginn hjá Skautasambandi Ítala hafi viljað sjá hana á þessum leikum. Hún hefur staðið í deilum við ítalska sambandið síðan á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Deilan á rætur sínar að rekja til þess að hún ákvað að eiginmaðurinn yrði þjálfari hennar. Í framhaldi af þeirri ákvöðrun lækkaði ítalska sambandið stuðningsgreiðslur sínar. „Við vorum að glíma við fólk sem vildi ekki sjá mig hér. Sambandið hefur ekki stutt vel við bakið á mér af því að maðurinn minn þjálfar mig,“ sagði Arianna Fontana. History! Arianna Fontana wins #Gold in #ShortTrackSkating - Women's 500m, her 10th Olympic medal to tie Stefania Belmondo as the most decorated Italian female Olympian in history!#Beijing2022 | #StrongerTogether | @ItaliaTeam_It | @AryFonta— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 „Við sýndum öllum að hann er frábær þjálfari. Það var best fyrir mig að hafa hann mér við hlið,“ sagði Arianna. Þau eyddu þremur árum í Ungverjalandi en komu til baka til Ítalíu á síðasta ári til að æfa með ítalska landsliðinu. „Ég hitti stjórnarmenn á ganginum og þeir óskuðu mér ekki til hamingju. Það er reyndar betra að þeir haldi sig bara fjarri,“ sagði Arianna og hún er óviss með framhaldið. „Ef hlutirnir breytast ekki þá ætla ég ekki að ganga aftur í gegnum þetta,“ sagði Arianna. Hún er mjög sigursæl en þetta voru hennar tíundu verðlaun á Ólympíuleikun. Arianna vann einnig gull í 500 metra skautaati í Pyeongchang 2018 og fékk silfur í greininni í Sochi 2014. Hún hefur unnið tvö gull, þrjú silfur og fimm brons á Ólympíuleikum.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti