Hafði endanlega betur og fær tugmilljóna bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2022 15:33 Mótorhjólamaðurinn slasaðist alvarlega í slysinu en mun nú fá fullar bætur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Vörður þarf að greiða mótorhjólamanni sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi árið 2013 67 milljónir í bætur vegna slyssins. Tekist var á um hvort að mótorhjólamaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda árekstursins. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Manninum hafði áður verið dæmdar bætur í héraði og í Landsrétti, en þar var honum gert að bera tjón sitt sjálfur að þriðjungi. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók hann bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafðist hann 67 milljóna króna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins. Krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins en varanleg orörka mannsins var metin 85 prósent eftir slysið. Tryggingafélagið viðurkenndi bótaskyldu í málinu en taldi að skerða ætti bætur um helming vegna stórkostlegs gáleysis mannsins. Deila mannsins og Varðar snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Þá taldi mótorhjólamaðurinn að tilkynning Varðar um að félagið hygðist skerða bætur vegna slyssins hafi borist of seint, eða átján mánuðum eftir slysið. Þetta virðist hafa haft verulega þýðingu í úrlausn Hæstaréttar í málinu en í niðurstöðu dómsins segir að með þessu hafi tryggingafélagið sýnt af sér verulegt tómlæti, og þar með glatað rétti sínum til að skerða bætur mannsins. Þarf Vörður því að greiða manninum fullar bætur, 67 millónir króna, að frádregnum 35 milljónum króna sem félagið hefur þegar greitt manninum vegna slyssins. Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. 23. mars 2019 09:20 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Manninum hafði áður verið dæmdar bætur í héraði og í Landsrétti, en þar var honum gert að bera tjón sitt sjálfur að þriðjungi. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók hann bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafðist hann 67 milljóna króna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins. Krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins en varanleg orörka mannsins var metin 85 prósent eftir slysið. Tryggingafélagið viðurkenndi bótaskyldu í málinu en taldi að skerða ætti bætur um helming vegna stórkostlegs gáleysis mannsins. Deila mannsins og Varðar snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Þá taldi mótorhjólamaðurinn að tilkynning Varðar um að félagið hygðist skerða bætur vegna slyssins hafi borist of seint, eða átján mánuðum eftir slysið. Þetta virðist hafa haft verulega þýðingu í úrlausn Hæstaréttar í málinu en í niðurstöðu dómsins segir að með þessu hafi tryggingafélagið sýnt af sér verulegt tómlæti, og þar með glatað rétti sínum til að skerða bætur mannsins. Þarf Vörður því að greiða manninum fullar bætur, 67 millónir króna, að frádregnum 35 milljónum króna sem félagið hefur þegar greitt manninum vegna slyssins.
Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. 23. mars 2019 09:20 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. 23. mars 2019 09:20