Saman að settu marki Almar Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2022 11:00 Ég hef lengi tekið þátt íþrótta- og æskulýðsstarf, sem iðkandi, foreldri, stjórnarmaður og ekki síst stuðningsmaður. Ég brenn fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ. Við höfum sett stefnuna á heilsueflandi samfélag, þar sem íþróttir, hreyfing og útivist eru í forgrunni. Nýtum kraftinn í frjálsum félögum Þessi greinarstúfur myndi ekki endast mér til að telja upp þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Ég leyfi mér þó að nefna sem dæmi ungmennafélög, golfklúbba, hestamannafélög, siglingaklúbb, skátahreyfinguna, félög eldri borgara og fjölda góðgerðafélaga. Hinn brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta. Samvinnu sveitarfélagsins og frjálsra félaga má þróa þannig að þau taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Börn vaxa að endingu úr grasi og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með smávægilegum lífsstílsbreytingum má stórefla lífsgæði okkar sem teljast fullorðin. Því þarf Garðabær að vinna áfram að því markmiði að vera í forystu þegar kemur að faglegri vinnu til heilsueflingar eldri borgara. Þá má ekki gleyma að styðja við afreksstarfið, þar sem fyrirmyndirnar verða til sem aftur auka áhuga og elju þeirra sem yngri eru. Uppbyggingu aðstöðu lýkur aldrei Um þessar mundir fögnum við opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum hefur líka verið endurbætt undanfarin misseri. Uppbyggingu góðrar aðstöðu lýkur þó aldrei og er áætlað að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Það er líka mikilvægt að fjölbreytnin og hinar almennu íþróttir fái notið sín. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta svo dæmi séu tekin. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Útivist og íþróttir fyrir allaÍ þjónustu við íbúa til framtíðar þurfum við að byggja á því sem er gott í okkar samfélagi. Með samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins verður hægt að gera Garðabæ að enn betri stað til að búa á. Sem langhlaupari veit ég að endamarkmiðið er ekki árangur dagsins í dag heldur þarf stöðugt að vinna að enn betri árangri. Það gerum við með metnaðarfullum markmiðum og samvinnu.Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Almar Guðmundsson Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi tekið þátt íþrótta- og æskulýðsstarf, sem iðkandi, foreldri, stjórnarmaður og ekki síst stuðningsmaður. Ég brenn fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ. Við höfum sett stefnuna á heilsueflandi samfélag, þar sem íþróttir, hreyfing og útivist eru í forgrunni. Nýtum kraftinn í frjálsum félögum Þessi greinarstúfur myndi ekki endast mér til að telja upp þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Ég leyfi mér þó að nefna sem dæmi ungmennafélög, golfklúbba, hestamannafélög, siglingaklúbb, skátahreyfinguna, félög eldri borgara og fjölda góðgerðafélaga. Hinn brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta. Samvinnu sveitarfélagsins og frjálsra félaga má þróa þannig að þau taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Börn vaxa að endingu úr grasi og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með smávægilegum lífsstílsbreytingum má stórefla lífsgæði okkar sem teljast fullorðin. Því þarf Garðabær að vinna áfram að því markmiði að vera í forystu þegar kemur að faglegri vinnu til heilsueflingar eldri borgara. Þá má ekki gleyma að styðja við afreksstarfið, þar sem fyrirmyndirnar verða til sem aftur auka áhuga og elju þeirra sem yngri eru. Uppbyggingu aðstöðu lýkur aldrei Um þessar mundir fögnum við opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum hefur líka verið endurbætt undanfarin misseri. Uppbyggingu góðrar aðstöðu lýkur þó aldrei og er áætlað að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Það er líka mikilvægt að fjölbreytnin og hinar almennu íþróttir fái notið sín. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta svo dæmi séu tekin. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Útivist og íþróttir fyrir allaÍ þjónustu við íbúa til framtíðar þurfum við að byggja á því sem er gott í okkar samfélagi. Með samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins verður hægt að gera Garðabæ að enn betri stað til að búa á. Sem langhlaupari veit ég að endamarkmiðið er ekki árangur dagsins í dag heldur þarf stöðugt að vinna að enn betri árangri. Það gerum við með metnaðarfullum markmiðum og samvinnu.Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun