Innlent

Sjúklingum með Covid-19 fækkar á Landspítalanum milli daga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Meðalaldur innlagðra er 64 ár.
Meðalaldur innlagðra er 64 ár. Vísir/Vilhelm

33 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19 og fækkar því um tvo á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 64 ár.

Í gær var staðan þannig að 35 sjúklingar voru á Landspítala með Covid-19. Einn var á gjörgæslu og var hann í öndunarvél.

7.179 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.498 börn. Í gær voru 7.222 sjúklingar í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.517 börn.

Covid sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru 248 samanborið við 218 í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×