Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 19:10 Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi á öllum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í morgun. Hættustigi var jafnframt lýst yfir á Ísafirði, þar sem reitur 9 undir Steiniðjugili var rýmdur en rýmingunni var aflétt síðdegis í dag. Rýmingarsvæðið á Ísafirði.Ragnar Visage Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Síðast í morgun féll snjóflóð fyrir ofan rýmingarsvæðið á Ísafirði og þá var tilkynnt um flóð yfir veg í Önundarfirði í dag. Ekki er nú talinn nægur snjór í fleiri flóð sem ógnað geta húsum á svæðinu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa. Ragnar Visage Á Patreksfirði var einnig lýst yfir hættustigi eftir að snjóflóð féllu á varnargarða í nótt. Átta íbúðarhús í rýmingarreit 4 voru rýmd með skömmum fyrirvara í morgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ segir Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Hólum 18. Það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið, rýmingin hafi komið flatt upp á fjölskylduna. „Kolófært í öllum bænum“ Ekki hafa fleiri snjóflóð fallið við bæinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Varnargarður ver hluta rýmingarreitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja svæðið sem var rýmt. Fjölskyldan, alls fimm manns, dvelur nú í íbúð á öruggari stað í bænum. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hún segir samfélagið á Patreksfirði hálflamað í vetrarríkinu. „Það er alveg gífurlega mikill snjór núna. Og það er alveg kolófært í öllum bænum. Björgunarsveitin er að ná í börnin fyrir okkur í skóla og í leikskóla. Starfsmenn fara bara með björgunarsveitinni, sem betur fer er björgunarsveitin hérna bara æðisleg,“ segir Kittý. Hún man vart eftir öðru eins veðri. „Ég hef samt ekki séð svona vont veður núna í nokkur ár og ekki þannig að það er allt ófært. Það er varla hægt að keyra göturnar hérna og bílarnir hafa ekki undan við að moka. Þannig að þetta er með því versta sem ég hef séð, allavega í sjö, átta ár.“ Vesturbyggð Ísafjarðarbær Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00 Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi á öllum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í morgun. Hættustigi var jafnframt lýst yfir á Ísafirði, þar sem reitur 9 undir Steiniðjugili var rýmdur en rýmingunni var aflétt síðdegis í dag. Rýmingarsvæðið á Ísafirði.Ragnar Visage Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Síðast í morgun féll snjóflóð fyrir ofan rýmingarsvæðið á Ísafirði og þá var tilkynnt um flóð yfir veg í Önundarfirði í dag. Ekki er nú talinn nægur snjór í fleiri flóð sem ógnað geta húsum á svæðinu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa. Ragnar Visage Á Patreksfirði var einnig lýst yfir hættustigi eftir að snjóflóð féllu á varnargarða í nótt. Átta íbúðarhús í rýmingarreit 4 voru rýmd með skömmum fyrirvara í morgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ segir Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Hólum 18. Það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið, rýmingin hafi komið flatt upp á fjölskylduna. „Kolófært í öllum bænum“ Ekki hafa fleiri snjóflóð fallið við bæinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Varnargarður ver hluta rýmingarreitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja svæðið sem var rýmt. Fjölskyldan, alls fimm manns, dvelur nú í íbúð á öruggari stað í bænum. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hún segir samfélagið á Patreksfirði hálflamað í vetrarríkinu. „Það er alveg gífurlega mikill snjór núna. Og það er alveg kolófært í öllum bænum. Björgunarsveitin er að ná í börnin fyrir okkur í skóla og í leikskóla. Starfsmenn fara bara með björgunarsveitinni, sem betur fer er björgunarsveitin hérna bara æðisleg,“ segir Kittý. Hún man vart eftir öðru eins veðri. „Ég hef samt ekki séð svona vont veður núna í nokkur ár og ekki þannig að það er allt ófært. Það er varla hægt að keyra göturnar hérna og bílarnir hafa ekki undan við að moka. Þannig að þetta er með því versta sem ég hef séð, allavega í sjö, átta ár.“
Vesturbyggð Ísafjarðarbær Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00 Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00
Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19
Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37