„Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 20:31 Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, segir tilkomu kvótakerfisins eins og við þekkjum það í dag mun flóknari en fram komi í Verbúðinni. Vísir/samsett Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin, sem sýndir eru á sunnudagskvöldum á RÚV, hafa notið mikilla vinsælda hér á landi frá því að þeir hófu göngu sína í desember. Aðeins einn þáttur er eftir í röðinni en frá sýningu fyrsta þáttar hefur áhugi landsmanna á tilurð kvótakerfisins aukist gríðarlega. Eins og kvikmyndaklipparinn Guðni Halldórsson komst að orði á Twitter eftir fyrsta þáttinn að honum datt ekki í hug að hægt væri að gera kvótakerfi og fiskveiðar að skemmtilegu sjónvarpsefni en annað varð úr. Ekki datt mér í hug að það væri hægt að gera kvótakerfi og fiskveiðar að skemmtilegu sjónvarpsefni, og hafði mjög litlar væntingar. En vel gert Vesturport, mjög gott #verbúðin— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) December 26, 2021 Höfundar þáttanna hafa hamrað á því frá fyrsta þætti að þeir séu byggðir á raunverulegum atburðum, allt sem sæist á skjánum hefði raunverulega gerst. Atburðirnir væru dramatíseraðir að einhverju leyti en ekkert tilbúningur. „Ég held ekki að við sætum öll límd á sunnudagskvöldum yfir sögulegum frásögnum af tilurð kvótakerfisins, ég held að það yrði fljótt frekar þreytandi. Þannig að það er mjög skiljanlegt að sagan sé einfölduð,“ sagði Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þess ber að geta þegar hér er komið við sögu að Gísli Örn Garðarsson, einn af leikstjórum, höfundum og framleiðendum Verbúðarinnar, sagði í viðtali við Vísi í desember að höfundar hafi gert sitt besta að einfalda kvótakerfið og færa það yfir á mannamál en jú með drama, húmor og sjálfsskoðun. „Þetta voru kannski ekki eins miklir atburðir eins og þarna er gefið í skyn heldur var þetta þróun á töluvert löngu tímabili undir nokkrum ríkisstjórnum, sem leiddi þetta af sér. Það var ekki þannig að þetta framsal væri tekið upp svona einn, tveir og þrír og án fyrirvara og kannski heldur ekki án djúprar heimspekilegrar umræðu um eignarrétt heldur þróaðist þetta með þessum hætti getum við sagt,“ segir Daði. Á þessum árum sem kvótakerfið var tekið upp hér á landi glímdu mörg ríki við sömu vandamál í veiðum og hér. Maðurinn, að sögn Daða, var orðinn svo mikið rándýr að bráðin átti lítinn séns. Og Íslendingar höfðu reynslu af hruni fiskstofna, til dæmis þegar síldarstofninn hrundi á sjöunda áratugi síðustu aldar. „Og við vorum raunar búin að prófa þessi kerfi í uppsjávarveiðum áður en þau eru tekin upp í botnfiskveiðum.“ Afaarfur notaður hjá flestum þjóðum Kvótakerfið hefur verið til mikillar umræðu hér á landi að undanförnu eins og áður segir, en þó ekki bara í tengslum við Verbúðina heldur líka vegna umræðu um það að kvóti erfist milli kynslóða og sé þar með „eign“ þeirra fjölskyldna sem með hann fara. „Þetta fyrirkomulag, sem er kallað í fræðigreininni „grandfathering“, svona eins og þú fáir eitthvað í arf frá afa þínum, er raunar sú aðferð sem því sem næst allar þjóðir hafa beitt við þetta. Ástæðan er sú að þegar þú breytir svona kerfi þá er það aldrei á einhverjum venjulegum þriðjudegi þar sem allt gengur vel heldur er það þegar allt er í krísu og báli og brandi,“ segir Daði. „Það verður að taka upp eitthvað kerfi sem tekst á við vandann en kerfið verður að vera þannig að útvegurinn geti lifað við hann. Afkoma í útgerð á Íslandi á þessum tíma var mjög léleg. Kvótakerfið sem aðferð til að takmarka ofveiði hefur nú kannski ekki farið að virka almennilega fyrr en á allra síðustu árum. Framan af snerist þetta meira um of mikla sókn og of mikla fjárfestingu í sjávarútvegi sem leiddi til mjög lélegrar afkomu,“ segir Daði og segir kerfið hafa snúist meira um hver fengi að veiða en hversu mikið ætti að veiða. Framsalið komið til löngu áður en það varð að lögum Daði segist sjálfur telja aflaregluna sem nú er í gildi einu almennu nothæfu lausnina til að stýra ábatasömum veiðum. Það geti þó leitt til pólitískra deilna þegar ábati verður af nýtingu auðlinda sem eru í sameign. „Ég held að engan hafi órað fyrir að kvótakerfið myndi skila eins ábatasömum sjávarútvegi og við erum að sjá í dag. Einhverjar prinsippspurningar voru auðvitað en eins og ágætlega kemur fram í þessum þáttum var afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna mjög slæm. Og þetta snerist meira um það að það blasti við að þjóðin gat ekki búið við að þessi grundvallaratvinnuvegur skilaði ekki arði. Þessar spurningar um eignarhaldið á auðlindinni og annað slíkt, þær voru ekki eins fyrirferðarmiklar.“ Í nýjustu þáttum Verbúðarinnar er framsal kvótans eitt meginviðfangsefnið. Aðalpersónurnar, sem reka jú útgerð, eru óðar í að framsal kvótans verði að lögum. Daði segir framsalið ekki hafa komið til á einni nóttu. „Þó að framsalið hafi orðið að eiginlegum grundvallarlögum og orðið frjálst með þessum lögum sem eru sett 1990 þá var nú búið að framselja kvóta í allnokkur ár fram að því og það mátti raunar flytja hann á milli skipa alveg frá upphafi innan útgerða. Það voru alls konar undanþágur, bréf til ráðherra og þessir flutningar skiptu hundruðum áður en þeir urðu að lögum.“ Sjávarútvegur Bíó og sjónvarp Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Netverjar elska Verbúðina og vilja sambærilega þætti fyrir önnur mál Sjónvarpsþátturinn Verbúðin úr smiðju Vesturports hefur vakið mikla lukku meðal Íslendinga og velta netverjar nú fyrir sér hvaða íslensku mál þurfi að taka fyrir á sambærilegan hátt. 27. janúar 2022 13:01 Fyrsta stiklan úr Verbúðinni: „Þetta er óður til níunda áratugarins“ Fyrsta stiklan fyrir þættina Verbúðina, úr smiðju Vesturports, hefur verið sýnd. Þættirnir verða frumsýndir á RÚV á öðrum degi jóla og eru átta í heildina. Leikstjóri þáttanna segir þá óð til níunda áratugarins. 4. desember 2021 13:53 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir Verbúðin, sem sýndir eru á sunnudagskvöldum á RÚV, hafa notið mikilla vinsælda hér á landi frá því að þeir hófu göngu sína í desember. Aðeins einn þáttur er eftir í röðinni en frá sýningu fyrsta þáttar hefur áhugi landsmanna á tilurð kvótakerfisins aukist gríðarlega. Eins og kvikmyndaklipparinn Guðni Halldórsson komst að orði á Twitter eftir fyrsta þáttinn að honum datt ekki í hug að hægt væri að gera kvótakerfi og fiskveiðar að skemmtilegu sjónvarpsefni en annað varð úr. Ekki datt mér í hug að það væri hægt að gera kvótakerfi og fiskveiðar að skemmtilegu sjónvarpsefni, og hafði mjög litlar væntingar. En vel gert Vesturport, mjög gott #verbúðin— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) December 26, 2021 Höfundar þáttanna hafa hamrað á því frá fyrsta þætti að þeir séu byggðir á raunverulegum atburðum, allt sem sæist á skjánum hefði raunverulega gerst. Atburðirnir væru dramatíseraðir að einhverju leyti en ekkert tilbúningur. „Ég held ekki að við sætum öll límd á sunnudagskvöldum yfir sögulegum frásögnum af tilurð kvótakerfisins, ég held að það yrði fljótt frekar þreytandi. Þannig að það er mjög skiljanlegt að sagan sé einfölduð,“ sagði Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þess ber að geta þegar hér er komið við sögu að Gísli Örn Garðarsson, einn af leikstjórum, höfundum og framleiðendum Verbúðarinnar, sagði í viðtali við Vísi í desember að höfundar hafi gert sitt besta að einfalda kvótakerfið og færa það yfir á mannamál en jú með drama, húmor og sjálfsskoðun. „Þetta voru kannski ekki eins miklir atburðir eins og þarna er gefið í skyn heldur var þetta þróun á töluvert löngu tímabili undir nokkrum ríkisstjórnum, sem leiddi þetta af sér. Það var ekki þannig að þetta framsal væri tekið upp svona einn, tveir og þrír og án fyrirvara og kannski heldur ekki án djúprar heimspekilegrar umræðu um eignarrétt heldur þróaðist þetta með þessum hætti getum við sagt,“ segir Daði. Á þessum árum sem kvótakerfið var tekið upp hér á landi glímdu mörg ríki við sömu vandamál í veiðum og hér. Maðurinn, að sögn Daða, var orðinn svo mikið rándýr að bráðin átti lítinn séns. Og Íslendingar höfðu reynslu af hruni fiskstofna, til dæmis þegar síldarstofninn hrundi á sjöunda áratugi síðustu aldar. „Og við vorum raunar búin að prófa þessi kerfi í uppsjávarveiðum áður en þau eru tekin upp í botnfiskveiðum.“ Afaarfur notaður hjá flestum þjóðum Kvótakerfið hefur verið til mikillar umræðu hér á landi að undanförnu eins og áður segir, en þó ekki bara í tengslum við Verbúðina heldur líka vegna umræðu um það að kvóti erfist milli kynslóða og sé þar með „eign“ þeirra fjölskyldna sem með hann fara. „Þetta fyrirkomulag, sem er kallað í fræðigreininni „grandfathering“, svona eins og þú fáir eitthvað í arf frá afa þínum, er raunar sú aðferð sem því sem næst allar þjóðir hafa beitt við þetta. Ástæðan er sú að þegar þú breytir svona kerfi þá er það aldrei á einhverjum venjulegum þriðjudegi þar sem allt gengur vel heldur er það þegar allt er í krísu og báli og brandi,“ segir Daði. „Það verður að taka upp eitthvað kerfi sem tekst á við vandann en kerfið verður að vera þannig að útvegurinn geti lifað við hann. Afkoma í útgerð á Íslandi á þessum tíma var mjög léleg. Kvótakerfið sem aðferð til að takmarka ofveiði hefur nú kannski ekki farið að virka almennilega fyrr en á allra síðustu árum. Framan af snerist þetta meira um of mikla sókn og of mikla fjárfestingu í sjávarútvegi sem leiddi til mjög lélegrar afkomu,“ segir Daði og segir kerfið hafa snúist meira um hver fengi að veiða en hversu mikið ætti að veiða. Framsalið komið til löngu áður en það varð að lögum Daði segist sjálfur telja aflaregluna sem nú er í gildi einu almennu nothæfu lausnina til að stýra ábatasömum veiðum. Það geti þó leitt til pólitískra deilna þegar ábati verður af nýtingu auðlinda sem eru í sameign. „Ég held að engan hafi órað fyrir að kvótakerfið myndi skila eins ábatasömum sjávarútvegi og við erum að sjá í dag. Einhverjar prinsippspurningar voru auðvitað en eins og ágætlega kemur fram í þessum þáttum var afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna mjög slæm. Og þetta snerist meira um það að það blasti við að þjóðin gat ekki búið við að þessi grundvallaratvinnuvegur skilaði ekki arði. Þessar spurningar um eignarhaldið á auðlindinni og annað slíkt, þær voru ekki eins fyrirferðarmiklar.“ Í nýjustu þáttum Verbúðarinnar er framsal kvótans eitt meginviðfangsefnið. Aðalpersónurnar, sem reka jú útgerð, eru óðar í að framsal kvótans verði að lögum. Daði segir framsalið ekki hafa komið til á einni nóttu. „Þó að framsalið hafi orðið að eiginlegum grundvallarlögum og orðið frjálst með þessum lögum sem eru sett 1990 þá var nú búið að framselja kvóta í allnokkur ár fram að því og það mátti raunar flytja hann á milli skipa alveg frá upphafi innan útgerða. Það voru alls konar undanþágur, bréf til ráðherra og þessir flutningar skiptu hundruðum áður en þeir urðu að lögum.“
Sjávarútvegur Bíó og sjónvarp Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Netverjar elska Verbúðina og vilja sambærilega þætti fyrir önnur mál Sjónvarpsþátturinn Verbúðin úr smiðju Vesturports hefur vakið mikla lukku meðal Íslendinga og velta netverjar nú fyrir sér hvaða íslensku mál þurfi að taka fyrir á sambærilegan hátt. 27. janúar 2022 13:01 Fyrsta stiklan úr Verbúðinni: „Þetta er óður til níunda áratugarins“ Fyrsta stiklan fyrir þættina Verbúðina, úr smiðju Vesturports, hefur verið sýnd. Þættirnir verða frumsýndir á RÚV á öðrum degi jóla og eru átta í heildina. Leikstjóri þáttanna segir þá óð til níunda áratugarins. 4. desember 2021 13:53 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00
Netverjar elska Verbúðina og vilja sambærilega þætti fyrir önnur mál Sjónvarpsþátturinn Verbúðin úr smiðju Vesturports hefur vakið mikla lukku meðal Íslendinga og velta netverjar nú fyrir sér hvaða íslensku mál þurfi að taka fyrir á sambærilegan hátt. 27. janúar 2022 13:01
Fyrsta stiklan úr Verbúðinni: „Þetta er óður til níunda áratugarins“ Fyrsta stiklan fyrir þættina Verbúðina, úr smiðju Vesturports, hefur verið sýnd. Þættirnir verða frumsýndir á RÚV á öðrum degi jóla og eru átta í heildina. Leikstjóri þáttanna segir þá óð til níunda áratugarins. 4. desember 2021 13:53
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent