Skaust upp í loftið af pallbíl og fær tólf milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2022 15:19 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tryggingarfélagið Sjóvá-Almennar þarf að greiða verkamanni sem starfaði hjá Reykjavíkurborg tólf milljónir króna í skaðabætur, eftir að hann féll af palli rafmagnsbíls er bílnum var ekið í holu, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið af pallinum og slasaðist. Slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum. Gerðist það á lokuðu vinnusvæði í borginni. Þar var rafmagnsbíll með palli notaður til að flytja starfsmenn innan svæðisins. Verkamaðurinn lýsti slysinu á þann hátt að hann hafi verið beðinn um að setjast á pall bílsins. Yfirmaður hans og annar starfsmaður sátu í sætum bílsins. Bílnum var ekið eftir holóttum malarvegi. Á leiðinni var bílnum ekið ofan í holu á veginum, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið, af pallinum, beint á bakið. Dómkvaddir matsmenn mátu varanlega örorku mannsins 25 prósent eftir slysið. Krafðist maðurinn bóta á þeim grundvelli, alls tólf milljóna króna. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í málinu. Tekist á um hvort honum hafi verið bannað að setjast á pallinn Fór málið því fyrir til dómstóla. Ekki var tekist á um að hvort að afleiðingar slyssins væru rétt metnar, heldur eingöngu hver bæri ábyrgð á því. Verkamaðurinn vildi meina að vinnuveitandinn bæri ábyrgð, en tryggingafélagið hélt því fram að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá.Vísir/Hanna Taldi tryggingafélagið að brýnt hefði verið fyrir starfsmönnum að setjast ekki á umræddan pall, og var þar vísað til upplýsinga frá yfirverkstjóra mannsins þar sem kom fram að hann hefði áður áminnt verkamanninn fyrir að hafa tekið sér sæti á palli bílsins. Slysið hafi verið óhappatilvik sem enginn bæri skaðabótaábyrgð á. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ágreiningurinn í málinu hafi í meginatriðum snúið um það hvort að annar starfsmaður hafi sagt verkamanninum að setjast á pallinn, eða hvort honum hafi áður verið bannað að setjast á pallinn. Fram kom í vitnisburði verkamannsins að hann hafi ekki vitað að bannað væri að sitja á pallinum. Annar starfsmaður, sem yfirverkstjórinn sagðist hafa falið að brýna fyrir starfsmönnum að sitja ekki á pallinum, gat ekki staðfest að verkamaðurinn hefði fengið þær upplýsingar. Slysið varð vegna þess að ekið var af stað án þess að gæta að hleðslu bílsins Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rekja megi slysið til þess að ökumaður bílsins hafi ekið af stað með farþega á pallinum. Þátt í því átti aðgæsluleysi yfirverkstjórans, sem hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gæta að hleðslu bílsins sem hún sat í hjá undirmanni sínum áður en hann ók af stað af slíku gáleysi, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Verkamaðurinn er af erlendu bergi brotinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm. „Yfirverkstjóranum hefði enn fremur verið rétt að ganga úr skugga um að stefnandi, sem ekki talar íslensku, skildi þau fyrirmæli sem hún kveðst hafa gefið honum og fylgdi þeim. Yfirverkstjórinn og ökumaður bílsins voru starfsmenn fyrrum vinnuveitanda stefnanda, sem ber sem vinnuveitandi þeirra bótaábyrgð á framangreindri saknæmri háttsemi þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst héraðsdómur því á að Reykjavíkurborg bæri skaðabótaábyrgð á slysinu og Sjóvá bæri að bæta tjónið. Þarf tryggingarfélagið því að greiða verkamanninum 12,3 milljónir króna. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum. Gerðist það á lokuðu vinnusvæði í borginni. Þar var rafmagnsbíll með palli notaður til að flytja starfsmenn innan svæðisins. Verkamaðurinn lýsti slysinu á þann hátt að hann hafi verið beðinn um að setjast á pall bílsins. Yfirmaður hans og annar starfsmaður sátu í sætum bílsins. Bílnum var ekið eftir holóttum malarvegi. Á leiðinni var bílnum ekið ofan í holu á veginum, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið, af pallinum, beint á bakið. Dómkvaddir matsmenn mátu varanlega örorku mannsins 25 prósent eftir slysið. Krafðist maðurinn bóta á þeim grundvelli, alls tólf milljóna króna. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í málinu. Tekist á um hvort honum hafi verið bannað að setjast á pallinn Fór málið því fyrir til dómstóla. Ekki var tekist á um að hvort að afleiðingar slyssins væru rétt metnar, heldur eingöngu hver bæri ábyrgð á því. Verkamaðurinn vildi meina að vinnuveitandinn bæri ábyrgð, en tryggingafélagið hélt því fram að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá.Vísir/Hanna Taldi tryggingafélagið að brýnt hefði verið fyrir starfsmönnum að setjast ekki á umræddan pall, og var þar vísað til upplýsinga frá yfirverkstjóra mannsins þar sem kom fram að hann hefði áður áminnt verkamanninn fyrir að hafa tekið sér sæti á palli bílsins. Slysið hafi verið óhappatilvik sem enginn bæri skaðabótaábyrgð á. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ágreiningurinn í málinu hafi í meginatriðum snúið um það hvort að annar starfsmaður hafi sagt verkamanninum að setjast á pallinn, eða hvort honum hafi áður verið bannað að setjast á pallinn. Fram kom í vitnisburði verkamannsins að hann hafi ekki vitað að bannað væri að sitja á pallinum. Annar starfsmaður, sem yfirverkstjórinn sagðist hafa falið að brýna fyrir starfsmönnum að sitja ekki á pallinum, gat ekki staðfest að verkamaðurinn hefði fengið þær upplýsingar. Slysið varð vegna þess að ekið var af stað án þess að gæta að hleðslu bílsins Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rekja megi slysið til þess að ökumaður bílsins hafi ekið af stað með farþega á pallinum. Þátt í því átti aðgæsluleysi yfirverkstjórans, sem hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gæta að hleðslu bílsins sem hún sat í hjá undirmanni sínum áður en hann ók af stað af slíku gáleysi, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Verkamaðurinn er af erlendu bergi brotinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm. „Yfirverkstjóranum hefði enn fremur verið rétt að ganga úr skugga um að stefnandi, sem ekki talar íslensku, skildi þau fyrirmæli sem hún kveðst hafa gefið honum og fylgdi þeim. Yfirverkstjórinn og ökumaður bílsins voru starfsmenn fyrrum vinnuveitanda stefnanda, sem ber sem vinnuveitandi þeirra bótaábyrgð á framangreindri saknæmri háttsemi þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst héraðsdómur því á að Reykjavíkurborg bæri skaðabótaábyrgð á slysinu og Sjóvá bæri að bæta tjónið. Þarf tryggingarfélagið því að greiða verkamanninum 12,3 milljónir króna.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira