Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2022 12:01 Guðbrandur segir leitina heilt á litið hafa gengið mjög vel. Vísir/Vilhelm „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. Í frétt Fréttablaðsins sagði að „stjórnendur leitarinnar“ hefðu ekki fengið umrædd gögn, það er að segja staðsetningargöng úr síma eins af farþegum vélarinnar, fyrr en löngu eftir að björgunarsveitarmenn hefðu verið komnir með þau í hendur. Þetta hefði tafið leitina. Í Fréttablaðinu segir að blaðamenn blaðsins hafi verið búnir að fá gögnin klukkan sjö á fimmtudagskvöld og þau komin í dreifingu, meðal annars meðal flugáhugamanna, á sama tíma. Þá hafi þau verið komin inn í „gagnagrunn björgunarsveita“ en haft eftir Oddi Árnasyni, yfirlögreglustjóra á Suðurlandi, að lögreglu hafi ekki borist þau fyrr en aðfaranótt föstudags. Unnið með gríðarmikið magn upplýsinga Guðbrandur segir umfjöllunina byggja á algjörum misskilningi á því hvernig haldið sé utan um gögn sem berast við leit og hvernig unnið sé úr þeim. Umræddur gagnagrunnur sé til að mynda sameiginlegur grunnur allra viðbragðsaðila; björgunarsveitanna, Landhelgisgæslunnar, almannavarna og lögreglu, og allir hafi því haft aðgang að gögnunum á sama tíma. „Við erum að vinna með gríðarlega mikið magn upplýsinga,“ segir Guðbrandur, „og allt eru þetta vísbendingar. Gögnin eru svo skoðuð og metið hvaða vísbendingar séu sterkastar,“ segir hann. Guðbrandur segist ekki geta tjáð sig ítarlega um málið en Vísir hefur rætt við nokkra einstaklinga sem komu að leitinni og þeir leggja allir áherslu á það sama; í fyrsta lagi að umræddur gagnagrunnur sé sameiginlegur og því hafi allir haft aðgang að öllum gögnum á sama tíma og í öðru lagi að stjórn leitarinnar hafi á þessum tíma verið á höndum Landhelgisgæslunnar með stuðningi samhæfingarstöðvar almannavarna, ekki lögreglu. Lögreglan hafi ekki tekið við málinu fyrr en vélin fannst. Umrædd gögn voru fengin úr síma eins farþega flugvélarinnar. Einn viðmælandi Vísis lagði áherslu á að þau bentu ekki til annars en staðsetningar símans á ákveðnum tímapunkti. Þannig gæfu þau ekki endilega vísbendingu um það hvar flugvélin endaði. Þá hefðu önnur gögn verið til skoðunar á sama tíma; farsímagögn, myndir og myndskeið, og fluggögn frá Isavia. Allt hefði þetta verið skoðað í samhengi, enda reynslan sýnt að farsímagögn af þessu tagi væru oft óáreiðanleg. Lögregla segir frétt Fréttablaðsins ranga Aðspurður segist Guðbrandur geta fullyrt að það væri rangt að einhverjar tafir á deilingu gagna eða samskiptaleysi hefði orðið til þess að tefja leitina. Leitin hefði gengið mjög vel heilt á litið og ekki verið afvegaleidd vegna rangra upplýsinga. „Gögnin bentu öll á svipaðar slóðir og þetta var mjög flott vinna,“ segir hann um leitar- og björgunaraðgerðirnar. Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu um fréttaflutning Fréttablaðsins þar sem hann er sagður rangur. „Í sameiginlegum aðgerðagrunni björgunarsveita og almannavarna þ.m.t. LHG, lögreglu, sjúkraflutninga, Isavia ofl. er fyrsta vísbending úr farsíma skráð þann 3. Febrúar kl. 17.51. Kl. 15.40 þennan sama dag lá fyrir í sama grunni eftir gögnum Isavia að flugleiðin hafi verið um Grímsnesið. Leit með sérstakri vél frá danska hernum var fyrst beint að Grímsnesi og suðurhluta Þingvallavatns. Kl. 17.40 er þyrla LHG með menn úr séraðgerðasveit í sérstakri leit yfir og í Ölfusvatnsvík. Formleg staðfesting á símagögnum, sem þegar höfðu verið notuð við skipulagningu leitarðagerða, fékkst ekki fyrr en síðar frá þar til bærum yfirvöldum erlendis.“ Tilkynning frá lögreglu Þar sem að eiginleg leit að flugvélinni TF ABB, flugmanni hennar og farþegum hefur nú breyst úr því að vera umfangsmikil leitaraðgerð í það að verða sérstakt verkefni á afmörkuðum stöðum á Þingvallavatni hefur Lögreglan á Suðurlandi tekið ákvörðun um að framvegis verði eftirfarandi háttur hafður á upplýsingagjöf til fjölmiðla: Eins og áður verða ekki gefnar upplýsingar um einstaka rannsóknarþætti eða niðurstöður þeirra. Við vettvang á bökkum Þingvallavatns verður sett upp ytri lokun og inn fyrir hana fer almenningur ekki. Þar fyrir innan verður sett innri lokun og við hana svæði sem fjölmiðlamenn komast á. Ekki verður sett upp sérstök aðstaða fyrir fjölmiðlamenn og þurfa þeir að vera sjálfbærir með vistir og annað sem að dvöl þeirra við vatnið snýr. Fréttatilkynning um aðgerðir og gang þeirra verða gefnar út daglega á lögregluvefnum kl. 17:30 og oftar ef gangur aðgerða gefur tilefni til. Þær verða ekki gefnar með öðrum hætti. Uppsetning aðstöðu og búnaðar við Þingvallavatn hefst seinni partinn í dag ef veður og færð leyfa. Varðandi fréttir um að staðsetning úr farsíma hafi ekki borist stjórnendum aðgerða í tíma er þeim einfaldlega vísað frá sem röngum. Í sameiginlegum aðgerðagrunni björgunarsveita og almannavarna þ.m.t. LHG, lögreglu, sjúkraflutninga, Isavía ofl. er fyrsta vísbending úr farsíma skráð þann 3. febrúar kl. 17:51 Kl. 15:40 þennan sama dag lá fyrir í sama grunni eftir gögnum Isavia að flugleiðin hafi verið um Grímsnesið. Leit með sérstakri vél frá danska hernum var fyrst beint að Grímsnesi og suðurhluta Þingvallavatns. Kl. 17:40 er Þyrla LHG með menn úr séraðgerðasveit í sérstakri leit yfir og í Ölfusvatnsvík. Formleg staðfesting á símagögnum, sem þegar höfðu verið notuð við skipulagningu leitaraðgerða, fékkst ekki fyrr en síðar frá þar til bærum yfirvöldum erlendis. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Fjölmiðlar Björgunarsveitir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Í frétt Fréttablaðsins sagði að „stjórnendur leitarinnar“ hefðu ekki fengið umrædd gögn, það er að segja staðsetningargöng úr síma eins af farþegum vélarinnar, fyrr en löngu eftir að björgunarsveitarmenn hefðu verið komnir með þau í hendur. Þetta hefði tafið leitina. Í Fréttablaðinu segir að blaðamenn blaðsins hafi verið búnir að fá gögnin klukkan sjö á fimmtudagskvöld og þau komin í dreifingu, meðal annars meðal flugáhugamanna, á sama tíma. Þá hafi þau verið komin inn í „gagnagrunn björgunarsveita“ en haft eftir Oddi Árnasyni, yfirlögreglustjóra á Suðurlandi, að lögreglu hafi ekki borist þau fyrr en aðfaranótt föstudags. Unnið með gríðarmikið magn upplýsinga Guðbrandur segir umfjöllunina byggja á algjörum misskilningi á því hvernig haldið sé utan um gögn sem berast við leit og hvernig unnið sé úr þeim. Umræddur gagnagrunnur sé til að mynda sameiginlegur grunnur allra viðbragðsaðila; björgunarsveitanna, Landhelgisgæslunnar, almannavarna og lögreglu, og allir hafi því haft aðgang að gögnunum á sama tíma. „Við erum að vinna með gríðarlega mikið magn upplýsinga,“ segir Guðbrandur, „og allt eru þetta vísbendingar. Gögnin eru svo skoðuð og metið hvaða vísbendingar séu sterkastar,“ segir hann. Guðbrandur segist ekki geta tjáð sig ítarlega um málið en Vísir hefur rætt við nokkra einstaklinga sem komu að leitinni og þeir leggja allir áherslu á það sama; í fyrsta lagi að umræddur gagnagrunnur sé sameiginlegur og því hafi allir haft aðgang að öllum gögnum á sama tíma og í öðru lagi að stjórn leitarinnar hafi á þessum tíma verið á höndum Landhelgisgæslunnar með stuðningi samhæfingarstöðvar almannavarna, ekki lögreglu. Lögreglan hafi ekki tekið við málinu fyrr en vélin fannst. Umrædd gögn voru fengin úr síma eins farþega flugvélarinnar. Einn viðmælandi Vísis lagði áherslu á að þau bentu ekki til annars en staðsetningar símans á ákveðnum tímapunkti. Þannig gæfu þau ekki endilega vísbendingu um það hvar flugvélin endaði. Þá hefðu önnur gögn verið til skoðunar á sama tíma; farsímagögn, myndir og myndskeið, og fluggögn frá Isavia. Allt hefði þetta verið skoðað í samhengi, enda reynslan sýnt að farsímagögn af þessu tagi væru oft óáreiðanleg. Lögregla segir frétt Fréttablaðsins ranga Aðspurður segist Guðbrandur geta fullyrt að það væri rangt að einhverjar tafir á deilingu gagna eða samskiptaleysi hefði orðið til þess að tefja leitina. Leitin hefði gengið mjög vel heilt á litið og ekki verið afvegaleidd vegna rangra upplýsinga. „Gögnin bentu öll á svipaðar slóðir og þetta var mjög flott vinna,“ segir hann um leitar- og björgunaraðgerðirnar. Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu um fréttaflutning Fréttablaðsins þar sem hann er sagður rangur. „Í sameiginlegum aðgerðagrunni björgunarsveita og almannavarna þ.m.t. LHG, lögreglu, sjúkraflutninga, Isavia ofl. er fyrsta vísbending úr farsíma skráð þann 3. Febrúar kl. 17.51. Kl. 15.40 þennan sama dag lá fyrir í sama grunni eftir gögnum Isavia að flugleiðin hafi verið um Grímsnesið. Leit með sérstakri vél frá danska hernum var fyrst beint að Grímsnesi og suðurhluta Þingvallavatns. Kl. 17.40 er þyrla LHG með menn úr séraðgerðasveit í sérstakri leit yfir og í Ölfusvatnsvík. Formleg staðfesting á símagögnum, sem þegar höfðu verið notuð við skipulagningu leitarðagerða, fékkst ekki fyrr en síðar frá þar til bærum yfirvöldum erlendis.“ Tilkynning frá lögreglu Þar sem að eiginleg leit að flugvélinni TF ABB, flugmanni hennar og farþegum hefur nú breyst úr því að vera umfangsmikil leitaraðgerð í það að verða sérstakt verkefni á afmörkuðum stöðum á Þingvallavatni hefur Lögreglan á Suðurlandi tekið ákvörðun um að framvegis verði eftirfarandi háttur hafður á upplýsingagjöf til fjölmiðla: Eins og áður verða ekki gefnar upplýsingar um einstaka rannsóknarþætti eða niðurstöður þeirra. Við vettvang á bökkum Þingvallavatns verður sett upp ytri lokun og inn fyrir hana fer almenningur ekki. Þar fyrir innan verður sett innri lokun og við hana svæði sem fjölmiðlamenn komast á. Ekki verður sett upp sérstök aðstaða fyrir fjölmiðlamenn og þurfa þeir að vera sjálfbærir með vistir og annað sem að dvöl þeirra við vatnið snýr. Fréttatilkynning um aðgerðir og gang þeirra verða gefnar út daglega á lögregluvefnum kl. 17:30 og oftar ef gangur aðgerða gefur tilefni til. Þær verða ekki gefnar með öðrum hætti. Uppsetning aðstöðu og búnaðar við Þingvallavatn hefst seinni partinn í dag ef veður og færð leyfa. Varðandi fréttir um að staðsetning úr farsíma hafi ekki borist stjórnendum aðgerða í tíma er þeim einfaldlega vísað frá sem röngum. Í sameiginlegum aðgerðagrunni björgunarsveita og almannavarna þ.m.t. LHG, lögreglu, sjúkraflutninga, Isavía ofl. er fyrsta vísbending úr farsíma skráð þann 3. febrúar kl. 17:51 Kl. 15:40 þennan sama dag lá fyrir í sama grunni eftir gögnum Isavia að flugleiðin hafi verið um Grímsnesið. Leit með sérstakri vél frá danska hernum var fyrst beint að Grímsnesi og suðurhluta Þingvallavatns. Kl. 17:40 er Þyrla LHG með menn úr séraðgerðasveit í sérstakri leit yfir og í Ölfusvatnsvík. Formleg staðfesting á símagögnum, sem þegar höfðu verið notuð við skipulagningu leitaraðgerða, fékkst ekki fyrr en síðar frá þar til bærum yfirvöldum erlendis.
Tilkynning frá lögreglu Þar sem að eiginleg leit að flugvélinni TF ABB, flugmanni hennar og farþegum hefur nú breyst úr því að vera umfangsmikil leitaraðgerð í það að verða sérstakt verkefni á afmörkuðum stöðum á Þingvallavatni hefur Lögreglan á Suðurlandi tekið ákvörðun um að framvegis verði eftirfarandi háttur hafður á upplýsingagjöf til fjölmiðla: Eins og áður verða ekki gefnar upplýsingar um einstaka rannsóknarþætti eða niðurstöður þeirra. Við vettvang á bökkum Þingvallavatns verður sett upp ytri lokun og inn fyrir hana fer almenningur ekki. Þar fyrir innan verður sett innri lokun og við hana svæði sem fjölmiðlamenn komast á. Ekki verður sett upp sérstök aðstaða fyrir fjölmiðlamenn og þurfa þeir að vera sjálfbærir með vistir og annað sem að dvöl þeirra við vatnið snýr. Fréttatilkynning um aðgerðir og gang þeirra verða gefnar út daglega á lögregluvefnum kl. 17:30 og oftar ef gangur aðgerða gefur tilefni til. Þær verða ekki gefnar með öðrum hætti. Uppsetning aðstöðu og búnaðar við Þingvallavatn hefst seinni partinn í dag ef veður og færð leyfa. Varðandi fréttir um að staðsetning úr farsíma hafi ekki borist stjórnendum aðgerða í tíma er þeim einfaldlega vísað frá sem röngum. Í sameiginlegum aðgerðagrunni björgunarsveita og almannavarna þ.m.t. LHG, lögreglu, sjúkraflutninga, Isavía ofl. er fyrsta vísbending úr farsíma skráð þann 3. febrúar kl. 17:51 Kl. 15:40 þennan sama dag lá fyrir í sama grunni eftir gögnum Isavia að flugleiðin hafi verið um Grímsnesið. Leit með sérstakri vél frá danska hernum var fyrst beint að Grímsnesi og suðurhluta Þingvallavatns. Kl. 17:40 er Þyrla LHG með menn úr séraðgerðasveit í sérstakri leit yfir og í Ölfusvatnsvík. Formleg staðfesting á símagögnum, sem þegar höfðu verið notuð við skipulagningu leitaraðgerða, fékkst ekki fyrr en síðar frá þar til bærum yfirvöldum erlendis.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Fjölmiðlar Björgunarsveitir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira