Fyrirsætan frá Bandaríkjunum sem færði Kínverjum gull á ÓL í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 09:11 Eileen Gu er búin að vinna sitt fyrsta gull á Vetrarólympíuleikunum en þau gætu orðið fleiri. AP/Matt Slocum Eileen Gu varð í nótt Ólympíumeistari í skíðafimi af stórum palli eftir að hafa náð fyrsta 1620 stökkinu sínu á ferlinum í lokastökkinu í keppninni. Gu náði með því gullinu af hinni frönsku Tess Ledeux og tók fyrsta skrefið í átta að því vinna þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking. History made! San Francisco's Eileen Gu at 18 becomes youngest freestyle skiing gold medalist in Olympics history after taking the Big Air crown. https://t.co/TfCoWe6Z7I pic.twitter.com/rnp8se6I89— NBC Bay Area (@nbcbayarea) February 8, 2022 Lokastökkið hennar Gu magnað enda fjórir og hálfur snúningur með tvöföldum snúningi og hún lenti líka aftur á bak. Gu sem er kölluð „Snjóprinsessan“ var líkleg sem ein af stóru stjörnum þessara Ólympíuleika enda sigurstrangleg af stórum palli sem og í brekkufimi og í hálfpípunni. Hún er enn bara átján ára gömul en hefur auk þess að vera ein sú allra besta í heimi í sinni íþrótt þá hefur hún einnig skapað sér nafn sem fyrirsæta. Uppruni hennar hefur líka vakið athygli á henni enda ein þeirra íþróttamanna sem gekk til liðs við Kínverja í aðdraganda þessara Ólympíuleika. Gu tók nefnilega umdeilda ákvörðun fyrir þremur árum. I think she's the most interesting athlete at the Olympics.She's 18, a dominant skier and budding super model, an American competing for China, with a reasonable chance at three gold medals. My story on Eileen Gu. https://t.co/lNqkekLRui— John Branch (@JohnBranchNYT) February 3, 2022 Eileen Gu fæddist í San Francisco í Bandaríkjunum og á bandarískan föður og kínverska móður. Móðir hennar og amma ólu hana upp. Í júní 2019, þegar hún var fimmtán ára gömul, ákvað hún að skipta um keppnisþjóð, hætta að keppa fyrir Bandaríkin og fara að keppa þar eftir fyrir Kína. Gu segir oft að hún sé bandarísk þegar hún sé stödd í Bandaríkjunum en kínversk þegar hún er í Kína. Það enginn vafi um hæfileika hennar í skíðafiminni og hún stóðst pressuna í nótt. Hin franska Tess Ledeux hafði verið sú eina sem hafði náð umræddu 1620 stökki og endurtók leikinn í fyrstu umferðinni í nótt. Það leit út fyrir því að það ætlaði að duga henni þegar Gu setti persónulegt met með því að taka samskonar stökk. Það sem meira er að hún gerði það með meiri sannfærandi hætti en sú franska. Það skríkti í henni þegar hún lenti í stökkinu sínu og hún féll niður á hnén þegar hún fékk einkunnina sem dugði henni til sigurs. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira
Gu náði með því gullinu af hinni frönsku Tess Ledeux og tók fyrsta skrefið í átta að því vinna þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking. History made! San Francisco's Eileen Gu at 18 becomes youngest freestyle skiing gold medalist in Olympics history after taking the Big Air crown. https://t.co/TfCoWe6Z7I pic.twitter.com/rnp8se6I89— NBC Bay Area (@nbcbayarea) February 8, 2022 Lokastökkið hennar Gu magnað enda fjórir og hálfur snúningur með tvöföldum snúningi og hún lenti líka aftur á bak. Gu sem er kölluð „Snjóprinsessan“ var líkleg sem ein af stóru stjörnum þessara Ólympíuleika enda sigurstrangleg af stórum palli sem og í brekkufimi og í hálfpípunni. Hún er enn bara átján ára gömul en hefur auk þess að vera ein sú allra besta í heimi í sinni íþrótt þá hefur hún einnig skapað sér nafn sem fyrirsæta. Uppruni hennar hefur líka vakið athygli á henni enda ein þeirra íþróttamanna sem gekk til liðs við Kínverja í aðdraganda þessara Ólympíuleika. Gu tók nefnilega umdeilda ákvörðun fyrir þremur árum. I think she's the most interesting athlete at the Olympics.She's 18, a dominant skier and budding super model, an American competing for China, with a reasonable chance at three gold medals. My story on Eileen Gu. https://t.co/lNqkekLRui— John Branch (@JohnBranchNYT) February 3, 2022 Eileen Gu fæddist í San Francisco í Bandaríkjunum og á bandarískan föður og kínverska móður. Móðir hennar og amma ólu hana upp. Í júní 2019, þegar hún var fimmtán ára gömul, ákvað hún að skipta um keppnisþjóð, hætta að keppa fyrir Bandaríkin og fara að keppa þar eftir fyrir Kína. Gu segir oft að hún sé bandarísk þegar hún sé stödd í Bandaríkjunum en kínversk þegar hún er í Kína. Það enginn vafi um hæfileika hennar í skíðafiminni og hún stóðst pressuna í nótt. Hin franska Tess Ledeux hafði verið sú eina sem hafði náð umræddu 1620 stökki og endurtók leikinn í fyrstu umferðinni í nótt. Það leit út fyrir því að það ætlaði að duga henni þegar Gu setti persónulegt met með því að taka samskonar stökk. Það sem meira er að hún gerði það með meiri sannfærandi hætti en sú franska. Það skríkti í henni þegar hún lenti í stökkinu sínu og hún féll niður á hnén þegar hún fékk einkunnina sem dugði henni til sigurs.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira