Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. febrúar 2022 17:30 Frá aðgerðum séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar í gær. vísir/vilhelm Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. Fatamerkið sem um ræðir er belgískt og heitir Suspicious Antwerp. Það hefur upp á síðkastið verið að hasla sér völl innan tískuheimsins og er hve vinsælast fyrir höfuðkúpumerki sitt. Það hefur á síðustu mánuðum fengið hina ýmsu áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar á samfélagsmiðlinum Instagram en sá stærsti þeirra er vafalaust stórstjarnan Kylie Jenner. View this post on Instagram A post shared by Suspicious Antwerp ® (@suspiciousantwerp) Átta áhrifavaldar í hópnum Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að tíu manna hópur á vegum þess hafi verið staddur hér á landi til að taka upp efni í auglýsingaherferð í íslenskri náttúru. Hann samanstóð af tveimur starfsmönnum fyrirtækisins og átta áhrifavöldum víðs vegar að úr heiminum. Þrír úr hópnum fóru síðan í flugið í flugvélinni TF-ABB sem fórst í Þingvallavatni síðasta fimmtudag. Eins og greint hefur verið frá var flugmaður hennar Haraldur Diego, formaður hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi. Hann var 50 ára gamall. Um borð með honum voru tveir áhrifavaldar; Bandaríkjamaðurinn Josh Neuman, sem var ekki nema 22 ára gamall, og Nicola Bellavia, 32 ára gamall Belgi. Með þeim var einn af starfsmönnum fatafyrirtækisins, Tim Alings, 27 ára gamall Hollendingur, sem starfaði að markaðssetningu fyrir fyrirtækið. Ná hinum látnu ekki upp strax Allt bendir til að allir hinir látnu hafi fundist skammt frá flugvélarflakinu á botni Þingvallavatns seinni partinn í gær en ekki hefur verið hægt að kafa eftir þeim vegna veðurskilyrða. Á myndbandinu hér að neðan frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi má sjá hvernig aðstæður voru við leit á vatninu í gær: Ekki verður hægt að sækja hina látnu fyrr en veður og aðstæður batna á svæðinu, sem verður ólíklega fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag. Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fatamerkið sem um ræðir er belgískt og heitir Suspicious Antwerp. Það hefur upp á síðkastið verið að hasla sér völl innan tískuheimsins og er hve vinsælast fyrir höfuðkúpumerki sitt. Það hefur á síðustu mánuðum fengið hina ýmsu áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar á samfélagsmiðlinum Instagram en sá stærsti þeirra er vafalaust stórstjarnan Kylie Jenner. View this post on Instagram A post shared by Suspicious Antwerp ® (@suspiciousantwerp) Átta áhrifavaldar í hópnum Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að tíu manna hópur á vegum þess hafi verið staddur hér á landi til að taka upp efni í auglýsingaherferð í íslenskri náttúru. Hann samanstóð af tveimur starfsmönnum fyrirtækisins og átta áhrifavöldum víðs vegar að úr heiminum. Þrír úr hópnum fóru síðan í flugið í flugvélinni TF-ABB sem fórst í Þingvallavatni síðasta fimmtudag. Eins og greint hefur verið frá var flugmaður hennar Haraldur Diego, formaður hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi. Hann var 50 ára gamall. Um borð með honum voru tveir áhrifavaldar; Bandaríkjamaðurinn Josh Neuman, sem var ekki nema 22 ára gamall, og Nicola Bellavia, 32 ára gamall Belgi. Með þeim var einn af starfsmönnum fatafyrirtækisins, Tim Alings, 27 ára gamall Hollendingur, sem starfaði að markaðssetningu fyrir fyrirtækið. Ná hinum látnu ekki upp strax Allt bendir til að allir hinir látnu hafi fundist skammt frá flugvélarflakinu á botni Þingvallavatns seinni partinn í gær en ekki hefur verið hægt að kafa eftir þeim vegna veðurskilyrða. Á myndbandinu hér að neðan frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi má sjá hvernig aðstæður voru við leit á vatninu í gær: Ekki verður hægt að sækja hina látnu fyrr en veður og aðstæður batna á svæðinu, sem verður ólíklega fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag.
Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira