Hvað með Kjalarnesið? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. febrúar 2022 17:01 „Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð. Íbúar Kjalarness, sem eru að sjálfsögðu Reykvíkingar, eru orðnir langþreyttir á því að vera settir í flokk með sveitarfélögum á landsbyggðinni og krefjast þess að fá sömu almenningssamgöngur og boðið er upp á í öðrum hverfum Reykjavíkur, með sömu samtengingum á milli hverfa. Auðvelt er að taka undir sjónarmið íbúa á Kjalarnesi sem í nafni íbúaráðs sendu Vegagerðinni bréf í upphafi árs og nánast grátbáðu um að tekið yrði tillit til óska ráðsins um fjölgun stoppistöðva Strætó en fyrir liggur að stoppistöðvum mun fækka úr þremur í eina vegna breytinga á Vesturlandsvegi við tvöföldun hans. „Í því samfélagi sem við búum í dag er aukin krafa um að fólk nýti sér almenningssamgöngur og til þess að það geti raungerst þá þarf þjónustan að vera til staðar,“ segir í bréfi íbúaráðs. Það er sjálfsögð krafa að fjölgað verði stoppistöðvum Strætó á Kjalarnesi en það er jafnframt það minnsta sem hægt er að gera fyrir íbúa hverfisins ef það stendur raunverulega vilji til þess að almenningssamgöngur blómstri. Á samfélagsmiðlinum Facebook hafa íbúar Kjalarness látið í sér heyra og eru allar athugasemdir á þessa leið: „Er strætó sem gengur hérna? Ég gafst upp fyrir mörgum árum.“ „Um helgar fer vagn héðan klukkan 10.41 og svo ekki fyrr en rúmlega 14 … og svo kemur hann ekki.“ „Ég get ekki nýtt hann í vinnu og hætti ekki á að komast ekki heim.“ „Af hverju er Kjalarnes ekki inni í leiðarkerfi höfuðborgarsvæðisins?“ Fái ég til þess tækifæri mun ég berjast fyrir því að leiðakerfi Strætó verði leiðrétt þegar kemur að Kjalnesingum. Því þeir eiga það skilið, eins og aðrir Reykvíkingar, að geta nýtt sér almenningssamgöngur. Höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Tengdar fréttir Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. 12. janúar 2022 11:35 Sextán vilja í framboð fyrir Samfylkinguna Sextán manns buðu sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll framboðin voru metin gild fyrir forvalið sem fer fram helgina 12. til 13. febrúar. 22. janúar 2022 16:33 Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð. Íbúar Kjalarness, sem eru að sjálfsögðu Reykvíkingar, eru orðnir langþreyttir á því að vera settir í flokk með sveitarfélögum á landsbyggðinni og krefjast þess að fá sömu almenningssamgöngur og boðið er upp á í öðrum hverfum Reykjavíkur, með sömu samtengingum á milli hverfa. Auðvelt er að taka undir sjónarmið íbúa á Kjalarnesi sem í nafni íbúaráðs sendu Vegagerðinni bréf í upphafi árs og nánast grátbáðu um að tekið yrði tillit til óska ráðsins um fjölgun stoppistöðva Strætó en fyrir liggur að stoppistöðvum mun fækka úr þremur í eina vegna breytinga á Vesturlandsvegi við tvöföldun hans. „Í því samfélagi sem við búum í dag er aukin krafa um að fólk nýti sér almenningssamgöngur og til þess að það geti raungerst þá þarf þjónustan að vera til staðar,“ segir í bréfi íbúaráðs. Það er sjálfsögð krafa að fjölgað verði stoppistöðvum Strætó á Kjalarnesi en það er jafnframt það minnsta sem hægt er að gera fyrir íbúa hverfisins ef það stendur raunverulega vilji til þess að almenningssamgöngur blómstri. Á samfélagsmiðlinum Facebook hafa íbúar Kjalarness látið í sér heyra og eru allar athugasemdir á þessa leið: „Er strætó sem gengur hérna? Ég gafst upp fyrir mörgum árum.“ „Um helgar fer vagn héðan klukkan 10.41 og svo ekki fyrr en rúmlega 14 … og svo kemur hann ekki.“ „Ég get ekki nýtt hann í vinnu og hætti ekki á að komast ekki heim.“ „Af hverju er Kjalarnes ekki inni í leiðarkerfi höfuðborgarsvæðisins?“ Fái ég til þess tækifæri mun ég berjast fyrir því að leiðakerfi Strætó verði leiðrétt þegar kemur að Kjalnesingum. Því þeir eiga það skilið, eins og aðrir Reykvíkingar, að geta nýtt sér almenningssamgöngur. Höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. 12. janúar 2022 11:35
Sextán vilja í framboð fyrir Samfylkinguna Sextán manns buðu sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll framboðin voru metin gild fyrir forvalið sem fer fram helgina 12. til 13. febrúar. 22. janúar 2022 16:33
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun