Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Snorri Másson skrifar 7. febrúar 2022 11:50 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samsett Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. Þar sem hitastigið var ívið hærra en spár gerðu ráð fyrir snjóaði öllu minna í nótt en óttast var. Þar með voru áhrif óveðursins á færð á höfuðborgarsvæðinu ekki slík að undir morgun ætti fólk í verulegum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Af þessum sökum hefur mikillar gagnrýni orðið vart á samfélagsmiðlum; að loka öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið yfirdrifið. Leikskólar verða opnaðir aftur eftir hádegi og frístundaheimili grunnskóla sömuleiðis nú um miðjan dag. „Ég held að við séum komin í gegnum það versta, þannig að við höldum viðbúnaði en allt er smám saman að opnast,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna í samtali við fréttastofu. Maður hefur lesið á netinu að fólk sé efins um ágæti þeirra að gerða að skella öllu í lás út af þessu. „Ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að þetta gekk allt saman vel. Fólk var bara rólegt og fór ekkert af stað of snemma í morgun, eins og við vorum búin að segja hérna á höfuðborgarsvæðinu. Börnin fengu að njóta vafans,“ segir Víðir. En þú sem hefur verið í almannavörnum um langa hríð, myndirðu segja að við værum eftir heimsfaraldur gjarnari á að skella öllu í lás? „Nei, nei. Þetta er bara það sama og við höfum gert í óveðrum í langan tíma.“ Þannig að þetta er ekki drastískara nú? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að það var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög sjaldgæft og aðstæður í nótt voru mjög slæmar á tímabili alla vega. En ég skil vel fólk sem býr nálægt sjónum á láglendinu að hafa ekki fundist þetta vera neitt mikið. En það þarf ekki nema að fara í úthverfin, þar sem var allt önnur staða,“ segir Víðir. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir gott að fyllstu varúðar hafi verið gætt í ráðstöfunum, en einnig þurfi að hafa kjark til að endurskoða ákvarðanir eins og gert hafi verið. „En að menn séu gjarnari á að beita stóru sleggjunni núna eftir Covid? Ég get ekki sagt það, af því að við vorum í nákvæmlega sömu aðstæðum fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar það var tekin sambærileg ákvörðun,“ segir Helgi. Skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan eitt. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum. Hvaða rugl er þetta? Það er engin ástæða til að fella niður allt skólahald allan daginn. https://t.co/O8aOMgLfAY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 6, 2022 Í rauðri viðvörun fyrir 2 árum keyrði ég um borgina á framhjóladrifnum ónegldum bíl í ágætu skyggni og færi.Núna er veðrið að ganga niður og búið að aflýsa skólum í allan dag.https://t.co/0WuzZieqkG— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 7, 2022 úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022 Veður Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Lögreglumál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þar sem hitastigið var ívið hærra en spár gerðu ráð fyrir snjóaði öllu minna í nótt en óttast var. Þar með voru áhrif óveðursins á færð á höfuðborgarsvæðinu ekki slík að undir morgun ætti fólk í verulegum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Af þessum sökum hefur mikillar gagnrýni orðið vart á samfélagsmiðlum; að loka öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið yfirdrifið. Leikskólar verða opnaðir aftur eftir hádegi og frístundaheimili grunnskóla sömuleiðis nú um miðjan dag. „Ég held að við séum komin í gegnum það versta, þannig að við höldum viðbúnaði en allt er smám saman að opnast,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna í samtali við fréttastofu. Maður hefur lesið á netinu að fólk sé efins um ágæti þeirra að gerða að skella öllu í lás út af þessu. „Ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að þetta gekk allt saman vel. Fólk var bara rólegt og fór ekkert af stað of snemma í morgun, eins og við vorum búin að segja hérna á höfuðborgarsvæðinu. Börnin fengu að njóta vafans,“ segir Víðir. En þú sem hefur verið í almannavörnum um langa hríð, myndirðu segja að við værum eftir heimsfaraldur gjarnari á að skella öllu í lás? „Nei, nei. Þetta er bara það sama og við höfum gert í óveðrum í langan tíma.“ Þannig að þetta er ekki drastískara nú? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að það var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög sjaldgæft og aðstæður í nótt voru mjög slæmar á tímabili alla vega. En ég skil vel fólk sem býr nálægt sjónum á láglendinu að hafa ekki fundist þetta vera neitt mikið. En það þarf ekki nema að fara í úthverfin, þar sem var allt önnur staða,“ segir Víðir. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir gott að fyllstu varúðar hafi verið gætt í ráðstöfunum, en einnig þurfi að hafa kjark til að endurskoða ákvarðanir eins og gert hafi verið. „En að menn séu gjarnari á að beita stóru sleggjunni núna eftir Covid? Ég get ekki sagt það, af því að við vorum í nákvæmlega sömu aðstæðum fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar það var tekin sambærileg ákvörðun,“ segir Helgi. Skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan eitt. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum. Hvaða rugl er þetta? Það er engin ástæða til að fella niður allt skólahald allan daginn. https://t.co/O8aOMgLfAY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 6, 2022 Í rauðri viðvörun fyrir 2 árum keyrði ég um borgina á framhjóladrifnum ónegldum bíl í ágætu skyggni og færi.Núna er veðrið að ganga niður og búið að aflýsa skólum í allan dag.https://t.co/0WuzZieqkG— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 7, 2022 úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022
Veður Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Lögreglumál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira