Hefur fengið skammir en ekkert á við spænsku dómnefndarmennina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 07:01 Felix Bergsson Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins hefur fengið skammir frá spænskum Eurovisionaðdáendum. Vísir/Kolbeinn Tumi Felix Bergson, Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri Íslendinga í Eurovision, hefur fengið miklar skammir frá spænskum Eurovisionunnendum undanfarna daga vegna vals dómnefndar á framlagi Spánar til keppninnar. Mikil reiði hefur ríkt meðal spænsku þjóðarinnar undanfarna daga eftir að framlag Spánverja til Eurovision var valið um þarsíðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu en fimm manna dómnefnd sérfræðinga kaus annað lag, sem bar sigur úr bítum. Spænska þjóðin hefur verið svo reið dómnefndinni, síðan niðurstöðurnar lágu fyrir, að nefndarmiðlimum hafa borist líflátshótanir. Felix Bergsson sat í dómnefndinni ásamt þremur spænskum konum og austurrískum karlmanni og segist hann hafa fengið fjölda skilaboða frá öskuillum spænskum Eurovisionaðdáendum undanfarna daga. „Það kom nóg af þeim. Ég var ekki að fá líflátshótanir en óskir um að ég sé ekkert að koma aftur til Spánar í bili. Aðdáendurnir voru mjög heitir, sem skiljanlegt er,“ segir Felix í samtali við fréttastofu. „Fólk er reitt yfir þessu og lætur að í ljós, sem er bara frábært, fólki er frjálst að gera það. Ég er alveg rólegur yfir þessu en þetta var óvenjulega mikið. Það var mikill hiti í þessu, suðrænn hiti,“ segir hann og segir spænska aðdáendur hafa sent sér skilaboð með öllum leiðum, til dæmis á Instagram og Twitter. Val dómnefndarinnar vó fimmtíu prósent Reiði spænsku þjóðarinnar útskýrist af því að galisíska sveitin Tanxugueiras með lagið Terra hlaut rúm 70 prósent atkvæða í símakosningu en söngkonan Chanel með lagið SloMo hlaut aðeins fjögur prósent atkvæða spænsku þjóðarinnar. Atkvæði dómnefndarinnar vó þó svo mikið að Chanel bar sigur úr bítum. Atkvæði dómnefndarinnar fyrir Chanel vó því þyngra en 200 þúsund atkvæði spænsku þjóðarinnar fyrir Tanxugueiras. Felix segist ekki vita hvers vegna atkvæði nefndarinnar vó svona þungt. „Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því en dómnefndin hafði fimmtíu prósent vægi,“ segir Felix. Langverst fyrir spænsku nefndarmeðlimina Fram kemur í frétt Vísis um málið frá því um helgina að spænsk kona sem sat í dómnefndinni hafi verið sökuð um að vera góðvinkona Chanel og að börnum hennar hafi borist líflátshótanir. Svo mikill hiti sé meðal spænsku þjóðarinnar að spænskir stjórnmálaleiðtogar hafi blandað sér í málið og spænska ríkisútvarpið þurft að boða til blaðamannafundar vegna málsins. „Ég hef nú ekki heyrt í spænsku meðlimunum, ég held að þetta sé langverst fyrir þær þrjár. Ég er í sambandi við austurríska nefndarmiðliminn og hann er rólegur. Við erum bara rólegir yfir þessu en það er alltaf mikill hiti og þetta er fyrsta skiptið sem Spánverjarnir voru að gera þetta. Þess vegna var þetta svona mikið mál.“ Eurovision Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Mikil reiði hefur ríkt meðal spænsku þjóðarinnar undanfarna daga eftir að framlag Spánverja til Eurovision var valið um þarsíðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu en fimm manna dómnefnd sérfræðinga kaus annað lag, sem bar sigur úr bítum. Spænska þjóðin hefur verið svo reið dómnefndinni, síðan niðurstöðurnar lágu fyrir, að nefndarmiðlimum hafa borist líflátshótanir. Felix Bergsson sat í dómnefndinni ásamt þremur spænskum konum og austurrískum karlmanni og segist hann hafa fengið fjölda skilaboða frá öskuillum spænskum Eurovisionaðdáendum undanfarna daga. „Það kom nóg af þeim. Ég var ekki að fá líflátshótanir en óskir um að ég sé ekkert að koma aftur til Spánar í bili. Aðdáendurnir voru mjög heitir, sem skiljanlegt er,“ segir Felix í samtali við fréttastofu. „Fólk er reitt yfir þessu og lætur að í ljós, sem er bara frábært, fólki er frjálst að gera það. Ég er alveg rólegur yfir þessu en þetta var óvenjulega mikið. Það var mikill hiti í þessu, suðrænn hiti,“ segir hann og segir spænska aðdáendur hafa sent sér skilaboð með öllum leiðum, til dæmis á Instagram og Twitter. Val dómnefndarinnar vó fimmtíu prósent Reiði spænsku þjóðarinnar útskýrist af því að galisíska sveitin Tanxugueiras með lagið Terra hlaut rúm 70 prósent atkvæða í símakosningu en söngkonan Chanel með lagið SloMo hlaut aðeins fjögur prósent atkvæða spænsku þjóðarinnar. Atkvæði dómnefndarinnar vó þó svo mikið að Chanel bar sigur úr bítum. Atkvæði dómnefndarinnar fyrir Chanel vó því þyngra en 200 þúsund atkvæði spænsku þjóðarinnar fyrir Tanxugueiras. Felix segist ekki vita hvers vegna atkvæði nefndarinnar vó svona þungt. „Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því en dómnefndin hafði fimmtíu prósent vægi,“ segir Felix. Langverst fyrir spænsku nefndarmeðlimina Fram kemur í frétt Vísis um málið frá því um helgina að spænsk kona sem sat í dómnefndinni hafi verið sökuð um að vera góðvinkona Chanel og að börnum hennar hafi borist líflátshótanir. Svo mikill hiti sé meðal spænsku þjóðarinnar að spænskir stjórnmálaleiðtogar hafi blandað sér í málið og spænska ríkisútvarpið þurft að boða til blaðamannafundar vegna málsins. „Ég hef nú ekki heyrt í spænsku meðlimunum, ég held að þetta sé langverst fyrir þær þrjár. Ég er í sambandi við austurríska nefndarmiðliminn og hann er rólegur. Við erum bara rólegir yfir þessu en það er alltaf mikill hiti og þetta er fyrsta skiptið sem Spánverjarnir voru að gera þetta. Þess vegna var þetta svona mikið mál.“
Eurovision Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira