Hefur fengið skammir en ekkert á við spænsku dómnefndarmennina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 07:01 Felix Bergsson Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins hefur fengið skammir frá spænskum Eurovisionaðdáendum. Vísir/Kolbeinn Tumi Felix Bergson, Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri Íslendinga í Eurovision, hefur fengið miklar skammir frá spænskum Eurovisionunnendum undanfarna daga vegna vals dómnefndar á framlagi Spánar til keppninnar. Mikil reiði hefur ríkt meðal spænsku þjóðarinnar undanfarna daga eftir að framlag Spánverja til Eurovision var valið um þarsíðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu en fimm manna dómnefnd sérfræðinga kaus annað lag, sem bar sigur úr bítum. Spænska þjóðin hefur verið svo reið dómnefndinni, síðan niðurstöðurnar lágu fyrir, að nefndarmiðlimum hafa borist líflátshótanir. Felix Bergsson sat í dómnefndinni ásamt þremur spænskum konum og austurrískum karlmanni og segist hann hafa fengið fjölda skilaboða frá öskuillum spænskum Eurovisionaðdáendum undanfarna daga. „Það kom nóg af þeim. Ég var ekki að fá líflátshótanir en óskir um að ég sé ekkert að koma aftur til Spánar í bili. Aðdáendurnir voru mjög heitir, sem skiljanlegt er,“ segir Felix í samtali við fréttastofu. „Fólk er reitt yfir þessu og lætur að í ljós, sem er bara frábært, fólki er frjálst að gera það. Ég er alveg rólegur yfir þessu en þetta var óvenjulega mikið. Það var mikill hiti í þessu, suðrænn hiti,“ segir hann og segir spænska aðdáendur hafa sent sér skilaboð með öllum leiðum, til dæmis á Instagram og Twitter. Val dómnefndarinnar vó fimmtíu prósent Reiði spænsku þjóðarinnar útskýrist af því að galisíska sveitin Tanxugueiras með lagið Terra hlaut rúm 70 prósent atkvæða í símakosningu en söngkonan Chanel með lagið SloMo hlaut aðeins fjögur prósent atkvæða spænsku þjóðarinnar. Atkvæði dómnefndarinnar vó þó svo mikið að Chanel bar sigur úr bítum. Atkvæði dómnefndarinnar fyrir Chanel vó því þyngra en 200 þúsund atkvæði spænsku þjóðarinnar fyrir Tanxugueiras. Felix segist ekki vita hvers vegna atkvæði nefndarinnar vó svona þungt. „Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því en dómnefndin hafði fimmtíu prósent vægi,“ segir Felix. Langverst fyrir spænsku nefndarmeðlimina Fram kemur í frétt Vísis um málið frá því um helgina að spænsk kona sem sat í dómnefndinni hafi verið sökuð um að vera góðvinkona Chanel og að börnum hennar hafi borist líflátshótanir. Svo mikill hiti sé meðal spænsku þjóðarinnar að spænskir stjórnmálaleiðtogar hafi blandað sér í málið og spænska ríkisútvarpið þurft að boða til blaðamannafundar vegna málsins. „Ég hef nú ekki heyrt í spænsku meðlimunum, ég held að þetta sé langverst fyrir þær þrjár. Ég er í sambandi við austurríska nefndarmiðliminn og hann er rólegur. Við erum bara rólegir yfir þessu en það er alltaf mikill hiti og þetta er fyrsta skiptið sem Spánverjarnir voru að gera þetta. Þess vegna var þetta svona mikið mál.“ Eurovision Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Mikil reiði hefur ríkt meðal spænsku þjóðarinnar undanfarna daga eftir að framlag Spánverja til Eurovision var valið um þarsíðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu en fimm manna dómnefnd sérfræðinga kaus annað lag, sem bar sigur úr bítum. Spænska þjóðin hefur verið svo reið dómnefndinni, síðan niðurstöðurnar lágu fyrir, að nefndarmiðlimum hafa borist líflátshótanir. Felix Bergsson sat í dómnefndinni ásamt þremur spænskum konum og austurrískum karlmanni og segist hann hafa fengið fjölda skilaboða frá öskuillum spænskum Eurovisionaðdáendum undanfarna daga. „Það kom nóg af þeim. Ég var ekki að fá líflátshótanir en óskir um að ég sé ekkert að koma aftur til Spánar í bili. Aðdáendurnir voru mjög heitir, sem skiljanlegt er,“ segir Felix í samtali við fréttastofu. „Fólk er reitt yfir þessu og lætur að í ljós, sem er bara frábært, fólki er frjálst að gera það. Ég er alveg rólegur yfir þessu en þetta var óvenjulega mikið. Það var mikill hiti í þessu, suðrænn hiti,“ segir hann og segir spænska aðdáendur hafa sent sér skilaboð með öllum leiðum, til dæmis á Instagram og Twitter. Val dómnefndarinnar vó fimmtíu prósent Reiði spænsku þjóðarinnar útskýrist af því að galisíska sveitin Tanxugueiras með lagið Terra hlaut rúm 70 prósent atkvæða í símakosningu en söngkonan Chanel með lagið SloMo hlaut aðeins fjögur prósent atkvæða spænsku þjóðarinnar. Atkvæði dómnefndarinnar vó þó svo mikið að Chanel bar sigur úr bítum. Atkvæði dómnefndarinnar fyrir Chanel vó því þyngra en 200 þúsund atkvæði spænsku þjóðarinnar fyrir Tanxugueiras. Felix segist ekki vita hvers vegna atkvæði nefndarinnar vó svona þungt. „Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því en dómnefndin hafði fimmtíu prósent vægi,“ segir Felix. Langverst fyrir spænsku nefndarmeðlimina Fram kemur í frétt Vísis um málið frá því um helgina að spænsk kona sem sat í dómnefndinni hafi verið sökuð um að vera góðvinkona Chanel og að börnum hennar hafi borist líflátshótanir. Svo mikill hiti sé meðal spænsku þjóðarinnar að spænskir stjórnmálaleiðtogar hafi blandað sér í málið og spænska ríkisútvarpið þurft að boða til blaðamannafundar vegna málsins. „Ég hef nú ekki heyrt í spænsku meðlimunum, ég held að þetta sé langverst fyrir þær þrjár. Ég er í sambandi við austurríska nefndarmiðliminn og hann er rólegur. Við erum bara rólegir yfir þessu en það er alltaf mikill hiti og þetta er fyrsta skiptið sem Spánverjarnir voru að gera þetta. Þess vegna var þetta svona mikið mál.“
Eurovision Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning