Fótboltaþjálfari kvennaliðs hvatti til hópnauðgunar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Fáni spænska fótboltaliðsins Rayo Vallecano Wikimedia Commons Spænskur fótboltaþjálfari kvennaliðs í Madrid hvatti þjálfarateymi sitt fyrir nokkrum árum til þess að hópnauðga ungri konu. Það myndi efla liðsandann. Stuðningsmenn félagsins krefjast þess að maðurinn verði rekinn, en stjórn félagsins aftekur það með öllu. Carlos Santiso, var um síðustu helgi ráðinn þjálfari kvennaliðs Rayo Vallecano í Madrid, en liðið er í spænsku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn þrátt fyrir að vitað væri að Santiso hefði fyrir fjórum árum sent þjálfarateymi sínu hjá stúlknaliði Rayo Vallecano, skilaboð um að þeir væru að standa sig vel, en að þeir gætu gert enn betur. Og til þess að það mætti gerast væri þjóðráð að hópnauðga ungri stúlku. „Við þurfum“, sagði Santiso í skilaboðum sem hann sendi þjálfarateyminu, „að gera eins og drengirnir frá Arandina. Við þurfum að taka eina stelpu. Gætum þess bara að hún sé sjálfráða, til þess að lenda ekki í veseni. Og svo tökum við hana allir. Það herðir liðsandann og þéttir okkur saman.“ Svo mörg voru þau orð og ósmekklegu skilaboð sem þjálfarinn sendi, og reyndar aðeins lengri. Drengirnir frá Arandina sem þjálfarinn vísaði til og vildi taka sér til fyrirmyndar, eru þrír ungir fótboltamenn, sem fyrir 5 árum nauðguðu 15 ára stúlku í norður spænska bænum Pamplona. Þeir voru dæmdir til 38 ára fangelsisvistar í héraðsdómi, en æðra dómstig mildaði dómana, einn var sýknaður, en hinir tveir dæmdir í 3ja og 4ra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Stjórnin vissi af ummælunum en réði manninn samt til starfa Skilaboð Santiso voru gerð opinber í lok nóvember síðastliðnum, á baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi. Santiso var þá samstundis rekinn sem þjálfari úrvalsliðs stúlkna yngri en 12 ára í Madrid. Þessi ummæli virðast hins vegar ekki hafa pirrað stjórnendur Rayo Vallecano meira en svo, að um síðustu helgi var hann, sem fyrr segir, endurráðinn til félagsins. Margir hafa mótmælt ráðningunni, borgarfulltrúar í Madrid krefjast þess að Santiso verði látinn taka pokann sinn, forseti Íþróttasambands Spánar hefur lýst yfir vandlætingu sinni og stuðningsmenn og -konur félagsins hafa mótmælt ráðningunni og sett upp borða í kringum leikvang félagsins þar sem því er mótmælt að svona maður sé látinn þjálfa stúlkurnar þeirra. Biðst afsökunar en segist eiga flekklausan feril að baki Santiso, sem er rúmlega þrítugur, hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum, þau séu óheppileg og óverjandi og endurspegli karlrembu og smekkleysu. Hann biðst hins vegar vægðar, hann hafi aldrei nokkurn tímann brotið á nokkurri manneskju og eigi að baki 15 ára flekklausan feril sem fótboltaþjálfari ungra stúlkna. Svo virðist sem afsökunarbeiðni Santiso nái einungis eyrum stjórnenda Rayo Vallecano, sem þverneita að láta manninn fara. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur fallist á að leggja málið fyrir siðanefnd þess, en á meðan það velkist þar, stjórnar Santiso æfingum og leikjum kvennaliðsins eins og ekkert hafi í skorist. Fótbolti Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Carlos Santiso, var um síðustu helgi ráðinn þjálfari kvennaliðs Rayo Vallecano í Madrid, en liðið er í spænsku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn þrátt fyrir að vitað væri að Santiso hefði fyrir fjórum árum sent þjálfarateymi sínu hjá stúlknaliði Rayo Vallecano, skilaboð um að þeir væru að standa sig vel, en að þeir gætu gert enn betur. Og til þess að það mætti gerast væri þjóðráð að hópnauðga ungri stúlku. „Við þurfum“, sagði Santiso í skilaboðum sem hann sendi þjálfarateyminu, „að gera eins og drengirnir frá Arandina. Við þurfum að taka eina stelpu. Gætum þess bara að hún sé sjálfráða, til þess að lenda ekki í veseni. Og svo tökum við hana allir. Það herðir liðsandann og þéttir okkur saman.“ Svo mörg voru þau orð og ósmekklegu skilaboð sem þjálfarinn sendi, og reyndar aðeins lengri. Drengirnir frá Arandina sem þjálfarinn vísaði til og vildi taka sér til fyrirmyndar, eru þrír ungir fótboltamenn, sem fyrir 5 árum nauðguðu 15 ára stúlku í norður spænska bænum Pamplona. Þeir voru dæmdir til 38 ára fangelsisvistar í héraðsdómi, en æðra dómstig mildaði dómana, einn var sýknaður, en hinir tveir dæmdir í 3ja og 4ra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Stjórnin vissi af ummælunum en réði manninn samt til starfa Skilaboð Santiso voru gerð opinber í lok nóvember síðastliðnum, á baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi. Santiso var þá samstundis rekinn sem þjálfari úrvalsliðs stúlkna yngri en 12 ára í Madrid. Þessi ummæli virðast hins vegar ekki hafa pirrað stjórnendur Rayo Vallecano meira en svo, að um síðustu helgi var hann, sem fyrr segir, endurráðinn til félagsins. Margir hafa mótmælt ráðningunni, borgarfulltrúar í Madrid krefjast þess að Santiso verði látinn taka pokann sinn, forseti Íþróttasambands Spánar hefur lýst yfir vandlætingu sinni og stuðningsmenn og -konur félagsins hafa mótmælt ráðningunni og sett upp borða í kringum leikvang félagsins þar sem því er mótmælt að svona maður sé látinn þjálfa stúlkurnar þeirra. Biðst afsökunar en segist eiga flekklausan feril að baki Santiso, sem er rúmlega þrítugur, hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum, þau séu óheppileg og óverjandi og endurspegli karlrembu og smekkleysu. Hann biðst hins vegar vægðar, hann hafi aldrei nokkurn tímann brotið á nokkurri manneskju og eigi að baki 15 ára flekklausan feril sem fótboltaþjálfari ungra stúlkna. Svo virðist sem afsökunarbeiðni Santiso nái einungis eyrum stjórnenda Rayo Vallecano, sem þverneita að láta manninn fara. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur fallist á að leggja málið fyrir siðanefnd þess, en á meðan það velkist þar, stjórnar Santiso æfingum og leikjum kvennaliðsins eins og ekkert hafi í skorist.
Fótbolti Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira